Morgunblaðið - 09.07.2021, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.07.2021, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2021 ✝ Garðar Ingvar Sigurgeirsson fæddist 15. nóv- ember 1938. Hann lést 26. júní 2021. Hann var sonur hjónanna Sigur- geirs Bjarna Hall- dórssonar, fæddur 2. mars 1908, lést 31. mars 1972 og Sveinsínu Bjargar Guðmundsdóttir, fædd 17. maí 1908, lést 11. sept. 1983. Garðar Ingvar var kvæntur Ingibjörgu Birnu Jónsdóttur, fædd 8. apríl 1943, dóttur hjónanna Jóns Salomons Jóns- börn þeirra eru 11 samtals. 2. Guðbergur Þór, fæddur 3. mars 1961. Maki: Inácio Pacas da Silva Filho. Börn Guðbergs eru frá fyrra hjónabandi Björn Ingvar, Birna Dögg, Alexandra Mjöll og Ró- bert Máni. Barnabörn hans eru 6 samtals. 3. Svanhildur Ósk, fædd 24. júlí 1966. Maki: Guðmundur Annas Kristjánsson. Börn þeirra eru Gerður, Elísabet og Kristín. Barnabörn þeirra eru 5 samtals. 4. Ingibjörg Jóna, fædd 9. apríl 1969. Barnabörn Garðars eru 11 talsins og langafabörnin 18. Útför Garðars fer fram frá Víðistaðakirkju 9. júlí 2021 kl. 13. Streymt verður frá útför: https://fb.me/e/2zVYYwaCy Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat sonar, fæddur 24. feb. 1913, lést 19. júlí 2010 og Jar- þrúðar Guðmunds- dóttur, fædd 24. ág. 1913, lést 16. júlí 1990. Garðar og Birna giftu sig 23. apríl 1961. Börn Garðars og Birnu eru: 1. Geir Viðar, fæddur 4. janúar 1960, maki: Stefanía Jensdóttir. Börn þeirra eru: Fjölnir Már, Perla Sif og Garðar Ingvar. Geir Viðar átti eina dóttur frá fyrra sambandi, Drífu Pálín. Barna- Ó ástin hlý á himni ekkert ský Minning þín mitt hjarta klæðir sem ljós minn huga græðir Þó hendur mínar fái þig ekki snert þá snertir hugur minn og hjarta þig hverja stund til eilífðarnóns (Andrea Margeirsdóttir) Hvíldu í friði elsku vinur. Ástkær eiginkona, Birna. Elsku pabbi! Allar minningar mínar um þig eru bjartar og fagrar. Þú varst hetjan mín. Þið mamma óluð okkur upp í ást og kærleika til fjölskyldu og sam- félags og fyrir það verð ég þér ævinlega þakklátur. Þið mamma unnuð svo vel saman að öllum verkefnum lífsins og á ég margar hlýjar minningar um samheldni ykkar. Minning af mömmu að baka fallegu terturn- ar sínar og þú að hjálpa til með því að fletja út marsípanið og keyra terturnar á áfangastað er ein slík minning sem er mér kær. Þannig varst þú pabbi. Alltaf að hjálpa til. Ég man þegar ég var að byggja húsið mitt að þú mætt- ir á hverjum degi eftir vinnu til að hjálpa og gefa góð ráð. Þegar við systkinin vorum krakkar að keppa á skíðum þá fórst þú kvöldið fyrir keppni að skoða brautina og stóðst svo við erf- iðasta hliðið og hvattir okkur til dáða. Ég man hvernig þið mamma vöktuð heilu sólarhring- ana til að hjálpa mér með allar veislurnar. Ég lenti í alvarlegu slysi og lá á gjörgæslu í 14 daga. „Þetta er sonur minn og ég vík ekki frá honum,“ sagðir þú og varst hjá mér allan sólarhringinn meðan á þeirri dvöl stóð, skrifaðir skila- boð á miða og grést gleðitárum þegar við gátum aftur talast við. Hafðu fyrir það hjartans þökk pabbi minn. Þú varst bæði listhneigður og mikill íþróttamaður. Söngröddin þín bar hreinan og mjúkan tón. Þú varst flinkur að skera út í við, varst margverðlaunaður skíða- kappi og svo flottur dansari að allar skvísurnar vildu dansa við hann Garðar. Pabbi minn var kosinn rokkkóngur Vestfjarða árið 1958. Mér þykir svo enda- laust vænt um þá nafnbót því ég erfði þá ástríðu þína og lagði fyr- ir mig dans og síðar