Morgunblaðið - 09.07.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.07.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2021 Ýmsar gerðir af heyrnar- tækjum í mismunandi litum og stærðum. Allar helstu rekstrarvörur og aukahlutir fyrir heyrnartæki fást í vefverslun heyrn.is HEYRNARÞJÓNUSTA 2007 HLÍÐASMÁRI 19, 2. HÆÐ • 201 KÓPAVOGI • SÍMI 534 9600 HEYRN@HEYRN.IS • HEYRN.IS Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu „Hátíðin féll niður í fyrra svo maður vissi ekki alveg hvort fólk kæmi aft- ur en það er alveg ágætis aðsókn. Það eru alltaf fastagestir á hátíðinni og þeir eru að skila sér hópum sam- an. Það var frábært veður hérna á Siglufirði á miðvikudag, hlýtt og gott,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíð- arinnar, sem nú er haldin í 21. sinn. Gunnsteinn segir aðsóknina hafa verið góða. „Það voru um fimmtíu manns í gær, en þetta er bara eins og vaninn er hjá okkur að það er minnsta aðsóknin fyrsta kvöldið, svo fjölgar alltaf fólkinu sem kemur í bæinn og svo nær þetta hámarki um helgina, þá erum við iðulega með 200-300 manns á tónleikum. Það er mjög margt fólk á tjaldsvæðunum og fullt af fólki komið í bæinn þannig að mér líst mjög vel á þetta, ég held að hátíðin sé aftur komin á fullt.“ Í kvöld mun Ragnheiður Gröndal halda tónleika, en auk hennar koma fram hljómsveitirnar Tríó Amasía, sem flytur evrópska kaffihúsatónlist frá millistríðsárunum, og Skugga- myndir frá Býsans, sem mun leika balkantónlist fyrir dansi. Hátíðin mun svo ná hápunkti sín- um á morgun, en þá verða nokkrir tónleikar yfir daginn og uppskeru- hátíð um kvöldið þar sem listamenn hátíðarinnar koma fram saman á einum tónleikum. Sinfóníuhljóm- sveit unga fólksins rekur svo smiðs- höggið á sunnudaginn, og frum- flytur nýtt verk eftir Halldór Eldjárn. „Þetta er fjölskylduvæn hátíð, við erum með námskeið fyrir unglinga og börn, og börn fá ókeypis á tón- leika hjá okkur. Það er því óhætt að taka börnin með, við viljum opna þennan heim þessarar tónlistar jafnt ungum sem öldnum,“ segir Gunn- steinn. rebekka@mbl.is Hátíðin komin aftur á fullt Ljósmynd/Gunnsteinn Ólafsson Þjóðlög Ilmars Pumpurs kynnti lettnesk hljóðfæri á fimmtudag. Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Jón Atli Benediktsson, rektor við Háskóla Íslands, segir að háskólinn sé byrjaður að ræða við forsvars- menn Keldna um framtíðaráform starfseminnar. Í ljósi þess að Keldnalandið hefur verið fært félag- inu Betri samgöngur ohf. til að fjár- magna borgarlínuna er tilrauna- stöðin þar í mikilli óvissu. Keldur eru því ekki í aðstöðu til að bæta við húsakost sinn eins og áætlað var, enda myndi tilraunastöðin sjálf þurfa að kosta niðurrif eða brott- flutning slíks húsnæðis þegar borg- in krefðist. Jón Atli segir að málið verði tekið upp við ráðuneytið að sumarleyfi loknu. „Tengslin við Keldur eru talsvert mikil. Háskólinn skipar stjórnina og forstöðumaður er með prófessorstöðu við læknadeild og það er sérstakur samningur milli Háskólans og tilraunastöðvarinnar sem var endurnýjaður í fyrra,“ segir Jón en bendir á að um Keldur gildi sérstök lög og tilraunastöðin sé með sína eigin forsvarsmenn, því hafi há- skólinn ekki beitt sér í málinu með beinum hætti til þessa. Starfsemin á Keldum er mjög mikilvæg að mati Jóns Atla, bæði fyrir háskólann og fyrir íslenskt samfélag. Þar er rannsóknarstarf, kennsla og ýmis önnur verkefni á vegum Háskóla Íslands. