Morgunblaðið - 09.07.2021, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2021
kvæmdastjóri eftir föður sinn og
nafna. Hann lét sér annt um
hvern einasta starfsmann og á
hverjum degi kom hann og ræddi
við starfsfólk og öllum þessum
árum seinna sér maður að Hólmi
var ekki bara framkvæmdastjóri,
heldur líka leiðtogi. Fólk var
ánægt í vinnu hjá Hólma og það
vissi að það átti góðan að.
Þrátt fyrir að fjarlægð skildi
að á köflum, þá voru fjölskyldu-
tengslin náin hjá okkur systkin-
um og mökum og við hittumst
oft; í skotveiði, laxveiði, útilegum
og þegar þau sómahjón voru
heimsótt norður til Akureyrar.
Alltaf var maður velkominn og
alltaf voru allar dyr opnar og
ótrúlegur höfðingsskapur sem
mætti manni.
Endurminningaferli eins og
það sem fer í gang við fráfall
hans lætur mann sjá enn betur
hve mikla umhyggju hann hefur
borið fyrir samferðafólki sínu á
lífsleiðinni og hve mikils metinn
hann var. Í mínu tilviki var vin-
áttan við hann ómetanleg og ég
verð alla mína tíð þakklátur fyrir
hana. Minningin um ótrúlegan
mannvin, sem svo sannarlega
gerði heiminn betri, lifir sterk í
hjarta mínu og huga.
Ófeigur Örn Ófeigsson.
Nú hefur kær frændi og náinn
vinur kvatt okkur. Af því tilefni
langar mig að rifja upp okkar
vegferð saman í gegnum tíðina
frá því við vorum litlir drengir.
Strax í barnæsku lágu leiðir
okkar Hólma saman. Við bjugg-
um og ólumst saman upp á Eiðs-
vallagötunni á Eyrinni hjá ömmu
og afa þar sem fjölskyldur okkar
bjuggu fyrstu árin. Þar var ým-
islegt brallað eins og gengur og
gerist hjá ungum drengjum. Við
enda Eiðsvallagötunnar var ós
þar sem við Hólmi dvöldum ótal
stundum saman við að smíða
báta úr tunnum og sigla þeim svo
um ósinn. Ósjaldan komum við
Hólmi því bæði rennvotir og
skömmustulegir heim. Þessar
stundir voru ógleymanlegar og
oft rifjaðar upp þegar við hitt-
umst.
Um 12 ára aldur byrjuðum við
svo báðir að vinna hjá Hólmsteini
pabba Hólma í Möl og sandi.
Vorum við þar í sumarvinnu og
fylgdi okkur ætíð mikið fjör og
gauragangurinn eftir því. Helst
er mér það eftirminnilegt hversu
einstaklega gaman og ljúft það
var að vera með Hólma. Okkur
báðum fannst líka mikið til þess
koma að fá að vera með þeim frá-
bæru körlum sem þar störfuðu.
Þó er ekki öruggt að það hafi allt-
af verið gagnkvæmt til okkar
Hólma. Við fréttum nefnilega
síðar að hvert haust sem við
Hólmi hættum og fórum aftur í
skólann hafi karlarnir í Möl og
sandi slegið saman í rjómatertu
af stærstu gerð og fagnað því að
þeir væru loks að fá frí frá okkur
tveimur.
Sumarið 1966 var ákveðið að
við Hólmi skyldum fara saman í
sumarskóla. Vorum við þá sendir
til Danmerkur og dvöldum þar í
þrjá mánuði sem vissulega var
mikið ævintýri fyrir unga menn.
Þar kepptum við í hinum ýmsu
íþróttum og sá ég þá hversu mik-
ill íþróttamaður Hólmi var. Al-
veg sama í hvaða íþrótt hann tók
þátt, alltaf var hann með þeim
betri. Það átti ekki eingöngu við
íþróttirnar því allt sem Hólmi
tók sér fyrir hendur gerði hann
af alúð, metnaði og umhyggju.
Það sést best á því hversu farsæll
hann var í sínu lífi, hversu mikla
alúð hann lagði við fjölskylduna
og hversu hlýlega og góða nær-
veru hann hafði.
