Morgunblaðið - 09.07.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.07.2021, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Símamót Frá Símamóti Breiðabliks í Kópavogi sem hófst í gær. 32 stúlkur í 5. og 6. flokki KR í fót- bolta ásamt þjálfurum þeirra eru í sóttkví eftir að stúlka í hópnum greindist með Covid. Þær missa því af Símamóti Breiðabliks sem fram fer í Kópavogi um helgina. Símamót- ið er stærsta knattspyrnumót lands- ins. Keppendur eru um þrjú þúsund stúlkur á aldrinum 8-12 ára. Þjálfari stúlknanna segir málið mjög leiðinlegt en að stúlkurnar séu ótrúlega jákvæðar og samheldnar. Þær ætla að gera eitthvað skemmti- legt saman til að bæta upp fyrir að komast ekki á mótið. Missa af Símamóti vegna sóttkvíar - Covid-smit greindist í 5. flokki KR FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2021 Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Ten Points Pandora Nú 18.893 kr. 26.990 kr. 30-60% afsláttur af útsöluvörum Útsala Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Vegagerðin gaf út fréttatilkynningu hinn 1. júlí vegna umræðu í kring- um framkvæmdirnar á Dynjandis- heiði. Þar segir að hraði fram- kvæmda ráðist af ferlinu við undirbúning verkanna og hversu mikið fjármagn stendur til boða. Al- rangt sé að tafir hafi verið á fram- kvæmdunum, en þær séu sam- kvæmt áætlun og hafi gengið vonum framar. Fyrirsögn frétta- tilkynningarinnar var „Rífandi gangur í vegagerð á sunnanverðum Vestfjörðum“. Það skýtur því skökku við að Vestfjarðastofnun og sveitarfélögin á svæðinu gáfu út ályktun fimm dögum síðar þar sem þau hvetja Al- þingi, samgönguráðherra og Vega- gerðina til að flýta framkvæmdum á Dynjandisheiði eins og kostur sé enda þoli vegakerfi Vestfjarða ekki frekari tafir. Framkvæmdin „afturþung“ Nýr vegur um Dynjandisheiði er tímabær framkvæmd. Hafist var handa við fyrsta áfanga verkefn- isins í október á síðasta ári. Veg- urinn á að liggja um Þverdalsá ofan við Pennu í Vatnsfirði. Ákveðið hef- ur verið að leita eftir framkvæmdarleyfi fyrir tveggja kílómetra viðbót til þess að komast hjá einbreiðri brú og bæta veg- línuna. „Í samgönguáætlun er þessi framkvæmd svolítið afturþung. Á árunum 2023 og 2024 eru áætlaðir 3,2 milljarðar af 5,9 milljarða fram- kvæmd. Vegagerðin er nú þegar búin að framkvæma fyrir árið 2022. Það er í raun næsti áfangi sem við erum að knýja á um að verði boðinn út strax og haldið áfram með þetta,“ segir Sigríður Ó. Kristjáns- dóttir, framkvæmdastjóri Vest- fjarðastofu. Næsti áfangi er tólf kílómetra langur og mun taka tvö til þrjú ár. Við hann bætast þessir tveir kíló- metrar sem bíða framkvæmdar- leyfis. Samkvæmt áætlun á að bjóða verkefnið út árið 2022. Fram- kvæmdasvæðið nær frá nýbyggingu við Þverdalsá og að Eyjarvatni. Sigríður segir að það sé hárrétt hjá Vegagerðinni að rífandi gangur sé á framkvæmdunum. „Þeir eru að halda áætlun, það er engin lygi, það er bara ekki nógu hratt.“ Gagn- rýnin snýr því að því að hætt hafi verið við að flýta framkvæmdum, ekki að um tafir sé að ræða. „Vegagerðin var búin að tala um að þeir myndu bjóða út næsta áfanga á þessu ári sem þýðir að verkið gæti hafist á næsta ári. Þetta tekur allt svo langan tíma,“ segir Sigríður en hún vill að farið verði í útboðið og verkinu hraðað umfram áætlun eins og búið var að gefa væntingar um. Blússandi sigling fyrir vestan Hún bendir á að á meðan stofn- æðin sem tengir saman sunnan- og norðanverða Vestfirði sé ónýt, sé verið að malbika aðreinar að sveita- bæjum á Suðurlandi. „Það er blúss- andi sigling í atvinnulífinu á Vest- fjörðum og umtalsverð verðmæta- sköpun á sér stað á svæðinu en samgöngurnar standa svæðinu fyrir þrifum.