Morgunblaðið - 09.07.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.07.2021, Blaðsíða 32
Deutsche Grammophon mun þann 3. september næst- komandi gefa út næstu plötu Víkings Heiðars Ólafs- sonar píanóleikara og mun hann á henni flytja verk eftir Mozart og nokkur merk samtímatónskáld hans: Ha- ydn, C.P.E. Bach, Galuppi og Cimarosa. Mun platan heita Mozart & Contemporaries, eða Mozart & samtímamenn. Verkin eftir Mozart voru samin á níunda áratug 18. aldar og er haft eftir Víkingi á vefsíðu útgáfunnar að honum þyki þessi áratugur í lífi og list Mozarts heillandi. Skuggarnir séu dekkri og mikil dýpt í blæbrigðum og margræðni tónlistarinnar. Víkingur er nú á tónleikaferðalagi og fá tónleikar hans í Tívolí í Kaupmannahöfn 2. júlí fimm hjörtu af sex mögulegum og er hann kallaður „píanóhákarl“ af gagnrýnanda. Næsta plata Víkings með verkum Mozarts og samtímamanna hans Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Garðar Örn Hinriksson, fyrrverandi knattspyrnudómari, hefur að undan- förnu staðið að söfnun á Karolina Fund til að fjármagna bók sem hann hefur unnið að undanfarin ár. Garðar hætti að dæma árið 2016 og hófst strax handa við gerð bókarinnar. „Eftir síðasta flautið fékk ég þessa hugmynd og svo tók ég ákvörðun um að láta slag standa,“ segir Garðar. Hann byrjaði því strax að safna saman upplýsingum eftir að hann hætti dómarastörfum. Sú vinna hefur staðið yfir í fimm ár, en eftir þrjátíu ára feril í dómgæslu er af nógu að taka. „Ég hef enga tölu á því hve marga leiki ég hef dæmt, en þeir eru örugglega fleiri en þúsund.“ Byggð upp eins og fótboltaleikur Garðar skiptir bókinni niður í fimm hluta og byggir hana upp að vissu leyti eins og fótboltaleik. „Ég byrja á upphitun, þar fer ég yfir upphafið allt saman. Svo er fyrri hálfleikur, þar reifa ég hvert ár fyrir sig. Því næst er seinni hálfleikur. Þar fer ég yfir ýmis- legt, t.d. blaðamenn, knattspyrnu- sambandið, verstu mistökin og þess háttar. Svo er það „eftir leik“ en þar tek ég fyrir hluti sem gerðust utan vallar. Að lokum er það leikskýrslan, en þar er tekið fyrir fólk sem hefur tjáð sig um mig eða um leiki sem ég dæmdi.“ Garðar var oft kallaður „rauði bar- óninn“ sökum þess hve iðinn hann var við að gefa spjöld. Því fylgir að Garð- ar var stór karakter og umdeildur oft og tíðum. Hann segist þó ekki búast við neinu fjaðrafoki vegna bókar- innar. „Ég er ekkert að rakka niður fólk í bókinni, og ég vona að það komi ekki þannig út. Það er ekki tilgangur- inn með bókinni. Tilgangurinn er að veita innsýn í líf knattspyrnudómar- ans innan og utan vallar,“ segir Garð- ar. Garðar segir ýmsa leiki standa upp úr í minningunni, og nefnir þar meðal annars leik Gróttu og Dalvíkur árið 1996. „Þar þurfti ég að flauta leikinn af vegna þess að leikmenn annars liðsins voru orðnir of fáir. Ég rak þá fjóra útileikmenn af velli og tvo af bekknum.“ Reglunni var breytt ári síðar og segir Garðar það eflaust hafa verið gert svo hann þyrfti ekki að flauta fleiri leiki af. Spurður hvort menn hefðu verið ánægðir með hann eftir leik, svaraði Garðar: „Ég hef nú séð menn hressari.“ Garðar nefnir tvo leiki í viðbót, annars vegar ÍA gegn Breiðabliki og hins vegar ÍA gegn KR. Báðir leik- irnir fóru fram sumarið 2008, og segir Garðar seinni leikinn vera erfiðasta leik ferilsins. Forsagan var þá sú að Garðar fór í útvarpsviðtal fyrir tíma- bilið, þar sem hann átti að útskýra helstu áherslumál dómara fyrir leik- tíðina. „Síðan kemur Egill Einarsson, Gillzenegger, inn í viðtalið. Þá vorum við búnir að vera að skjóta eitthvað hvor á annan áður. En við gröfum þarna stríðsöxina og föllumst í faðma eftir viðtalið og það er tekin mynd af því. Síðan á leikdag fyrir ÍA – Breiða- blik opna ég Fréttablaðið, og þar er mynd af mér og stuðningsmanni Breiðabliks númer eitt.“ Garðar segir leikinn hafa verið ónýtan áður en hann byrjaði. „Ég froðufelldi þegar að ég sá myndina, og svo til að bæta gráu ofan á svart þá þurfti ég að reka Skagamann af velli. Ég reyndi allt sem ég gat til þess að reka hann ekki út af, en það þurfti að gera það.“ Garðar segist aldrei hafa verið vin- sæll á Akranesi, en hann hefur lengi verið sakaður um að hata Akranes. „Ég er búinn að vera sakaður um það í mörg ár að hata bæjarfélagið Akra- nes. Hvernig í ósköpunum menn fá það út get ég bara ekki skilið,“ segir Garðar, sem segist finna fyrir þessu enn í dag. Garðar stefnir á að gefa bókina út í haust. „Þeir sem hafa styrkt mig á Karolina Fund eru í raun að kaupa hana í forsölu, en ég stefni á að koma henni í búðir líka. En hversu margar í hve stóru upplagi get ég ekki svarað núna.“ Morgunblaðið/Eva Björk Baróninn Garðar Örn lyfti spjöldunum oftar en einu sinni á ferlinum. Rauði baróninn gerir upp litríkan feril - Dæmdi fleiri en þúsund knattspyrnuleiki á þrjátíu árum FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 190. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Íslensku liðin þrjú sem léku í Sambandsdeild karla í fót- bolta í gærkvöld náðu öll ágætum úrslitum og eiga fína möguleika á að komast í aðra umferð keppninnar. Breiðablik sigraði Racing Union á útivelli í Lúxemborg, 3:2, eftir að hafa lent tveimur mörkum undir, FH vann Sligo Rovers frá Írlandi, 1:0, í Kaplakrika og Stjarnan gerði jafntefli við Bohemians frá Írlandi í Garðabæ, 1:1. Seinni leikir liðanna fara fram næsta fimmtudag. »26 Góð úrslit í Evrópuleikjunum ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.