Morgunblaðið - 09.07.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.07.2021, Blaðsíða 26
EVRÓPULEIKIR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Eftir aðeins einn sigur í átján síð- ustu tilraunum íslenskra karlaliða í Evrópukeppnum í fótbolta var kær- komið að sjá Breiðablik og FH fagna góðum sigrum í fyrri leikjum sínum í 1. umferð Sambandsdeild- arinnar nýju. Stjarnan þurfti hins vegar að sætta sig við 1:1-jafntefli við Bohemians frá Írlandi. Stigin sem þetta gefur Íslandi á styrkleikalista UEFA ýta Íslandi upp fyrir bæði Wales og Eistland og upp í 51. sæti af 55 þjóðum Evr- ópu en Ísland hafði á skömmum tíma fallið úr 39. sæti og niður í 53. sæti. Mögnuð endurkoma Það byrjaði ekki vel hjá Breiða- bliki á útivelli gegn Racing Union frá Lúxemborg því staðan var orðin 2:0, Racing í vil, eftir aðeins 34 mín- útur. Breiðablik neitaði hins vegar að gefast upp því Gísli Eyjólfsson og Thomas Mikkelsen jöfnuðu áður en Damir Muminovic skoraði glæsi- legt sigurmark á 88. mínútu. Sig- urinn var annar útisigur Breiðabliks í Evrópukeppni frá upphafi og sá fyrsti síðan liðið vann glæsilegan 1:0-sigur á Sturm Graz frá Austur- ríki í Evrópudeildinni árið 2013. „Fyrir utan tvo hættulega fram- herja bauð Racing Union upp á lítið og nái Blikar að hafa hemil á þeim í seinni leiknum er ljóst að Kópa- vogsliðið á mjög góða möguleika á að fara áfram. Liðið á mikið hrós skilið fyrir að gefast ekki upp í erf- iðri stöðu. Það hefði verið auðvelt fyrir Breiðablik að leggja árar í bát, tveimur mörkum undir á útivelli, en rétt eins og Valsmenn í gær neituðu þeir að gefast upp og skoruðu þrjú góð mörk,“ skrifaði undirritaður m.a. um leikinn á mbl.is. _ Breiðablik skoraði í fyrsta skipti þrjú mörk á útivelli í Evrópu- leik en félagið vann sinn fimmta sig- ur í sextán Evrópuleikjum. Lennon hetjan í Krikanum Steven Lennon skoraði sigur- mark FH í 1:0-sigri á Sligo Rovers frá Írlandi á Kaplakrikavelli. Sig- urmarkið kom á 85. mínútu eftir fyrirgjöf frá varamanninum Vuk Oskari Dimitrijevic. FH-ingar nýttu vel að vera manni fleiri eftir að Glen Bolger, fyrirliði Sligo, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 77. mínútu. Seinna gula spjaldið fékk hann fyrir leik- araskap og gekk hann því skömm- ustulegur af velli. Sigurinn var afar kærkominn fyr- ir FH eftir erfitt gengi síðustu vikna. Fyrir utan bikarsigur á Njarðvík var sigurinn sá fyrsti síð- an um miðjan maí. „Sligo væri eflaust í efri hluta ís- lensku deildarinnar en ekkert meira en það. Þetta eru mótherjar af sama styrkleika og FH-ingar glíma við í hverri viku og þeir ættu að eiga alla möguleika á að knýja fram góð úr- slit í seinni leiknum þó hann sé á útivelli. Næg er allavega reynslan í þessu FH-liði,“ skrifaði Víðir Sig- urðsson m.a. um leikinn á mbl.is. _ Steven Lennon skoraði sitt sjötta Evrópumark fyrir FH og jafnaði Tryggva Guðmundsson sem þriðji markahæsti leikmaður félags- ins í Evrópukeppni. _ FH lék sinn 70. Evrópuleik og fagnaði sínum 22. sigri en ekkert ís- lenskt félag hefur unnið eins marga Evrópuleiki. Jöfn staða fyrir seinni leikinn Stjarnan þurfti að sætta sig við 1:1-jafntefli gegn Bohemians frá Ír- landi í Garðabænum. Emil Atlason kom Stjörnunni yfir á 24. mínútu með fallegu skalla- marki en Írarnir voru sterkari í seinni hálfleik og Tyreke Wilson skoraði verðskuldað jöfnunarmark á 62. mínútu og þar við sat. „Á heildina litið voru gestirnir frá Írlandi ögn sterkari