Alltaf héldum við Hólmi í
tengslin en eftir að þau Rut
fluttu suður jókst samvera okkar
á ný. Áhugamál okkar í golfinu
sameinuðu okkur og nutum við
þess að ferðast saman til útlanda
og spila golf á bæði Spáni og í
Flórída. Þótt við létum lítið á því
bera var samt alltaf keppni á
milli okkar enda báðir miklir
keppnismenn alla tíð. Í Bíó-
klúbbnum svokallaða áttum við
hjónin einnig margar ánægju-
stundir með þeim hjónum síðustu
árin. Þá var reglan sú að byrja á
að fara út að borða og svo rakleið-
is í bíó eftir mat. Við Hólmi feng-
um stundum að velja myndina,
þótt okkar betri helmingar hafi
yfirleitt verið búnir að ákveða
það fyrir fram.
Ég kveð minn góða frænda og
vin og votta Rut, Tomma, Einari,
Agli og fjölskyldum þeirra mína
dýpstu samúð. Guð geymi góðan
dreng.
Egill T. Jóhannsson.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Mín fyrsta minningargrein
byrjaði og endaði á þessari vísu
úr Hávamálum.
Hún var skrifuð til að minnast
míns fyrsta kennara í tannlækn-
isfræðum. Prófessors sem hafði
lagt grunn að kennslu við Há-
skóla Íslands í grein sem til þess
tíma þurfti að sækja til annarra
landa.
Því minnist ég þess nú þar eð
með frænda mínum og prófess-
ornum voru ákveðnir þættir er
voru báðum til sóma. Þannig
minnist ég Hólma. Frændi minn
var grandvar, hjálpsamur, metn-
aðarfullur, óeigingjarn og ljúfur
maður.
Við fæddumst í sama húsi og
vorum Oddeyringar en umfram
allt Akureyringar.
Margar ferðirnar voru farnar í
Bjarmastíginn þar sem Hólmi
ólst upp við gott atlæti með systr-
um sínum hjá hreint einstaklega
frábærum foreldrum. Saman höf-
um við ferðast gegnum lífið þar
sem ég hef verið þiggjandinn og
hann veitandinn. Eftir að báðir
höfðu flutt suður til frekara
náms, stofnað fjölskyldu og
kynnst nýjum félögum fluttum
við norður á ný. Aðstæðurnar
höguðu því til að við bjuggum hlið
við hlið meðan við ólum upp börn
okkar. Gott var að búa í Stóra-
gerði. Það var frábært að hafa
slíka nágranna í þeim Hólma og
Rut. Samheldni þeirra og vænt-
umþykja var einstök.
Nú situr Rut ein eftir og sakn-
ar ásamt sonum og þeirra kæru
konum og barnabörnum. Þau
hafa sannarlega misst mikið.
Hólmi og Rut voru mikið gæfu-
fólk og synir þeirra og fjölskyld-
ur hafa verið þeirra stolt og gleði
í gegnum líf þeirra saman. Sá
fjársjóður sem býr í afkomendum
er svo dýrmætur og styrkurinn í
samheldinni fjölskyldu ómetan-
legur. Þar liggur dýrmætur sjóð-
ur sem seint tæmist og Rut getur
sótt í.
Við Hólmi byrjuðum snemma
að vinna. Saman mokuðum við
möl og sandi í Möl og Sandi.
Hann 10 ára, ég 12 og þriðji
frændinn 11, allir bræðrasynir.
Saman spiluðum við blak, golf
og síðast en ekki síst bridge í fé-
lagi við góða vini.
Hólmi tók við stjórn fyrir-
tækisins Möl og Sandur eftir að
faðir hans, „stóri“ Hólmi, dró sig
út úr daglegum rekstri fyrir-
tækisins. Það óx og dafnaði vel og
lengi undir hans stjórn. Marga
hef ég hitt sem bera frænda mín-
um vel söguna. Hann var farsæll
stjórnandi sem kom fram af rétt-
læti og réttsýni við starfsmenn
sína.
Með sorg í hjarta rita ég þessi
orð.
