Morgunblaðið - 09.07.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.07.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti| Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2021 Tunguhálsi 10 Sími 415 4000 www.kemi.is kemi@kemi.is 9. júlí 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.65 Sterlingspund 171.12 Kanadadalur 99.45 Dönsk króna 19.674 Norsk króna 14.273 Sænsk króna 14.371 Svissn. franki 134.01 Japanskt jen 1.1182 SDR 176.08 Evra 146.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.3307 Hrávöruverð Gull 1804.25 ($/únsa) Ál 2508.5 ($/tonn) LME Hráolía 74.67 ($/fatið) Brent « Í júnímánuði voru fluttar út eldisaf- urðir fyrir 3,2 milljarða króna sam- kvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Ís- lands. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi benda á að útflutningsverðmætið hafi aukist um 67% frá sama tíma í fyrra. Gengi krónunnar sé hins vegar 4% sterkara en þá og nemi því aukningin í erlendri mynt 73%. Benda samtökin á að aukningin þurfi að einhverju marki að skoðast í ljósi veikrar stöðu á mörk- uðum í fyrra en að þó hafi útflutningur eldisafurða í júnímánuði aldrei verið meiri en nú í ár. Frá áramótum nemur útflutningsverðmætið 18,8 milljörðum. Útflutningsverðmæti eldisfisks 3,2 milljarðar STUTT milli ára. Að óbreyttu verði árið 2021 metár. Var um 20% af veltunni En hvaða þýðingu hefur það fyrir Ölgerðina að veitingageirinn sé að ná vopnum sínum? „Það skiptir verulegu máli enda er sala til hótela og veitingastaða ef til vill um 20% af veltu okkar. Það var því talsvert högg fyrir okkur í fyrra að missa út þessa sölu, en á móti jókst salan í ÁTVR og í stórmörk- uðum,“ segir Andri Þór sem gagn- rýnir umfjöllun um áfengissöluna í fyrra. Því hafi ranglega verið haldið fram að áfengissala hefði aukist. Hið rétta sé að heildarneyslan hafi dregist saman enda hafi sala til veitingahúsa minnkað um 75% og salan í Fríhöfn- inni verið næstum engin. Það muni um hana enda sé salan þar töluverð. „Ég heyri að ÁTVR meti stöðuna þannig að þeir séu með 75% af söl- unni og veitingahúsin 25%. Ég tel það nærri lagi; myndi ætla að hlutfall veitingahúsa sé 22-30%. Þegar sala til veitingahúsa dregst saman um 75% þarf salan hjá ÁTVR því að aukast mun meira en hún gerði til að vega upp þann samdrátt,“ segir Andri sem telur að langtímaáhrif faraldursins á Ölgerðina verði lítil. „Þetta er að jafna sig. Júlí hefur verið frábær mánuður hjá Ölgerð- inni og júní var metmánuður. Þá ekki í sölu áfengis heldur var hann stærsti mánuðurinn í heildarsölu hjá Ölgerð- inni frá upphafi,“ segir Andri Þór. Hann segir að árið 2018 hafi verið metár í sölu bjórs hjá Ölgerðinni. Metfjöldi erlendra ferðamanna hafi átt sinn þátt í því og því muni um að þeir séu enn hlutfallslega fáir. Vinna það upp sem tapaðist „Þetta verður mjög fínt ár. Við vinnum það til baka sem tapaðist í faraldrinum í fyrra og svo er ég bjartsýnn á árið 2022, þegar ferða- mennirnir fara að skila sér af krafti,“ segir Andri Þór sem telur aðspurður innistæðu fyrir slíkri bjartsýni. Á móti komi að mikil neysla muni færast úr landi þegar Íslendingar flykkjast til útlanda. Það muni hafa áhrif á heildsölu Ölgerðinnar. „Við sáum það í sölu á snyrtivörum sem við flytjum inn, og í ákveðnum vöruflokkum, að neyslan innanlands jókst mikið [í faraldrinum]. Þetta eru vörur sem Íslendingar eru vanir að kaupa erlendis,“ segir Andri Þór. Veitingahúsin vega þungt Morgunblaðið/Eggert The English Pub Bjórinn er nú farinn að renna um dælurnar á nýjan leik. - Forstjóri Coca Cola á Íslandi segir söluna í ár aukast hraðar en áætlað var - Forstjóri Ölgerðarinnar segir langtímaáhrif faraldursins á fyrirtækið óveruleg Einar Snorri Magnússon Andri Þór Guðmundsson BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca Cola á Íslandi, segir sölu á bjór til veitingahúsa að komast í eðlilegt horf eftir að slakað var á sóttvörnum. „Nú erum við á annarri viku eftir afléttingu [samkomutakmarkana] og erum komin á nánast sama ról og fyrir faraldurinn. Salan til ÁTVR er enn að aukast miðað við árið í fyrra en ekki eins mikið og þegar veitinga- húsin voru lokuð. Magnið er að ein- hverju leyti að færast frá ÁTVR til veitingahúsa,“ segir Einar Snorri. Spurður hvernig bjórsalan verði hjá fyrirtækinu