hún Alex- andra, barnabarnið þitt. Takk fyrir þetta elsku pabbi. Þú greindist með parkinsons- sjúkdóminn fyrir 16 árum. Smám saman fjaraði heilsan út. Þú reyndir eins og þú gast að leyna sjúkdóminum fyrir fólki, þú vildir ekki láta vorkenna þér eða þurfa að biðja um hjálp. Þú varst sá sem var vanur að hjálpa. Undir það síðasta þurftir þú aðstoð við allar athafnir daglegs lífs og það átti ekki við þig elsku pabbi minn. Þú misstir samt aldrei húmorinn og mættir alvöru lífs- ins með gleðina að vopni fram á hinstu stundu. Þú varst henni mömmu alltaf svo góður. Varst alltaf að passa að henni liði vel. Í okkar hinsta samtali baðst þú mig að passa hana mömmu þegar þú færir og það mun ég gera elsku pabbi. Ef það væru fleiri eins og þú í heim- inum pabbi minn þá yrði veröldin betri. Ég var ekki tilbúinn að missa þig pabbi minn og mun heiðra minningu þína þar til við hittumst á ný. Nóttina sem þú kvaddir flaug inn til mín þröstur. Ég fangaði hann og kyssti og sleppti honum svo lausum til að fljúga um him- inhvolfið. Það er ég viss um að þarna varst þú að verki elsku pabbi og hefðir gert alveg það sama og ég. Elsku pabbi, takk fyrir allt sem þú kenndir mér um lífið. Takk fyrir hjálpsemina, hugul- semina, fórnfýsina og gleðina. Við Pacas, börnin og barnabörn- in munum búa að þessum kær- leik um ókomna tíð. Góða ferð í Sumarlandið elsku besti engillinn minn. Þinn sonur, Guðbergur (Beggi). Þetta hafa verið skrítnir dag- ar eftir að við fengum þær fréttir aðfaranótt 26. júní að pabbi væri dáinn. Það voru erfiðir tímar og upp koma margar minningar að ylja sér við. Ég varð þess aðnjót- andi að fá að starfa með pabba vestur á Ísafirði þar sem við bjuggum. Það var mér mikil reynsla sem á eftir að fylgja mér eftir að þú ert farinn. Endalaus söknuður. Þú kenndir mér svo margt og ég vinn ennþá eftir þinni hugsjón. Þú varst og ert mín fyrirmynd. Eftir að ég fór í sjálfstæðan rekstur varst þú allt- af sá sem studdi mig með ráðum og dáð. Það verður skrítið að þú komir ekki til mín í vinnuna og ég get ekki hringt í þig og leitað ráða en ég mun alltaf hlýja mér við minningarnar. Alltaf varst þú tilbúinn að leika við barnabörnin. Alltaf stutt í grínið hjá þér. Þú varst svo mikið gæðablóð og skiptir aldrei skapi, alltaf glaður. Ein saga er til sem lýsir þér vel frá því að við unnum saman. Ég óharðnaður unglingur. Maður mætti oft of seint í vinnu og þú sem verkstjóri minn varst ekki sáttur með drenginn. Tókst á móti mér og spurðir hvort mér fyndist þetta í lagi og svaraði ég að mér fyndist það. Tjáði hann mér að ég væri rekinn og fór ég heim með það. Þegar ég kem inn heima hringir síminn og rödd pabba er á línunni og hann spyr hvað ég sé að gera heima. Þú rakst mig, segi ég. Það var áðan, sagði hann. Komdu strax í vinn- una. Þarna var pabba rétt lýst, ekkert að erfa hlutina. Ég veit að þú fylgist með okkur úr sumar- landinu og tekur vel á móti okk- ur þegar við komum. Hafðu þakkir fyrir allt, elsku pabbi. Hvíldu í friði. Elska þig. Þinn sonur, Geir Viðar. Hjarta mitt grætur endalaust og á erfitt með að hætta. Það er erfitt til þess að hugsa að þú verðir ekki alltaf hérna hjá okkur og að ég fái ekki að hitta þig aft- ur. Elsku besti pabbi minn, nú er þín ganga hafin í sumarlandið góða. Þar færðu hvíldina góðu og þarft ekki lengur að finna til. Ég vil þakka þér fyrir að hafa fengið að fylgja þér í gegnum líf- ið, sem hefur verið mér og minni fjölskyldu mikil gæfa. Ég á eftir að sakna