Morgunblaðið - 09.07.2021, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2021
_ Mímir Sigurðsson var fimm sentí-
metrum frá því að komast í úrslit í
kringlukasti á Evrópumóti U23 ára í
frjálsíþróttum í Tallinn í Eistlandi í
gær. Mímir kastaði 54,54 metra sem
var þrettándi besti árangurinn í und-
ankeppninni en tólf bestu fóru áfram
og sá sem var í tólfta sæti kastaði
54,59 metra. Besti árangur Mímis er
60,32 metrar sem hefði fært honum
þriðja sætið í gær.
_ Tiana Ósk Whitworth keppti í 100
m hlaupi kvenna í Tallinn í gærmorgun
og varð að sætta sig síðasta sætið af
35 keppendum. Hún hljóp á 12,21 sek-
úndu og jafnaði besta árangur sinn í
ár. Tiana hefur áður hlaupið á 11,57
sekúndum en sá tími hefði fært henni
þrettánda sæti og öruggan keppnis-
rétt í undanúrslitum.
_ Kwame Quee, leikmaður knatt-
spyrnuliðs Víkings úr Reykjavík, er
með malaríu og mun því lítið spila
með liðinu á næstunni. Fótbolti.net
greindi frá. Hann á að baki 49 leiki í
efstu deild þar sem hann hefur skorað
níu mörk en Víkingar eru í þriðja sæti
úrvalsdeildarinnar með 22 stig eftir
fyrstu ellefu leiki sína.
_ Engir áhorfendur verða á Ólympíu-
leikunum í Tókýó í Japan sem hefjast
síðar í mánuðinum. Þetta tilkynntu
japönsk stjórnvöld í gær eftir að þau
lýstu yfir neyðarástandi í borginni
vegna kórónuveirufaraldursins. Mikil
óvissa hefur ríkt í kringum leikana allt
árið enda fjöldi smita í Tókýó á uppleið
þessa dagana og baráttan í Japan við
faraldurinn hefur gengið hægt. Leik-
arnir hefjast 23. júlí og standa yfir til
8. ágúst en Ísland á aðeins fjóra kepp-
endur á leikunum í ár.
_ Argentínski knattspyrnustjórinn
Diego Simeone hefur framlengt
samning sinn við spænska knatt-
spyrnufélagið Atlético Madrid um þrjú
ár og er nú samningsbundinn til ársins
2024. Simeone hefur náð glæsilegum
árangri með Atlético og hefur tvívegis
gert liðið að spænskum meistara og
þá vann Atlético Evrópudeildina á
hans fyrsta tímabili.
_ Franski framherjinn Olivier Giroud
er að yfirgefa enska knattspyrnu-
félagið Chelsea og ganga í raðir AC
Milan á Ítalíu. Sky á Ítalíu greinir frá.
AC Milan greiðir Chelsea 1,7 milljónir
punda fyrir Giroud sem hefur verið hjá
Chelsea frá janúar 2018 er hann kom
frá Arsenal.
_ Knattspyrnumaðurinn Helgi Valur
Daníelsson, leikmaður Fylkis og elsti
leikmaður Pepsi Max-deildarinnar,
mun leggja skóna á hilluna að tímabili
loknu. Þetta stað-
festi hann í sam-
tali við mbl.is í
gær. Helgi Valur,
sem verður fer-
tugur í næstu
viku, lagði
skóna á hill-
una árið
2015 eftir
átján ára
langan
feril en
hóf að
spila með
uppeldisfélagi
sínu Fylki á nýjan
leik árið 2018.
Alls á hann að
baki 403 deilda-
leiki á ferlinum.
Eitt
ogannað
„Ég hefði mögulega átt að sitja
aðeins á þessari ákvörðun og hugsa
hana aðeins betur,“ sagði Vigdís.
„Daginn eftir sá ég ekki eftir
neinu og þetta var klárlega rétt
ákvörðun hjá mér á þessum tíma-
punkti. Ég þurfti að slíta mig frá
þessu og hausinn var kominn í al-
gjöra köku. Ég var að leggja mikið
á mig en fékk svo gott sem ekkert
út úr því.
Ég fann ekki gleðina í þessu
lengur og glasið var alltaf hálf-
tómt,“ sagði Vigdís.
„Það kom ákveðinn tímapunktur
þar sem mér fannst ég missa allt úr
höndunum,“ sagði Vigdís Jóns-
dóttir, margfaldur Íslandsmeistari í
sleggjukasti, í Dagmálum, frétta-
og menningarlífsþætti Morgun-
blaðsins.
Vigdís, sem er 25 ára gömul, til-
kynnti nokkuð óvænt á dögunum að
hún væri hætt í sleggjukasti eftir
Meistaramót Íslands á Akureyri.
Hún hefur stundað háskólanám í
Bandaríkjunum undanfarin ár en
síðustu tvö tímabil hefur æfingaað-
staða hennar hér á landi verið af
skornum skammti.
Þá hefur hún verið í þjálfara-
vandræðum hér heima sem varð að
lokum til þess að hún ákvað að
hætta keppni á Íslandi.
Glasið var alltaf hálftómt
Ljósmynd/University of Memphis
Hætt Vigdís Jónsdóttir ætlar ekki
að keppa aftur hér á landi.
M-GJÖFIN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Agla María Albertsdóttir úr Breiða-
bliki var besti leikmaður fyrri um-
ferðar úrvalsdeildar kvenna í fót-
bolta, Pepsi Max-deildarinnar,
samkvæmt einkunnagjöf Morgun-
blaðsins.