Við fjölskyldan og systkini mín
minnumst Hólma með þakklæti,
virðingu og söknuði og vottum
Rut, drengjunum, tengdadætr-
unum og barnabörnunum inni-
lega samúð.
Guð blessi minningu Hólma.
Egill Jónsson.
Hólmi, mágur okkar og svili,
er allur. Hann háði af miklu
æðruleysi harða og langa baráttu
við krabbamein sem að lokum
lagði hann að velli aðeins örfáum
dögum eftir sjötugsafmælið hans
og gullbrúðkaup þeirra Rutar.
Hólmi kom inn í fjölskylduna í
Helgamagranum þegar þau Rut
urðu kærustupar í menntaskóla
og eftir það var varla hægt að
nefna annað þeirra án þess að
minnast á hitt. Þau voru Rut og
Hólmi.
Það er eins og Hólmi hafi allt-
af verið hluti af þessari fjöl-
skyldu og eftir fráfall pabba/
tengdapabba varð hann einskon-
ar akkeri í fjölskyldunni, þá
sjálfur ekki orðinn þrítugur.
Hann var til staðar fyrir okkur
öll í ýmsum mögulegum og
ómögulegum aðstæðum. Hann
var sá sem hægt var að treysta á.
Einstaklega ráðagóður og alltaf
tilbúinn til að leggja allt sitt af
mörkum ef á þurfti að halda.
Hólmi var maður sem lét verkin
tala en kom alltaf fram á yfirveg-
aðan hátt og það var virkilega
hlustað þegar hann lagði eitt-
hvað til málanna. Það var ekki
amalegt að eiga slíkan hauk í
horni.
Hólmi var hlýr og fölskvalaus
maður. Hann hafði góða nærveru
og sýndi fólki einlægan áhuga og
gerði sér far um að kynnast því
og aðstæðum þess og líðan. Það
átti jafnt við um ættingja hans,
vini og samstarfsfólk. Hólmi var
líka einstaklega barngóður og
þegar dætur okkar voru litlar gaf
hann sér alltaf tíma til að tala við
þær og sýna þeim eitthvað skrít-
ið og skemmtilegt. Enda á hann
sérstakan stað í huga þeirra og
hjarta eins og annarra barna í
fjölskyldunni. Hólmi var fjöl-
skyldumaður sem lét sér virki-
lega annt um sína og sá þáttur í
fari hans er svo sannarlega til
eftirbreytni fyrir okkur hin.
Við Hólmi og Rut höfum alla
tíð átt gott og náið samband og
það birtir í sorginni að hugsa til
baka til alls þess góða og
skemmtilega sem við höfum átt
saman í gegnum tíðina.
Allar liðnar samverustundir
eru minningafjársjóður sem
gleður. Eins og þegar við spil-
uðum bridge í Stóragerði, drukk-
um kakó og borðuðum kleinur í
Fjallinu, kepptum á HÓB-mót-
um (Hólmsteinsson, Ófeigsbörn
og Blöndal) sem haldin voru ár-
lega í fjölmörg ár, fórum í veiði-
ferðir með stórfjölskyldu og
hund þar sem aflinn var í bíl-
förmum, þegar við vorum með
þjón á hverjum fingri í afmæl-
isferð í London, tíndum ber í Að-
aldalnum, áttum kokteilstund í
afmælisferð í Karíbahafinu, fór-
um með hraðbát á ógleymanlega
tónleika í London og nutum lífs-
ins saman á Spáni. Allar sam-
verustundir okkar eiga sérstak-
an stað í hjarta okkar og huga,
líka þær óformlegu þar sem
dægurmálin, íþróttir, fjölskyldu-
mál eða pólitíkin var rædd yfir
góðum veitingum í Stóragerði,
Iðalind, Ásbúð eða Rjúpnahæð.
Hólmi var sannarlega mikil-
vægur hluti af stórfjölskyldunni
okkar og það er margt sem aldrei
verður eins án hans. Við syrgjum
og söknum en minningar um
góðan dreng lifa áfram með okk-
ur.
Soffía og Lárus
(Sossa og Lalli).