þín mikið, elsku pabbi minn. Sakna þess að geta ekki knúsað þig eins og þér fannst svo gott að fá, sakna þess að fá ekki að halda í höndina á þér, sakna þess að sjá ekki fallega og skemmtilega brosið þitt, heyra ekki hlátur þinn og fá ekki að heyra þig segja aftur Svanhildur mín. Það sem ég á eftir að sakna allra skemmtilegu stundanna okkar saman, prakkarastrikanna sem þú gerðir og fékkst okkur til að hlæja að. Þú varst alltaf til í prakkarastrik með okkur. Ég á eftir að sakna allra skemmtilegu ferðanna sem við fórum í saman og brölluðum ýmislegt. Þér þótti svo gaman að ferðast og þá sér- staklega með fólkinu þínu. Þú varst mér svo góður og kenndir mér svo margt og varst mér mikil fyrirmynd. Þú varst alltaf til staðar og hvattir mig þegar ég þurfti á að halda. Þú varst börnunum mínum svo góður afi og barnabörnunum mínum svo góður langafi og þau elskuðu þig og dýrkuðu og sótt- ust eftir nærveru þinni. Þú elsk- aðir þau skilyrðislaust og sýndir þeim vináttu. Við eigum svo margar og góðar minningar um þig sem við getum yljað okkur við. Þér þótti svo vænt um Gumma minn og honum um þig. Þið vor- uð svo miklir vinir og gátuð enda- laust fíflast hvor í öðrum og gert að gamni ykkar. Þú einfaldlega treystir honum fyrir öllu. Elsku pabbi, þú varst ljúf- menni mikið og vildir öllum vel, hjálpsamur og þolinmóður. Þú varst skemmtilegur að umgang- ast og við gátum endalaust hlegið saman. Þú varst svo fyndinn að við lágum oft í kasti þegar þú byrjaðir að segja brandara og leika. Þú varst einfaldlega góð manneskja með skemmtilegan húmor. Þú og mamma áttuð einstak- lega fallegt samband og það var gaman að sjá hversu vel þú hugs- aðir um hana. Þið máttuð varla hvort af öðru sjá og voruð bestu vinir. Það var svo fallegt að sjá þegar þú vildir alltaf leiða mömmu þegar þið voruð saman. Þú vildir alltaf passa hana og nú er komin röðin að mér að passa hana fyrir þig. Þú hafðir alltaf svo miklar áhyggjur af mömmu þegar þú færir og baðst mig oft að lofa að passa hana. Það loforð mun ég efna. Ég skal passa hana fyrir þig og ég skal líka passa Jónu systur fyrir þig sem var þér svo góð. Sorgin er yfirgengileg en í þín- um anda þá ætla ég að einbeita mér að góðu skemmtilegu stund- unum okkar saman, minnast brandaranna þinna og hlæja með þér. Elsku besti fallegi og góði pabbi minn, ég veit ekki hvenær ég get hætt að gráta en ég veit að með tímanum þá hjálpar þú mér með það. Megir þú hvíla í friði og ró. Ég elska þig til tunglsins og aftur heim. Þín dóttir, Svanhildur Ósk. Ég sit hér og reyni að skilja af hverju þetta fór svona, elsku pabbi minn, ég veit ekki hvað ég get sagt, þetta átti ekki að fara svona við áttum eftir að gera svo margt skemmtilegt saman. Ræða svo margt, spila svo mörg spil, púsla, hlusta á alla tónlistina, fara í alla ísrúntana, löngu rúnt- ana á nýja bílnum sem við vorum að fá okkur. Við eigum svo margar góðar og fallegar minningar saman og mun ég geyma þær í hjarta mínu og taka fram þegar mér líður illa, en ég mun líka læra að gleðjast aftur fyrir þig, því ég veit að þú stendur mér við hlið og styrkir mig til að hjálpa mömmu að hlæja á ný. Þú máttir aldrei neitt aumt sjá enda sá allra mesti öðlingur sem hefur fæðst hér á jörðu, varst hrókur alls fagnaðar hvar sem þú komst. Fallegur að utan sem inn- an, besta sál. Þú varst fjölskyldumaður mik- ill og varst svo stoltur af okkur öllum og sýndir okkur það með kærleik og umhyggju. Síðasta 1½ árið var þér ekki