Agla María fékk 13 M í fyrstu níu
umferðum deildarinnar, þar af einu
sinni þrjú M og þrisvar tvö. Eini
leikurinn þar sem hún komst ekki á
blað í einkunnagjöfinni var tapleik-
urinn óvænti gegn Keflavík í sjöttu
umferðinni þegar nýliðarnir unnu
2:1 sigur á Kópavogsvelli.
Elín Metta Jensen, framherji
Vals, og Amber Kristin Michel,
markvörður Tindastóls, eru næstar
á eftir Öglu Maríu en þær eru báðar
með 11 M samanlagt eftir fyrri um-
ferð deildarinnar.
M í öllum leikjunum
Elín Metta hefur fengið M í öllum
níu leikjum Vals í deildinni, tvisvar
tvö M og sjö sinnum eitt, og er eini
leikmaðurinn sem hefur afrekað
það. Elín er ásamt Öglu Maríu
markahæsti leikmaður deildarinnar
eftir fyrri umferðina en þær hafa
báðar skorað átta mörk í níu leikj-
um. Elín hefur skorað sín átta mörk
í síðustu fimm leikjum en hún náði
ekki að komast á blað í fyrstu fjórum
umferðunum.
Frábær í marki Skagfirðinga
Amber Michel hefur hefur verið í
stóru hlutverki hjá nýliðum Tinda-
stóls og þó liðið sé neðst í deildinni
hefur það aðeins fengið einu sinni
meira en tvö mörk á sig í leik. Í
þremur síðustu leikjum hefur aðeins
eitt mark verið skorað hjá Michel
sem fjórum sinnum hefur fengið tvö
M í einkunn fyrir frammistöðu sína
með Skagfirðingum.
Bestu leikmenn liðanna tíu í deild-
inni í fyrri umferð Íslandsmótsins,
samkvæmt einkunnagjöf Morgun-
blaðsins, og hafa fengið 4 M eða
fleiri eru sem hér segir:
Valur
11 Elín Metta Jensen
5 Mist Edvardsdóttir
4 Ásdís Karen Halldórsdóttir
4 Dóra María Lárusdóttir
4 Mary Alice Vignola
Breiðablik
13 Agla María Albertsdóttir
10 Áslaug Munda Gunnlaugsd.
5 Tiffany McCarty
4 Hafrún Rakel Halldórsdóttir
4 Karitas Tómasdóttir
4 Kristín Dís Árnadóttir
Selfoss
7 Hólmfríður Magnúsdóttir
6 Brenna Lovera
4 Anna María Friðgeirsdóttir
4 Emma Checker
4 Eva Núra Abrahamsdóttir
4 Guðný Geirsdóttir
Stjarnan
6 Betsy Hassett
5 Anna María Baldursdóttir
5 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
5 Katrín Ásbjörnsdóttir
4 Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
Þróttur R.
10 Katherine Cousins
6 Andrea Rut Bjarnadóttir
5 Íris Dögg Gunnarsdóttir
5 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
4 Linda Líf Boama
ÍBV
8 Delaney Baie Pridham
6 Liana Hinds
4 Hanna Kallmaier
4 Viktorija Zaicikova
Keflavík
8 Natasha Anasi
7 Aerial Chavarin
5 Anita Lind Daníelsdóttir
4 Dröfn Einarsdóttir
4 Marín Rún Guðmundsdóttir
4 Tiffany Sornpao
Þór/KA
6 Arna Sif Ásgrímsdóttir
6 Hulda Björg Hannesdóttir
Fylkir
7 Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
5 Sæunn Björnsdóttir
4 Hulda Hrund Arnarsdóttir
4 Shannon Simon
Tindastóll
11 Amber Kristin Michel
5 Bryndís Rut Haraldsdóttir
4 Hugrún Pálsdóttir
M-gjöfin
Íþróttafréttamenn Morgunblaðs-
ins eru á öllum leikjum í úrvalsdeild
kvenna, lýsa þeim beint á mbl.is og
fjalla um þá þar. Í Morgunblaðinu
eru birtar yfirlitsgreinar ásamt M-
gjöfinni sem er á þessa leið:
_ 3 M fær leikmaður fyrir frábær-
an leik, betur verður vart gert hér á
landi.
_ 2 M fær leikmaður fyrir að eiga
mjög góðan leik.
_ 1 M fær leikmaður fyrir að eiga
góðan leik. Það þarf að vera yfir
meðallagi til að fá M.
Agla María efst í M-gjöf-
inni eftir fyrri umferðina
- Komin með 13 M en Elín Metta og Amber Michel eru næstar með 11 M
Morgunblaðið/Eggert
13 M Agla María Albertsdóttir hefur verið í lykilhlutverki hjá Íslandsmeist-
urum Breiðabliks og er efst í M-gjöf Morgunblaðsins eftir níu umferðir.
Morgunblaðið/Eggert
11 M Elín Metta Jensen hefur skor-
aði átta mörk fyrir Val.
Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson
11 M Amber Michel hefur leikið af-
ar vel í marki Tindastóls.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
10 M Katherine Cousins hefur
reynst Þrótti mjög góður liðsauki.
Morgunblaðið/Eggert
10 M Áslaug Munda Gunnlaugs-
dóttir er öflug með Breiðabliki.