Gamlar og góðar minningar
rifjuðust upp þegar ég frétti and-
lát Hólmsteins Hólmsteinssonar,
vinar míns. Þær fyrstu eru frá
sumrinu 1966 þegar við vorum
ásamt Agli Jóhannssyni, frænda
hans, og nokkrum fleiri íslensk-
um ungmennum í skóla í Dan-
mörku. Við Hólmi vorum 15 en
Egill 16 ára. Þessi dvöl var hið
mesta ævintýri þótt margt væri
framandi í byrjun.
Vejstrup Ungdomsskole á
Fjóni var heimavistarskóli á
gagnfræðastigi og sátum við í öll-
um tímum með dönsku krökkun-
um. Allt var í föstum skorðum en
agi fullmikill að okkur fannst.
Mikið var sungið kvölds og
morgna og stuðst við Folke-
höjskolens Sangbog sem mér
þykir enn vænt um. Leikfimi,
jafnt inni sem úti, var stunduð
dag hvern sem og aðrar íþróttir,
knattspyrna, útihandbolti og
frjálsar. Hólmi var mikill íþrótta-
maður og alltaf í fremstu röð en
allir komum við vel hraustir heim
um haustið.
Minnisstæð er ferð okkar í
sumarbúðir nyrst á Jótlandi og
ekki síður vikulöng járnbrautar-
ferð með fyrrverandi nemendum
alla leið til Kiruna í N-Svíþjóð og
Narvik í Noregi.
Eftir heimkomuna buðu þeir
frændur, Hólmi og Egill, og for-
eldrar þeirra mér að koma til Ak-
ureyrar í fyrsta sinn og gisti ég
hjá þeim til skiptis. Lærði ég
margt um Akureyri á þeim dög-
um og man m.a. að Jón Egilsson,
ferðamálafrömuður og föður-
bróðir þeirra frænda, bauð okkur
í dagsferð til Mývatns með er-
lendum ferðamönnum. Var það
mikil upplifun. Á menntaskólaár-
um átti ég svo vísa gistingu hjá
Hólma á Bjarmastíg ef á þurfti að
halda.
Af þessum æskukynnum
myndaðist traust vinátta þótt
samskiptin hafi því miður orðið
stopulli með árunum eins og
verða vill. Hólmi, Rut og Inga
Jóna, kona mín, voru öll samstúd-
entar frá MA og hittumst við á
útskriftarafmælum þeirra. Einn-
ig stöku sinnum á samkomum hjá
Sjálfstæðisflokknum á Akureyri.
Eitt sinn buðu þau Rut okkur
hjónum með sér í Laxá í Aðaldal
sem var ógleymanlegt. Alltaf var
Hólmi jafn hláturmildur og
skemmtilegur þegar við hitt-
umst, uppörvandi og ráðagóður,
maður sem hægt var að treysta.
Við Inga Jóna sendum Rut,
sonum þeirra og fjölskyldum
innilegar samúðarkveðjur vegna
hins ótímabæra fráfalls þessa
góða drengs. Hólma mun ég ætíð
minnast sem einstaks sóma-
manns.
Geir H. Haarde.
Það voru forréttindi að fá að
kynnast Hólma og Rut, sem við
áttum stefnumót við í Laxá í Að-
aldal í um aldarfjórðung. Náttúr-
an, veiðin og félagsskapurinn
sem þróaðist seinna í vinskap og
virðingu var okkur ómetanlegt.
Fyrir utan veiðiskapinn áttum
við góðar stundir á Spáni í góðu
veðri og golfi og svo í stórborg-
inni London þar sem stórafmæli
voru haldin og aldrei var komið
að tómum kofunum þegar við
heimsóttum þau á glæsilegt
heimili þeirra í Stóragerði á
Akureyri og síðar í Kópavoginn
eftir að þau fluttu suður.
Það eru kannski þessar góðu
minningar um gott fólk sem gefa
lífinu gildi þegar aldurinn færist
yfir, en Hólmi var einstaklega
ljúfur og traustur maður sem
mat fjölskyldu sína mikils og
naut samverunnar við börn og
barnabörn. Eftir að heilsan brást
sýndi hann ótrúlegt jafnvægi og
æðruleysi sem ekki öllum er
gefið.
