Morgunblaðið - 09.07.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2021
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Japönsk yfirvöld hafa lýst yfir neyð-
arlögum í Tókýó og verða þau við lýði
þar til ólympíuleikunum verður lokið
en þeir hefjast 23. júlí næstkomandi.
Tilgangurinn með þessu er að
reyna að halda aftur af kórónuveir-
unni, að sögn Yoshihide Suga for-
sætisráðherra, sem sagði að neyðar-
lögum yrði aflétt 22. ágúst. Ekki má
skenkja áfengi á börum og veitinga-
húsum á þeim tíma og þeim verður að
loka klukkan 20 á kvöldin.
Kórónuveiran hefur verið í upp-
takti að undanförnu og hefur and-
staða við leikjahaldið verið víðtæk og
kröfur verið á lofti um að leikunum
verði frestað eða jafnvel aflýst. „Með
tilliti til áhrifa breyttra afbrigða veir-
unnar megum við ekki láta smit
breiðast aftur út meðal þjóðarinnar.
Við verðum að efla gagnaðgerðir okk-
ar,“ sagði Suga.
Framkvæmdaaðilar leikanna eru
einnig að skoða þann möguleika að
engir áhorfendur verði í stúkum
flestra keppnisgreina. Tilkynningin
um neyðarlögin var gefin út eftir fund
framkvæmdanefndarinnar með
fulltrúum ríkisins og Thomas Bach,
forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar.
Gert er ráð fyrir að leikarnir standi
frá 23. júlí til 8. ágúst og heimsleikar
fatlaðra frá 24. ágúst til 5. september.
Ný bylgja kórónuveirusmits reis í
apríl í Tókýó en í heildina séð hafa
smit verið í lægri kantinum hlutfalls-
lega og dauðsföll um 14.900. Í fyrra-
dag voru nýsmitin á sólarhring 2.180.
Komu 920 þeirra upp í Tókýó en þau
voru 714 viku fyrr.
Hægagangur hefur verið í bólu-
setningum og einungis 15% íbúa hafa
fengið fullan skammt af bóluefni. Jap-
anir hafa vaxandi áhyggjur af hinu
skæða delta-afbrigði kórónuveir-
unnar. Tókýó og Osaka hafa helst
orðið fyrir barðinu á veirunni að und-
anförnu en yfirvöld vonast til að allir
65 ára og eldri hafi hlotið fulla bólu-
setningu við júlílok. Sem stendur er
ferðalöngum frá 159 löndum óheimilt
að koma til Japans.
Vilja Japanir leikana?
Heilmikil andstaða er við Tókýó-
leikana sem þegar hefur verið frestað
um eitt ár vegna faraldursins en upp-
haflega stóðu þeir til fyrir ári. Marg-
ur steinn hefur verið lagður í götu
leikanna, m.a. gríðarlegur umfram-
kostnaður. Skoðanakönnun blaðsins
Asahi Shimbun í síðasta mánuði benti
til þess að rúmlega 80% þjóðarinnar
vildu að leikunum yrði frestað eða af-
lýst. Tók blaðið undir að hætt yrði við
Tókýóleikana.
Áhorfendasvæði hafa þegar verið
aflögð og fyrirtæki hikandi við að
verja fé í auglýsingar tengdar leik-
unum vegna hinnar útbreiddu and-
stöðu við þá.
Neyðarlög í ólympíuþorpi
- Mikil andstaða er í Japan við leikahaldið í Tókýó vegna
kórónuveirunnar - Um 15% hafa fengið fulla bólusetningu
AFP
Japan Mikið mæðir á yfirmönnum
leikanna í Tókýó þessa dagana.
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Lögreglan í Haítí lagði alla krafta
sína í gær í leit að fleiri vopnuðum
mönnum sem taldir eru hafa verið í
hópi morðingja Jovenels Moise for-
seta sem myrtur var á heimili sínu í
fyrrinótt. Þegar höfðu sex bana-
menn Moise verið gómaðir í gær,
ýmist lifandi eða látnir eftir átök.
Umsátursástand ríkir á Haítí
vegna leitarinnar að „málaliðunum“
eins og hið vopnaða lið er ruddist inn
í forsetabústaðinn var nefnt. Háðu
öryggissveitir harðan bardaga við
meinta morðingja Moise í höfuð-
borginni Port-au-Prince en þar féllu
fjórir þeirra í bardaga við lögreglu
og tveir náðust lifandi og voru
hnepptir í varðhald. Að sögn lög-
reglustjóra Haítí, Leons Charles,
komust nokkrir mannanna undan og
var þeirra stíft leitað í gær.
Kennsl höfðu ekki verið borin á
vígamennina í gær og ekki upplýst
hver tilgangur þeirra með morðinu á
forsetanum var. Moise var líflátinn í
höllu sinni. Kona hans, Martine, lifði
árásina af og var flutt á sjúkrahús í
Port-au-Prince í fyrstu en síðar flutt
til Flórída undir læknishendur. Hún
var sögð úr lífshættu í gær.
Lýsti yfir „þjóðarherkví“
Eftir morðárásina ríkir ringulreið
í Karíbahafslandinu sem er eitt hið
fátækasta í heimi og hefur verið
þjakað af ofbeldi undanfarin misseri.
Forsætisráðherrann, Claude Jo-
seph, lýsti yfir „þjóðarherkví“ og
sagðist hafa tekið við forsetavaldinu.
Sömuleiðis var lýst yfir tveggja
vikna þjóðarsorg vegna morðsins á
Moise. Búist var við að Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna kæmi saman til
neyðarfundar um stöðuna á Haítí í
gær.