aðilinn en varn- arleikur Stjörnumanna var þó afar góður. Betur má ef duga skal þegar liðin mætast öðru sinni á Írlandi í næstu viku ætli Garðbæingar sér áfram,“ skrifaði Gunnar Egill Dan- íelsson m.a. um leikinn á mbl.is. _ Stjarnan gerði sitt fyrsta jafn- tefli á heimavelli í Evrópuleik. Í tíu heimaleikjum í Evrópukeppnum hafði Stjarnan unnið fimm og tapað fimm fyrir leikinn í gær. _ Emil Atlason skoraði sitt þriðja Evrópumark þegar hann kom Stjörnunni yfir en hin tvö gerði hann fyrir KR. Kærkomnir Evrópusigrar Morgunblaðið/Árni Sæberg Garðabær Heiðar Ægisson, hægri bakvörður Stjörnunnar, og Liam Burt eigast við á Samsung-vellinum. Stjarnan og Bohemians skildu jöfn, 1:1. - Birtir til í íslenska fótboltanum eftir tvo Evrópusigra - Glæsileg endurkoma Breiðabliks í Lúxemborg - Lennon reyndist hetja FH - Jafnt hjá Stjörnunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafnarfjörður Steven Lennon skallar að marki Sligo Rovers en hann skor- aði sigurmark FH með skalla fimm mínútum fyrir leikslok. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2021 Knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir hefur leikið sinn síðasta leik fyrir sænska liðið Rosengård. Glódís var kvödd og verðlaunuð fyrir góðan árangur hjá félaginu eftir öruggan 5:0-sigur á Växjö í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Glódís hefur verið í lykilhlutverki hjá Ro- sengård frá árinu 2017 og varð sænskur meistari með liðinu árið 2019. Marcus Bühlund, fréttamaður hjá Eurosport, segir Þýskalandsmeist- ara Bayern München vera líklegan áfangastað Glódísar en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir leikur með Bayern. Glódís á leiðinni í þýskt stórlið AFP Öflug Glódís Perla Viggósdóttir er að yfirgefa Rosengård í Svíþjóð. Handahjólreiðakonan Arna Sigríð- ur Albertsdóttir keppir fyrir Ís- lands hönd á Ólympíumóti fatlaðra, Paralympics. Þetta tilkynnti Íþróttasamband fatlaðra, ÍF, í gær. Mótið fer fram dagana 24. ágúst til 5. september en Alþjóðahjólreiða- sambandið úthlutaði nýverið úr svokölluðum umsóknarsætum þar sem Arna var ein þeirra sem urðu fyrir valinu. Már Gunnarsson, Thelma Björg Björnsdóttir, Róbert Ísak Jónsson, Bergrún Ósk Aðal- steinsdóttir og Patrekur Andrés Axelsson keppa einnig á mótinu. Ljósmynd/ÍF Tókýó Arna Sigríður Albertsdóttir keppir fyrst Íslendinga í greininni. Arna Sigríður fer til Tókýó RACING U. – BREIÐABLIK 2:3 1:0 Yann Mabella 15. 2:0 Yann Mabella 34. 2:1 Gísli Eyjólfsson 36. 2:2 Thomas Mikkelsen 65. 2:3 Damir Muminovic 88. Dómari: Henrik Nalbandjan, Armeníu. Áhorfendur: Um 500. STJARNAN – BOHEMIANS 1:1 1:0 Emil Atlason 24. 1:1 Tyreke Wilson 62. Dómari: Sandi Putros, Danmörku. Áhorfendur: 720. FH – SLIGO ROVERS 1:0 1:0 Steven Lennon 85. Rautt spjald: Greg Bolger (Sligo) 77. Dómari: Ishmael Barbara, Möltu Áhorfendur: 412. Lengjudeild kvenna ÍA – Haukar .............................................. 0:0 KR – Grótta .............................................. 2:0 Grindavík – Víkingur R ........................... 1:1 Staðan: KR 9 7 1 1 25:11 22 Afturelding 8 5 3 0 22:9 18 FH 8 6 0 2 18:7 18 Víkingur R. 9 3 3 3 16:16 12 Haukar 9 3 2 4 13:14 11 Grótta 9 3 1 5 13:18 10 ÍA 9 3 1 5 9:20 10 HK 8 2 2 4 11:18 8 Grindavík 9 0 5 4 11:18 5 Augnablik 8 1 2 5 10:17 5 Sambandsdeild Evrópu 1. umferð, fyrri leikir, helstu úrslit: Racing Union – Breiðablik ...................... 2:3 FH – Sligo Rovers.................................... 