Rut mín, það eru engin orð
sem hjálpa á þessari erfiðu
stundu fyrir þig og fjölskylduna.
Hugur okkar er hjá þér fullur af
þakklæti fyrir allar gleðistund-
irnar sem aldrei gleymast.
Þórarinn og Marta.
Einstakur heiðursmaður og
traustur samstarfsfélagi okkar til
margra ára, Hólmsteinn T.
Hólmsteinsson, er fallinn frá
langt fyrir aldur fram. Hólmi
varð meðlimur í BM Vallárfjöl-
skyldunni árið 2003, er BM Vallá
festi kaup á Möl og sandi á Ak-
ureyri. Hann gegndi stöðu fram-
kvæmdastjóra hjá BM Vallá,
fyrst fyrir norðan og síðan sunn-
an heiða allt fram til 2013 er hann
lét af störfum vegna heilsubrests.
Hólmi var alla tíð traustur og
farsæll stjórnandi en ekki síst
ákaflega skemmtilegur í sam-
starfi. Hann tókst á flug þegar
rætt var um veiði, enda laxveiði-
maður af guðs náð. Sögumaður
góður, hlýr og nærgætinn í
mannlegum samskiptum en ósér-
hlífinn og ákveðinn þegar á þurfti
að halda. Hann hafði einstakt
jafnaðargeð og tókst ávallt á við
áskoranir með jákvæðum og upp-
byggilegum hætti. Það er sama
hvar borið er niður, Hólmi skilur
eftir sig ákaflega fallega og góða
minningu. Vandaður, heiðarleg-
ur, traustur með einstaklega
þægilega nærveru eru algeng-
ustu lýsingarorð samstarfsfólks
hans í gegnum tíðina.
Fyrir hönd samferðafólks
Hólma hjá BM Vallá sendi ég
Rut, sonum þeirra og fjölskyld-
um, okkar innilegustu samúðar-
kveðju. Minning um einstakan
heiðursmann lifir með okkur sem
vorum þess heiðurs aðnjótandi að
fá að starfa með honum.
Þorsteinn Víglundsson.
Hólmi er látinn eftir áralanga
baráttu við krabbamein. Hólmi
var okkur mjög kær og ætíð mikil
hjálparhella. Hann var ávallt
tilbúinn að leggja öllum lið, bæði
fjölskyldumeðlimum sem og vin-
um ef þurfti. Hann var alltaf svo
lausnamiðaður og úrræðagóður.
Framkoma hans við alla ein-
kenndist af einstakri ljúf-
mennsku og hugulsemi.
Það var svo margt „gott“ í
Hólma að nánast allir, einkum þó
börn, löðuðust að honum og sótt-
ust eftir nærveru hans. Okkar
minning um Hólma verður ávallt
lituð af hans jafnaðargeði og
sanngirni, sama hver átti í hlut.
Æðruleysi var honum í blóð borið
og kom það sér vel, hvort heldur
þegar leysa þurfti erfið verkefni
eða nú upp á síðkastið að kljást
við erfiðan sjúkdóm. Margt í eft-
irfarandi texta teljum við að eigi
einstaklega vel við Hólma.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku Rut, synir og fjölskyld-
ur, missir ykkar er mikill en
minningin um góðan dreng lifir.
Sigmundur Einar Ófeigsson
Anna Lilja Stefánsdóttir
Stefán Einar Sigmundsson
Lísa María Ragnarsdóttir.
„Eftir langa baráttu við erfið-
an sjúkdóm, er gjaldkerinn okk-
ar, Hólmsteinn T Hólmsteinsson
fallinn frá. Við viljum minnast
hans með nokkrum fátæklegum
orðum. Kynni okkar eru fyrst og
fremst í gegnum Laxárfélagið,
sem er félagsskapur 3ja veiði-
félaga frá Reykjavík, Akureyri
og Húsavík um veiði í Laxá í Að-
aldal, en það hefur starfað óslitið
síðan 1940 eða í um 80 ár, þó eig-
inlegri starfsemi sé nú lokið.