Charles lögregluforingi hét því að
elta glæpamennina uppi. „Við erum
á eftirför eftir þeim svo þeir annað-
hvort falla í skotbardaga eða verða
teknir til fanga,“ sagði hann. Þrír
lögreglumenn sem árásarmennirnir
tóku í gíslingu sluppu úr haldinu.
Dómarinn Carl Henry Destin
sagði við blaðið Nouvelliste að 12
skot, lítil og stór, hefðu fundist víða í
líkama Moise sem veginn var í rúmi
sínu. Hafði öllu verið umturnað í her-
bergi hans og skrifstofu. Dóttir for-
setahjónanna, Jomarlie, var einnig
heima og faldi sig í öðru herbergi.
Þjónustustúlka og annar starfs-
maður voru bundin en þau sögðu
vígamennina hafa hrópað „DEA-að-
gerð“ er þeir ruddust inn í hús for-
setans. Sagði Bocchit Edmond,
sendiherra Haítí í Washington, að
banamenn forsetans hefðu verið í
dulargervi og klæddir eins og sveitir
bandarísku fíkniefnalögreglunnar.
Hundelta banamenn Moise
- Forsetafrúin úr lífshættu á spítala í Miami á Flórída
Svíðandi hitabylgja á borð við þá sem skildi eftir sig
sviðna jörð í Kanada og Bandaríkjunum í lok júní gæti
nánast aldrei átt sér stað nema vegna breytinga í loft-
hjúp jarðarinnar, segja vísindamenn. Svona bylgjur
hefðu aðeins komið á þúsund ára fresti hingað til en nú
stefndi í að þær yrðu tíðari vegna upphitunar lofthjúps-
ins. Sérfræðingar óttast að hlýnunin sé hraðari en
hefðbundin reiknilíkön mæla. Hefði maðurinn engin
áhrif haft á hlýnunina hefði verið 150 sinnum ólíklegra
að hitabylgjan hefði átt sér stað. Á myndinni kæla
menn sig í hitabylgju í fljótinu Shatt Al-Arab í Írak.
agas@mbl.is
AFP
Útilokað nema vegna hlýnunar
VINNINGASKRÁ
84 9738 23630 33307 40584 50159 59531 71151
403 10500 23683 33624 40981 50273 59807 71301
1386 11003 23748 34018 41145 50407 60231 71848
1816 11152 23836 34452 41626 50923 60478 72190
1954 11333 24228 34831 41834 50962 60760 72444
2031 12635 24803 35203 41851 51017 60791 72609
2548 13254 24923 35665 41916 51461 60830 73576
2773 13934 24982 35796 42050 51485 61109 73761
2898 14302 25335 35844 42327 51667 61175 74145
3182 14425 25519 35920 42364 51773 61547 74286
3203 14450 25746 35965 42563 51829 62145 74694
3747 14523 26028 36030 42928 52685 62589 74972
4011 15770 26244 36276 43132 53177 62896 75473
4244 16023 26247 36284 43209 53229 63023 75723
4322 16285 26318 36667 43317 53278 63382 75758
4445 16497 26752 37016 43644 53338 63667 76053
4540 16900 26763 37163 43668 53883 64018 76108
4968 17515 26999 37866 44593 54009 65200 76454
5382 17981 27195 38060 45844 54536 65246 76631
5453 18652 27351 38321 46846 54847 65826 76870
5481 18741 27388 38435 47000 54862 66236 77009
5610 19031 27824 38698 47181 54896 66455 77645
5960 19074 28168 38800 47382 55642 66913 78217
6811 19096 28511 38848 47558 56409 67262 78349
7355 19104 28779 38864 48044 57012 67330 78979
7599 19227 29312 38891 48131 57080 68216 79027
7811 19370 29487 39049 48224 57193 68636 79114
7981 19491 30418 39111 48282 57498 68835 79373
8149 19495 30496 39204 48354 57796 68966 79463
8520 20513 30822 39234 48463 58073 69263 79595
8639 20812 31235 39241 48796 58076 69340 79892
8702 20867 31267 39325 48878 58119 69544
8950 21195 31334 39615 49457 58487 69911
9145 21487 31713 39741 49507 58535 70270
9230 21793 32371 40056 49570 58560 70468
9261 22211 32653 40226 49582 59249 71031
9695 23157 33056 40442 49621 59496 71046
606 17278 24719 33344 45609 55557 62078 73684
1038 17461 24817 33462 47683 55584 62280 73951
2175 18818 24828 34350 48412 55973 62653 75566
5295 19130 25245 34371 48677 56702 63499 76881
6373 19853 25321 35581 48910 57464 63520 77657
7801 20303 27292 36881 49123 57949 65764 77969
8499 21020 28462 37847 50450 58620 66629 78955
10098 21390 28827 38295 51438 59036 66918 79843
11261 22620 30445 41353 51911 59889 66972 79890
13101 22629 30996 42006 52719 60088 67018
13181 22799 31067 43932 53403 60464 67173
13987 23508 32386 44382 53982 61051 68170
14885 23609 32409 44860 55170 61093 70626
Næstu útdrættir fara fram 15., 22. & 29. júlí 2021
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
11749 18380 41233 44395 68560
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
4006 14502 24195 31838 39105 69347
8019 19314 24459 31891 40750 70491
12133 23081 25028 35478 56371 73777
12596 23880 30428 37661 60026 75257
Aðalv inningur
Kr. 4.000.000 Kr. 8.000.000 (tvöfaldur)
4 0 2 1
10. útdráttur 8. júlí 2021
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?