í ár, ef fram heldur sem horfir, segir hann fyrirtækið hafa gert ráð fyrir að salan færi hæg- ar af stað en raunin er. Meðal annars af þeim sökum verði langtímaáhrif faraldursins á reksturinn minni en útlit var fyrir á tímabili. „Þess má einnig geta að útflutn- ingur á Einstök bjór hefur gengið vel undanfarna mánuði og heldur áfram að aukast á þessu ári,“ segir Einar Snorri. Salan umfram áætlanir Coca Cola á Íslandi velti 11,1 millj- arði í fyrra með gjöldum en þar af voru 3,2 milljarðar í áfengisgjöld. Veltan var um 7 milljarðar án gjalda. „Árin 2008 til 2010 voru sterk og ef 2020 er undanskilið höfum við vaxið undanfarin 3-4 ár. Áætlun gerði ráð fyrir að ná svipuðum tekjum og 2019 og það sem af er ári erum við aðeins yfir því,“ segir Einar Snorri. Hann segir muna mikið um að margir Íslendingar geri nú vel við sig í mat og drykk á Íslandi, í stað þess að vera á ferðalögum erlendis. „Við erum að framleiða aðeins meira en við bjuggumst við og erum með álíka marga starfsmenn yfir sumarið og fyrir faraldurinn. Við vorum með færri starfsmenn í fyrra en mátum stöðuna þannig í vetur og vor að sumarið yrði gott og bjuggum í haginn,“ segir Einar Snorri. Góður stígandi í sölunni Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir að eftir því sem líða tók á júnímánuð hafi bjórsalan farið að nálgast söluna árið 2019 og þegar hömlum var aflétt hafi salan verið orðin jafn góð og hún var. Öl- gerðin áætli að markaðurinn fyrir bjór á Íslandi hafi dregist saman um 10% í fyrra. Nú sé salan til veitinga- húsa aftur að aukast. „Áfengissalan hjá ÁTVR minnkar á móti en það má reikna með að heildarneyslan hafi ekki aukist mik- ið. En það er greinilega góður stíg- andi í þessu, sérstaklega á veitinga- húsum og eðlilegt að þegar hömlum er aflétt skuli barir og næturklúbbar taka við sér,“ segir Andri Þór sem áætlar að heildarvelta fyrirtækisins komi til með að aukast um 10-15% Eignir íslenskra lífeyrissjóða jukust um 290 milljarða á fyrstu fimm mán- uðum ársins og stóðu þær í 6.022 milljörðum í lok maí. Mest varð aukningin í apríl eða 132 milljarðar. Hins vegar dró mjög úr vexti eigna- safna þeirra í maímánuði og nam eignaaukningin þá 9,9 milljörðum eða sem samsvarar 0,16% af heildar- safni þeirra. Þetta má lesa úr nýbirt- um tölum frá Seðlabanka Íslands. Í hagtölum Seðlabankans er ekki sérstaklega tilgreint hversu mikið innflæði og útflæði er af reikningum sjóðanna vegna iðgjalda- og lífeyris- greiðslna. Ef litið er til þess með hvaða hætti þær fjármagnshreyfing- ar þróuðust á síðasta ári námu ið- gjaldagreiðslur inn í sjóðina að jafn- aði 22,8 milljörðum í hverjum mánuði en lífeyrisgreiðslur námu tæpum 15,6 milljörðum króna. Nettóinnflæði í sjóðina frá sjóðfélög- um umfram ávöxtun eigna nam því að jafnaði 7,2 milljörðum í fyrra. Eignaaukning sjóðanna hefur reynst mikil á síðustu misserum, ekki síst vegna mikilla hækkana á eignamörkuðum erlendis. Þannig hefur eignasafn þeirra vaxið um 730 milljarða síðastliðið ár. Þar af hafa innlendar eignir vaxið um 397 millj- arða eða jafnvirði 11% og erlendar eignir um 334 milljarða eða 19,8%. Samanburður milli eigna innan- lands og erlendis og þróunar á virði þeirra er þó ekki fullkomlega ná- kvæmur þar sem sjóðirnir flytja fjármuni í og úr eignasöfnum sem skráð eru í krónum. Hefur útflæðið verið mun meira en innflæðið á flest- um tímum frá því að losað var um fjármagnshöft í landinu. ses@mbl.is Morgunblaðið/Golli Fjármunir Eignir sjóðanna eru nú orðnar meira en 6.000 ma. virði. Hægir á eigna- aukningu sjóðanna - Eignir lífeyris- sjóða vaxið um 730 milljarða á einu ári « Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,3% í júlímánuði. Gangi það eftir mun ársverðbólga hækka úr 4,3% í 4,4%. Hagstofan mun birta júlímælingu sína föstudaginn 23. júlí. Að sögn Landsbankans munu flugfar- gjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og bensín ýta undir verðbólgu, en föt, skór, húsgögn og heimilisbúnaður vega þar nokkuð á móti. Bendir bankinn á að bensínverð hafi hækkað meira en gert hafi verið ráð fyrir. Lengra fram í tímann gerir bankinn ráð fyrir að vísitalan muni hækka um 0,3% í ágúst og september og 0,4% í október. Landsbankinn spáir 4,4% verðbólgu í júlí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.