“ Með auknu fiskeldi má sjá fyrir að flutningar og samgangur verður meiri. Í dag tekur aksturinn 2,5 klukkustundir að sumri en á veturna er vegurinn oftast ófær og þá er ferðalagið eitt þúsund kíló- metrar fram og til baka. Ófjármögnuð samgönguáætlun Sigríður segir ástæðuna fyrir því að Vegagerðin hafi hætt við áform sín um að flýta framkvæmdinni vera að Alþingi hafi enn á ný sam- þykkt ófjármagnaða samgöngu- áætlun. „Alþingi samþykkir á sama deginum annars vegar fjár- málaáætlun og hins vegar sam- gönguáætlun. Milli þessara áætlana fyrir næstu 3 ár er 4,5 milljarða gat.“ Telur hún að Vegagerðin þori ekki að halda þessu til streitu því einhvers staðar verði skorið niður. Sigríður segist skilja Vegagerðina enda geti stofnunin ekki farið fram úr þeim ramma sem henni er settur í fjárlögum. „Ég vil að ráðuneytið gefi út þau fyrirmæli að ekki verði skorið niður í þessari framkvæmd og tryggi að fjármagnið sem búið er að setja í þetta standi. Ef það er gert þá ætti að vera boðið út núna og þetta klár- ast á næstu 3 árum. Annars ótt- umst við að þetta fari allavega inn í árið 2025,“ segir Sigríður og bætir við að hver mánuður skipti máli. Samkvæmt áætlun er ekki nógu hratt - 4,5 milljarða gat milli samgönguáætlunar og fjármálaáætlunar - Fyrirheit um flýtingu fram- kvæmda á Dynjandisheiði rofin - Lakar samgöngur standi atvinnulífinu á Vestfjörðum fyrir þrifum Ljósmynd/Vegagerðin Vegagerð Framkvæmdir á Dynjandisheiði eru samkvæmt áætlun en Vegagerðin var með áform um að flýta þeim. Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði fagnar tíu ára afmæli sínu nú um helgina. Blásið verður til afmæl- ishátíðar á laugardag, og verður meðal annars boðið upp á pop-up kaffihús, harmónikuspil, tónlistar- flutning frá Margréti Arnardóttur og Jóhönnu Seljan, leiðsögn um mið- stöðina og svo að lokum verða tón- leikar um kvöldið þar sem hljóm- sveitin Hatari spilar fyrir dansi. Jákvæð byggðaþróun Una Sigurðardóttir listakona seg- ir í samtali við Morgunblaðið að markmið verkefnisins sé að stuðla að jákvæðri byggðaþróun á Stöðvar- firði með því að reka starfsemi á sviði menningar, fræðslu og atvinnu- starfsemi skapandi greina.“ Frystihúsinu á Stöðvarfirði var lokað árið 2005 og stóð autt í nokkur ár. „Svo stóð til að rífa húsið niður, en þá kom Sköpunarmiðstöðin í heiminn,“ segir Una og bætir við að rúmlega 300 manns hafi komið og dvalið á Stöðvarfirði og skapað sína list í miðstöðinni frá árinu 2015. „Við höfum tekið á móti listamönnum úr öllum byggðum heimsálfum. Fólk hefur svo dvalið hjá okkur, allt frá einum mánuði og upp í níu mánuði.“ Vettvangur fyrir sköpun Miðstöðin er vettvangur fyrir alls konar mismunandi listsköpun. „Við erum með tónlistarsal, trésmíði og keramikverkstæði til dæmis. Það er hægt að gera allan andskotann hérna,“ segir Una, en í Sköpunar- miðstöðinni má m.a. finna upptöku- hljóðver, en það var sett upp árið 2019. Una segir það vera, að margra mati, eitt besta upptökuver landsins, en það ber heitið Stúdíó Síló. Þá seg- ir hún miðstöðina gefa heimafólki góðan vettvang til sköpunar. „Stór hluti þeirra sem hafa tekið upp í stúdíóinu hjá okkur er austfirskt tónlistarfólk, sem er alveg magnað.“ Fjölbreytt dagskrá á laugardag Afmælishátíðin hefst klukkan tvö á laugardag með pop-up kaffihúsi og tónlistarflutningi Margrétar Arnar- dóttur, því næst verður svo leiðsögn um miðstöðina. Hátíðin verður sett formlega kl. 15 á laugardaginn og verður þar boðið upp á léttar veit- ingar og flutt verða nokkur erindi. Einnig verður Jóhanna Seljan með tónlistaratriði. Kl. 17 verður svo afhjúpað útilistaverk eftir Arngrím Sigurðsson. Kl. 21 mun Hatari stíga á svið og flytja nokkur lög en ekki verður rukkað inn á tónleikana. Una segir alla þá sem koma að hátíðinni vera hluta af fjölskyldunni, með því á hún við að allir hafi annaðhvort dvalið og starfað í miðstöðinni eða rétt fram hjálparhönd við stofnun og rekstur hennar. Fagna tíu ára afmæl- inu á Stöðvarfirði - Sköpunarmiðstöðin leysti frystihúsið af hólmi árið 2011 Morgunblaðið/Golli Sköpun á Austurlandi Margir listamenn hafa dvalið á Stöðvarfirði síðan Sköpunarmiðstöðin var opnuð í frystihúsinu gamla fyrir tíu árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.