Morgunblaðið - 09.07.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.07.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2021 S kollaleikur Ármanns Jak- obssonar er um margt vel uppbyggð glæpasaga, þar sem einkalíf nokkurra helstu persóna er í sviðsljósinu ekki síður en glæpirnir. Höfundur er reynslunni ríkari og eflist við hverja raun en fer á of mikið flug í lokin, þegar ofurhetja á allt í einu sviðið. Viðbrögð hennar ríma ekki við það sem á undan er geng- ið og gengisfella annars nokkuð vel útfærða sögu. Þegar höfundar glæpasagna hafa fundið sinn bás með hefðum sem ganga upp er eðlilegt að þeir haldi áfram á sömu braut. Þannig hefur rannsóknarlögregluhópur Ármanns slípast og fest sig í sessi auk þess sem stöðugt er skyggnst frekar á bak við tjöldin. Kristín er til dæmis athugul að hætti Bjarna, gædd næmu innsæi og sér nokkra leiki fram í tímann eins og góður skákmaður. Njáll virkar aftur á móti frekar mjúk- ur fyrir starfið, en vill sanna sig, jafnt innan sem utan vallar, svo gripið sé til líkingar úr íþróttunum, þótt hann velji ekki endi- lega alltaf auðveldustu leiðina. Marteinn er von- arstjarna og Bjarni límið, hokinn af reynslu og gæddur næmu innsæi. Yf- ir þeim trónir svo Jóhanna sem virðist ráða illa við nýtil- komna upphefðina. Hópurinn fær lúmskt mál í hendur, eitt leiðir af öðru og þræðirnir liggja víða, en eins og í góðum glæpasögum koma þeir saman um síðir. Inn í atburða- rásina fléttast meðal annars kven- fyrirlitning og ímugustur á mor- mónum, lítið er gert úr aldri ríflega miðaldra fólks sem og breskum stjórnmálaleið- toga, sem kemur sögunni ekkert við, en náin sam- skipti og ást í ýmsum myndum eru áberandi, hvort sem litið er til góðs eða ills. Reyndar er sagan öðrum þræði ástarsaga. Öllu má samt ofgera. Tilvitnanir í mannkyns- söguna, kunn orðatiltæki og samlíkingar við þekkta leikara og persónur í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum verða þreytandi til lengdar, þótt þau beri vitni um yfirgripsmikla þekkingu höfundar. Sama á við um tilgerðarlega fyndni, en húm- orinn hittir reyndar samt stundum vel í mark. Fléttan er líka hagan- lega spunnin og árangurinn sam- kvæmt því. Morgunblaðið/Hari Á flug Höfundur er reynslunni rík- ari og eflist við hverja raun en fer á of mikið flug í lokin, þegar ofur- hetja á allt í einu sviðið, skrifar gagnrýnandi m.a. um bók Ármanns. Djöfull í manns- mynd drepur á dyr Glæpasaga Skollaleikur bbbmn Eftir Ármann Jakobsson. Kilja. 304 bls. Bjartur 2021. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR mjög góð stemning og tónlistarfólki finnst gott að spila í vinnusalnum mínum. Þar er góður hljómburður og hentar vel þeirri tónlist sem við bjóð- um upp á, einhverskonar djass eða bræðing, tilraunakennda eða elek- tróníska tónlist, yfirleitt er þetta ein- hverskonar jarðartónlist, en klassík hefur líka laumast inn.