auðvelt, sjúkdómurinn sem þú greindist með fyrir 16 árum var farinn að herja ansi illa á þig og tók ég ákvörðun um að flytja til ykkar mömmu til að létta þér líf- ið og sé ég ekki eftir þeirri ákvörðun, við tengdumst enn meira en við vorum tengd fyrir, ég veit ekki hvernig ég á að geta lifað áfram án þín; kletturinn minn, hetjan mín og stærsta fyr- irmyndin mín er farin í sumar- landið. En ég veit að þú munt að- stoða mig í gegnum þetta og ég mun koma sterkari út, því þú ert mér við hlið. Elsku pabbi minn, góða ferð í sumarlandið, við munum hittast þar þegar minn tími kemur og ég veit að þú verður búinn að slá upp veislu þegar það verður. Elska þig að eilífu, pabbi minn. Þín litla stelpa, Jóna. Það er söknuður í hjarta mínu. Tengdafaðir minn og vinur, Garðar Ingvar Sigurgeirsson, Gæi, er fallinn frá. Þessi góði drengur hefur verið hluti af lífi mínu síðustu 40 árin og ég var svo lánsamur að hann treysti mér fyrir dóttur sinni, Svanhildi Ósk, en bæði hafa þau auðgað líf mitt þann tíma sem við höfum átt saman. Þau 10 ár sem við Svanhildur bjuggum í Svíþjóð voru Gæi og Birna dugleg að heimsækja okk- ur og eyða fríum með okkur og tóku alltaf vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn til þeirra í okkar fríum. Þegar við svo flutt- um heim, þótti það sjálfsagt mál að við, þá orðin fimm manna fjöl- skylda, flyttum inn á þau á Mið- vanginum á meðan verið var að finna húsnæði fyrir okkur. Á endanum keyptum við sam- an hús á Hraunbrún í Hafnarfirði og bjuggum þar saman í 15 ár þegar þau hjónin keyptu íbúð í húsinu við hliðina á okkur, því ekki vildu þau fara of langt frá okkur. Sambúðin á Hraunbrúninni var yndisleg og nutu börnin okk- ar góðs af henni því það var alltaf hægt að kíkja upp til ömmu og afa og fá eitthvað gott í svanginn eða spjalla, spila og leika við ömmu og afa. Börnin okkar unnu svo sann- arlega í ömmu- og afa-lottóinu því betri afa er ekki hægt að eiga. Hann var alltaf tilbúinn að leika, horfa á teiknimyndir, vera hest- urinn eða fara í bíltúr. Hann var alltaf glaður og brosið breikkaði alltaf þegar krílin komu í heim- sókn. Ég hef ekki tölu á öllum ferða- lögunum sem við fórum í bæði innan- og utanlands og öllum bíl- túrunum um fallega landið okk- ar. Það var „skroppið“ í Reyn- isfjörur einn daginn og keyrt vítt og breitt um Norður- og Austur- land í næstu ferð. Honum þótti alltaf gaman að koma í sumarbústaðinn í Tungu- dal, sérstaklega þegar tekið var að líða á sumar og útlit fyrir að hægt væri að tína ber. Eftir að okkur Svanhildi tókst að plata hann með okkur í golf á sjötugs- aldri var líka hægt að kíkja á golfvöllinn í Tungudal og taka hring með okkur. Hann eignaðist líka góða fé- laga í Setbergsklúbbnum og fór morgunhringi með þeim og hafði gaman af. Þó að parkinsons-sjúkdómur- inn væri farinn að herja meira á hann síðustu árin og gera honum lífið erfiðara vorum við samt enn að skreppa í bíltúra. Við fórum í síðasta ísbíltúrinn 19. júní og aldrei þessu vant átti hann í erf- iðleikum með að klára ísinn, sem var reyndar í stærra lagi. Þín verður sárt saknað, elsku Gæi, en þú skilur eftir endalaust af ljúfum minningum sem við getum yljað okkur við. Blessuð sé minning þín. Guðmundur Annas Kristjánsson. Hjartkær tengdafaðir minn er látinn. Margs er að minnast. Við kynntumst þegar ég og elsti son- ur hans Geir Viðar fórum að draga okkur saman á Ísafirði. Mér var vel tekið á Urðarveg- inum. Þau hjón voru afar sam- rýnd. Hann vann langa vinnu- daga