Hólmsteinn hefur verið gjaldkeri
þess í 35 ár eða frá 1986. Hann
átti náið samstarf við landeigend-
ur við Laxá og framkvæmda-
stjóra félagsins svo og ráðsmenn
og /eða konur sem sáu um rekst-
ur veiðiheimilisins Vökuholt.
Hann sá um bókhald félagsins og
fjármál í samstarfi við endur-
skoðendur og Landsbankann.
Hann var ávallt jákvæður og
reyndi að leysa öll vandamál er
upp komu með lagni og lipurð.
Við Hólmsteinn höfðum fyrr á
árinu og í sameiningu , ákveðið
að aðalfundur Laxárfélagsins
yrði einnig eins konar kveðjuhá-
tíð, þar sem eiginlegri starfsemi
félagsins væri í raun lokið. Fyrir
valinu varð kvenréttindadagur-
inn 19.júní 2021 , en aðalfundir
voru áður haldnir í Vökuholti rétt
fyrir opnun árinnar sem er
20.júní. Skömmu fyrir þann dag
lét hann mig vita að vegna nýrrar
sýkingar gæti hann að öllum lík-
indum ekki mætt á fundinn. Já-
kvæðni hans og dugnaður í þess-
ari langvarandi glímu við
krabbameinið var aðdáunarverð
og oft að mínu mati alveg sér-
stök. Þeirra hjóna var sárt sakn-
að á fundinum. Við kveðjum hann
með söknuði og flytjum fjöl-
skyldu hans okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Minning hans
mun lengi lifa með okkur.
Fyrir hönd Laxárfélagsins og
fyrrverandi starfsmanna þess,
Jóhann G. Bergþórsson.
Einn af mínum ágætu tengda-
sonum heitir Egill Orri og er
Hólmsteinsson. Faðir hans lést 1.
júlí sl. og er mér ljúft að minnast
hans með nokkrum orðum. Ég sá
hann fyrst á Akureyri fyrir
mörgum árum og þótti hann
þægilegur í viðmóti. Var hann
svo vinsamlegur að kaupa af mér
hjólbörur frá Stuðlabergi á Hofs-
ósi fyrir fyrirtæki sitt á Akureyri
sem hét Möl og sandur.
Nú síðari árin eftir að Hólm-
steinn og Rut Ófeigsdóttir kona
hans fluttu í Kópavoginn hafa
samskiptin við þau verið nokkuð
tíð, sérstaklega gegnum ýmsa
viðburði á heimili Egils og Svövu
dóttur okkar. Mér þótti
skemmtilegt að ræða við Hólm-
stein um áhugamálin og sakna
þess mjög að nú verður það að
vera liðin tíð. Ég sá hversu elsk-
aður Hólmsteinn eða Hólmi eins
og hann var gjarnan kallaður var
af sínu fólki. Hann var augljós-
lega börnum sínum og barna-
börnum fyrirmynd í flestu því
sem góðan föður og afa má prýða.
Ég kynntist því að fyrr á árum
var Hólmsteinn driffjöður í ýmsu
íþrótta- og félagslífi á Akureyri
og hann var sportveiðimaður af
lífi og sál.
Því miður hafa síðustu ár verið
einkar erfið fyrir Hólmstein
vegna baráttunnar við illvígan
sjúkdóm. Dugnaður hans og
æðruleysi lýsti óvenjulegum
innri styrk og hlýtur að kalla á
virðingu og aðdáun. Ég og kona
mín viljum senda Rut og öðrum
aðstandendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Lifi minning
Hólmsteins T. Hólmsteinssonar.
Sigurður Kristjánsson.
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma
HULDA ÞÓRHALLSDÓTTIR
Árholti, Húsavík
lést á Dvalarheimilinu Hvammi, Húsavík,
sunnudaginn 4. júlí. Útför hennar fer
fram frá Húsavíkurkirkju sunnudaginn 11. júlí klukkan 14.
Athöfninni verður streymt á facebook-síðu Húsavíkurkirkju.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Húsavíkurkirkju,
0133-15-000602, kt. 640169-5919.
Kristbjörg og Sigmar
Garðar og Hildur
Hörður
Hulda Jóna og Rúnar
Aðalheiður
Margrét
og fjölskyldur