“ Kompan, gallerí fyrir myndlist í Alþýðuhúsinu, er orðin tuttugu og tveggja ára, rótgróinn sýningarvett- vangur. „Ég starfrækti það fyrst í Lista- gilinu á Akureyri á vinnustofu minni þar og flestir okkar bestu listamenn hafa sýnt í Kompunni, enda hefur hún getið sér gott orð fyrir myndlist. Ég vanda til valsins hvað fer þangað inn og mér til mikillar ánægju eru listamenn alltaf tilbúnir til að koma. Núna er það Ólöf Nordal, en hún dvelur í Herhúsinu, gestavinnustofu á Siglufirði, allan júlímánuð. Við Siglfirðingar fáum því að njóta þess að hafa svona flottan listamann hérna í bænum,“ segir Aðalheiður og bætir við að samsuðan og samtalið sem verður á milli þeirra listamanna sem koma fram á hátíðum í Alþýðu- húsinu sé það sem geri dínamíkina. „Hér mætast ungir og eldri lista- menn, sumir reyndir en aðrir að Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Tilgangurinn með því að standa fyr- ir svona viðburðum er að miðla list- inni og kynna listamenn hvern fyrir öðrum og líka gestina, því þetta er í svo miklu návígi hérna hjá mér. Þetta er heima hjá mér og allir eru mjög heimilislegir og hjálpa til við að elda og vaska upp. Þetta verður hálf- gerð kommúna meðan á þessum dög- um stendur,“ segir Aðalheiður S. Ey- steinsdóttir sem stendur fyrir listahátíðinni Frjó í Alþýðuhús- inu á Siglufirði sem hefst í dag og stendur yfir helgina. Fimmtán lista- menn taka þátt og dagskráin samanstendur af tónlist, myndlist, ljóðalestrum, bókverkaútgáfu og gong jóga. „Undanfari þessarar hátíðar er Reitir Workshop, skapandi smiðja með þátttakendum alls staðar að úr heiminum, sem Arnar Ómarsson og Ari Marteinsson stóðu fyrir í sam- vinnu við Alþýðuhúsið og mörg fyrir- tæki í bænum. Þetta er besti tíminn á árinu til að fagna með menningu, yfirleitt er gott veður og margt fólk í bænum. Þjóðlagahátíð er á sama tíma hér á Siglufirði, en ég hef stillt þessu þannig upp að það fari vel saman, að mín dagskrá skarist ekki mikið við dagskrá þar. Gestirnir sem koma til mín vilja líka fara á þjóð- lagahátíðina og öfugt. Því meira sem er í boði þeim mun skemmtilegra, líf og fjör.“ Skapast alltaf góð stemning Aðalheiður segir listamenn vera viljuga að koma og framkalla list sína í Alþýðuhúsinu. „Á þessum níu árum sem ég hef starfrækt húsið þá hefur skapast stíga sín fyrstu skref. Sama má segja um hátíðina Leysingar sem ég er vön að blása til um páska, en á þessum stóru hátíðum sem standa í þrjá til fjóra daga hér í Alþýðuhúsinu skap- ast alltaf þessi afslappaða og góða stemning. Fólk er að kynnast og myndar jafnvel með sér tengsl og hópa sem berast víðar. Svo slökum við á eftir allt saman í gong jóga með Arnbjörgu í fjörunni hér norðan við bæinn, í Hvanneyrarkróki.“ Þátttakendur á Frjó eru Ólöf Nor- dal, myndlist, Eyjólfur Eyjólfsson, tónlist, Björk Níelsdóttir, tónlist, Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, tónlist, Línus Orri Gunnarsson, tón- list, Ásgeir Ásgeirsson, tónlist, Joa- quin Belart, tónlist, Þórir Hermann Óskarsson, tónlist, bókverkaútgáfa, ljóð, Ragga Gröndal, tónlist, Brák Jónsdóttir, bókverkaútgáfa, Magnus Trygvason Eliassen, tónlist, Tumi Árnason, tónlist, Ingibjörg Elsa Turchi, tónlist, Hróðmar Sigurðsson, tónlist, Arnbjörg Kristín Konráðs- dóttir, gong jóga. Samsuðan og samtalið gera dínamíkina - Listahátíðin Frjó í Alþýðuhúsinu á Siglufirði hefst í dag Aðalheiður S. Eysteinsdóttir Ólöf Nordal Villiljós í Kompu. Ingibjörg Turchi Með tónleika. Frjó stendur yfir nú um helgina 9.- 11. júlí. Nánar á Facebook: Listahátíðin Frjó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.