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, ónæmisfræðingur á Keldum, hefur haft orð á að háskólinn hneigist að því að vilja fá allt í Vatnsmýrina. Jón Atli telur það þó ekki endilega henta í þessu tilfelli. Á Keldum sé til að mynda dýrahald sem flæki málið en einhver hluti starfseminnar gæti rúmast vel í Vatnsmýrinni. Áhugi á að leita lausna Árni M. Mathiesen, stjórnarfor- maður Betri samgangna ohf., segir stöðuna ekki vera þess eðlis að hún eigi að koma fólki í uppnám. Jóni Atla þótti viðmót Árna sýna áhuga forsvarsmanna félagsins á að leita lausna, sem væri jákvætt. Þegar félagið Betri samgöngur ohf. var stofnað fylgdu athugasemd- ir með frumvarpinu varðandi til- raunastöðina að Keldum. Þar segir „til skoðunar kemur að þau réttindi og skyldur sem tengjast landinu að Keldum færist til félagsins“. Einnig er tekið fram að í samningi við fé- lagið þurfi að taka afstöðu til ann- arra skilyrða við afhendingu lands- ins, framtíðarstaðsetningu tilrauna- stöðvarinnar og annarra grunn- forsendna og markmiða sem gilda um uppbyggingu á landinu. Af þessu má draga þá ályktun að gert sé ráð fyrir tilvist tilrauna- stöðvarinnar, frekari ákvarðanir ligja þó ekki fyrir. Menntamála- ráðuneytið segir að fram undan sé greining á því hvort hagkvæmara sé að núverandi byggingar og starf- semi verði áfram í Keldnalandi eða hvort betra bæri að flytja starfsem- ina. Samtalið staðið yfir frá 2019 Í svörum ráðuneytisins við fyrir- spurn Morgunblaðsins segir að við- ræður um þessa greiningu muni eiga sér stað milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og fjár- málaráðuneytis, en fjármálaráðu- neytið fer með fyrirsvar eigna rík- isins þó tilraunastöðin sem slík heyri undir menntamálaráðuneytið. Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um flutning starfseminnar en áætlað er að skipa starfshóp um þá vinnu. Ráðuneytið segir að for- stöðumaður Keldna sé upplýstur um þetta en samtalið um framtíð Keldna hafi staðið yfir frá því um mitt árið 2019. „Bæði ráðuneytin hafa átt í miklum samskiptum við forstöðumann, með fundarhöldum og símleiðis. Þá fór mennta- og menningarmálaráðherra í sérstaka heimsókn á svæðið í mars á þessu ári, þar sem þetta mál var sérstak- lega rætt,“ segir í svörum frá menntamálaráðuneytinu. Áætlað að skipa starfshóp um framtíð tilraunastöðvarinnar - Háskólinn mun ræða við ráðuneytið í haust - Gert ráð fyrir tilvist Keldna Morgunblaðið/Eggert Keldur Tilraunastofan í meinafræðum við Háskóla Íslands hefur áhuga á að stækka við sig en getur það ekki vegna óvissu. Það vakti athygli vegfarenda á Sæbraut í Reykjavík er lögreglan veitti svörtum jeppa eftirför síð- degis í gær. Sögðu sjónvottar að lagðar hefðu verið naglamottur til að stöðva för jeppans og að dekk hafi sprungið á honum. Fram kemur í tilkynningu frá Lögregluni á höfuðborgarsvæðinu að „hætta skapaðist á fimmta tím- anum í dag [gær] þegar ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lög- reglu á miðborgarsvæðinu og reyndi að komast undan. Við tók eftirför en maðurinn ók um mið- borgina, vestur í bæ og aftur í miðborgina uns hann nam staðar á Sæbrautinni, nálægt Sólfarinu, þegar dekk sprakk á bifreið hans. Lögreglan var með mikinn við- búnað vegna málsins, en ökumað- urinn, karlmaður um tvítugt, ók m.a. yfir leyfðum hámarkshraða og gegn einstefnu og setti bæði sjálfan sig og aðra vegfarendur í mikla hættu með þessu framferði. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi og fluttur á lög- reglustöð.“ Lögreglan kveðst ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Lögreglan veitti jeppa eftirför - Mikill viðbúnaður vegna málsins Gripinn Fjöldi lögreglumanna tók þátt í aðgerðum síðdegis í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.