í Steiniðjunni og kom oftast heim í hádegismat. Þá var Birna búin að elda. Síðar þegar barna- börnin komu til sögunnar þá kom enn og aftur í ljós hvílíkur gæða- maður hann var. Börnin gátu alltaf leitað til afa og hann tilbú- inn í leiki og skutl á íþróttaæfing- ar. Hann var mikill brandarakarl og kunni vel að meta allskyns rímur og afabrandara. Síðustu árin voru orðin honum erfið. Parkinsons-sjúkdómurinn herj- aði á hann æ meir með öllu sem því fylgdi. Alltaf var hann samt ljúfur og þægilegur. Einstakt að horfa á samband hans og Birnu sem aðstoðaði hann heima til dauðadags. Ekki má gleyma Jónu yngstu dóttur hans sem einnig var hans stoð og stytta. Takk fyrir samfylgdina og allt sem þú gerðir fyrir okkur. Þín tengdadóttir, Stefanía. Það er sárt að kveðja þig elsku afi en það yljar okkur um hjarta- rætur að rifja upp allar þær minningar sem við eigum með þér. Við komum alltaf til með að muna eftir þér sem hressa og glaða afa okkar sem gerði allt fyrir okkur. Sama hvað það var, þá varst þú alltaf til staðar fyrir okkur. Það var alltaf stutt í grínið hjá þér og okkur fannst alltaf jafn fyndið þegar þið amma bjugguð við hliðina á okkur á Hraunbrún- inni og þú sagðir okkur að fara beinustu leið heim í hvert einasta skipti sem við vorum að fara heim. Það var þér alltaf efst í huga að vernda okkur og passa upp á að ekkert kæmi fyrir okkur og þú sýndir okkur svo sannar- lega hvað það var þér ofarlega í huga að við værum alltaf örugg- ar. Þú hættir aldrei að rækta barnið í þér og við gátum alltaf platað þig í allskonar vitleysu eins og að byggja snjóhús í garð- inum, klæða þig í föt af ömmu og leyfa okkur að fikta í hárinu á þér. Við elskuðum líka að hlusta á tónlist með þér og hvort sem það var Riddari götunnar, Bláu augun þín eða Ein ég sit og sauma, þá var alltaf sungið há- stöfum með og dansað. Þegar við vorum svangar viss- um við að auðveldasta leiðin til þess að sefa hungrið var að koma í heimsókn til ykkar ömmu. Allt- af varst þú búinn að fara út í búð og kaupa eitthvað gott að borða fyrir okkur því það var ekki inni í myndinni að við færum svangar heim eftir heimsókn til ykkar ömmu. Afabollurnar verða alltaf okkar uppáhalds og að sjálfsögðu ís í eftirrétt. Þú varst mesta gæðablóðið, vildir öllum vel og kenndir okkur hvað alvöru góðmennska felur í sér. Þú hugsaðir svo vel um okk- ur og verður alltaf fyrirmyndin okkar. Þú verður alltaf besti afi í heimi, við elskum þig og við mun- um passa upp á ömmu fyrir þig. Þínar afastelpur, Gerður, Elísabet og Kristín. Garðar Ingvar Sigurgeirsson Minn kæri fyrrverandi eiginmaður og ástsæll faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HRAFN ÓSKARSSON, Norðurgötu 31, Akureyri, lést 27. júní á Sjúkrahúsinu á Akureyri umvafinn dætrum sínum. Jarðarförin fer fram í dag, föstudaginn 9. júlí, klukkan 13 í Akureyrarkirkju. Sérstakar þakklætiskveðjur til starfsfólks Lyflækningadeildar SAK frá okkur aðstandendum. Blóm og kransar eru afþakkaðir. Elspa Guðrún Ósk, Lára Soffía, Hrafnhildur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SÖLVI VÍKINGUR AÐALBJARNARSON lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju sunnudaginn 4. júlí. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju mánudaginn 12. júlí klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði. Sigurborg Sigurbjörnsdóttir Sigurþór Steinarsson Una Sölvadóttir Heiðar Víkingur Sölvason tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.