1:0 Stjarnan – Bohemians ............................. 1:1 Noah Jerevan – KuPS Kuopio ................ 1:0 Liepaja – Struga....................................... 1:1 Inter Turku – Puskás Akadémia ............ 1:1 Honka – NSÍ Runavík ............................. 0:0 RFS Riga – KÍ Klaksvík.......................... 2:3 Suduva – Valmieras ................................. 2:1 Levadia Tallinn – St. Joseph’s ................ 3:1 Dundalk – Newtown................................. 4:0 Glentoran – The New Saints ................... 1:1 Bala Town – Larne................................... 0:1 Birkirkara – La Fiorita............................ 1:0 Domzale – Swift Hesperange.................. 1:0 Europa – Kauno Zalgiris ......................... 0:0 Fehérvár – Ararat Jerevan ..................... 1:1 Paide – Slask Wroclaw............................. 1:2 Velez Mostar – Coleraine ........................ 2:1 Maribor – Urartu ..................................... 1:0 Siroki Brijeg – Vllaznia............................ 3:1 Bandaríkin New England – Toronto ......................... 2:3 - Arnór Ingvi Traustason kom inn á hjá New England á 72. mínútu. Montréal – New York City ..................... 2:1 - Róbert Orri Þorkelsson var ekki í leik- mannahópi Montréal. - Guðmundur Þórarinsson kom inn á hjá New York City á 81. mínútu. Efstu lið í Austurdeild: New England 24, Orlando City 21, Phila- delphia Union 19, Montréal 19, Nashville 18, New York City 17, DC United 16, New York Red Bulls 16, Columbus Crew 16. Efstu lið í Vesturdeild: Seattle Sounders 29, Sporting Kansas City 26, LA Galaxy 24, Colorado Rapids 20, Los Angeles 18, Real Salt Lake 16. Svíþjóð Rosengård – Växjö .................................. 5:0 - Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård. - Andrea Mist Pálsdóttir lék fyrstu 70 mínúturnar með Växjö. Örebro – Hammarby............................... 2:3 - Berglind Rós Ágústsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir léku allan leikinn með Örebro. Staðan: Rosengård 12 10 2 0 28:2 32 Häcken 12 8 2 2 33:7 26 Hammarby 12 6 3 3 26:17 21 Kristianstad 12 5 5 2 18:14 20 Eskilstuna 12 5 4 3 12:10 19 Linköping 12 4 5 3 17:16 17 Vittsjö 12 4 4 4 11:9 16 Djurgården 12 4 2 6 13:17 14 Örebro 12 3 2 7 11:22 11 Piteå 12 3 1 8 11:23 10 AIK 12 2 3 7 9:35 9 Växjö 12 0 3 9 3:20 3 >;(//24)3;( Vináttulandsleikur karla Portúgal – Spánn.................................. 32:31 E(;R&:=/D Vináttulandsleikur karla Spánn – Frakkland............................... 86:77 Vináttulandsleikur kvenna Spánn – Frakkland............................... 72:61 >73G,&:=/D KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Würth-völlur: Fylkir – HK.................. 19.15 1. deild karla, Lengjudeildin: SaltPay-völlur: Þór – Þróttur R............... 18 Hásteinsvöllur: ÍBV – Grótta................... 18 Extra-völlur: Fjölnir – Selfoss ............ 19.15 Ólafsvík: Víkingur Ó. – Grindavík....... 19.15 Varmá: Afturelding – Fram ................ 19.15 2. deild karla: Vogaídýfuvöllur: Þróttur V. – KV....... 19.15 Fjarðab.höll: Leiknir F. – Fjarðab. .... 19.15 Blue-völlur: Reynir S. – ÍR.................. 19.15 3. deild karla: Skessan: ÍH – Elliði .................................. 21 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Kaplakriki: FH – Afturelding ............. 19.15 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.