Morgunblaðið - 09.07.2021, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2021
„LÆKNIRINN SEGIR AÐ HANN EIGI AÐ
HVÍLA SIG SEM ALLRA MEST.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að sakna mannsins
sem þú elskar.
OG ÉG SEM HÉLT AÐ JÓLAGJAFA-
ÓSKALISTINN MINN VÆRI LANGUR
HVERS VEGNA HEF ÉG EKKI
FENGIÐ LAUNAHÆKKUN?
ÉG SKAL SEGJA ÞÉR
ÞAÐ! AF ÞVÍ BARA!
ÞESS VEGNA!
ALLTAF KEMUR HANN MEÐ
GÓÐAR ÁSTÆÐUR!
„AÐ SJÁLFSÖGÐU ER ÞETTA ÁRÍÐANDI.
HVERS VEGNA HELDURÐU AÐ ÉG NOTI
HÁTALARANA?“
mikla útivist saman og fer í fjall-
göngur, hlaup og á skíði. „Núna er-
um við svo að smíða okkur drauma-
sumarhús í Hvítársíðu í Borgarfirði.
Bústaðurinn heitir SigurÁs og er
teiknaður af Hildi Ýri Ottósdóttur
arkitekt. Okkar allra bestu bændur
úr sveitinni hafa hjálpað okkur við
bygginguna, en við hjónin erum líka
nokkuð öflug í smíðavinnunni og nú
kann maður a.m.k. að ulla og plasta
og næsta vers er að koma niður pall-
inum. Þarna ætla ég að verja afmæl-
isdeginum og taka létt dansspor á
nýbyggðum pallinum með útsýni til
fjalla þar sem á aðra hönd blasir við
Eiríksjökull, Hafrafellið, Strútur og
Tunga og á hina himnesk íslensk
sveit sem Hvítáin liðast í gegnum.
Ég mun líklega enda sem bóndakona
þó ég kunni hvorki að prjóna né baka
pönnukökur.“
Fjölskylda
Eiginmaður Ásu er Sigurður
Garðar Kristinsson, málarameistari
og jarðfræðingur, f. 6.8. 1969. For-
eldrar hans eru hjónin Kristinn G.
Garðarsson húsasmiður, f. 4.5. 1946
og María Kristín Sigurðardóttir,
banka- og skrifstofukona, f. 8.2. 1947.
Þau búa í Hafnarfirði.
Börn Ásu og Sigurðar eru 1) Stein-
ey, sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit
Íslands, f. 19.1. 1996. Maki hennar er
Finn Schofield klarínettuleikari. Þau
búa í Reykjavík. 2) Garðar, meist-
aranemi í eðlisfræði í Kaup-
mannahafnarháskóla, f. 19.6. 1997.
Maki: Margrét Snorradóttir, nemi í
verkfræði DTU. Þau búa í Dan-
mörku. 3) María Kristín, nemi við
Menntaskólann í Reykjavík, f. 10.12.
2003, kærasti: Valur Ingi Sigurð-
arson, nemi við MR. 4) Hrafnhildur
Halla, nemi við Laugalækjarskóla, f.
17.9. 2006. Systkini Ásu eru Hildur,
skólastjóri Dalskóla, f. 10.3. 1961;
Þorleikur, verkfræðingur hjá Verkís,
f. 22.4. 1962 og Halla Margrét, leik-
kona og rithöfundur, f. 24.3. 1965.
Foreldrar Ásu eru hjónin Hrafn-
hildur Halldórsdóttir húsmæðra-
kennari, f. 8.2. 1931, d. 14.3. 2020 og
Jóhannes Pétursson loftskeytamað-
ur, f. 1.11. 1926, d. 11.4. 1989.
Ólafía Ása
Jóhannesdóttir
Jónfríður Halldórsdóttir
húsfreyja í Hafnarfirði
Sigurjón Gunnarsson
fiskmatsmaður, verkstjóri og síðar
bifreiðarstjóri í Hafnarfirði
Fríða Margrét Sigurjónsdóttir
húsfreyja í Hafnarfirði
Halldór Magnús Sigurgeirsson
kaupfélagsstjóri í Hafnarfirði
Hrafnhildur Halldórsdóttir
kennari og húsfreyja í
Garðabæ
Marín Jónsdóttir
húsfreyja í Hafnarfirði
Sigurgeir Gíslason
sparisjóðsgjaldkeri í Hafnarfirði
Karítas Gróa Jóhannsdóttir
húsfreyja í Keflavík
Ólafur Jónsson
sjómaður og póstur í Keflavík
Ólafía Ólafsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Pétur Jóhannesson
bifreiðarstjóri í Reykjavík
Sólveig Bjarnadóttir
húsfreyja í Reykjavík
Jóhannes Þórðarson
verkamaður í Reykjavík
Úr frændgarði Ólafíu Ásu Jóhannesdóttur
Jóhannes Pétursson
loftskeytamaður í Garðabæ
Á Boðnarmiði á þriðjudag kl.
13.06 orti Guðmundur Arn-
finnsson um „Sviplegt dauðsfall“:
Kokkurinn Sveinn er nú sálaður
og sagt er, að hann yrði brjálaður
í fyrragær
og yrði ær,
af því að hann var kokkálaður.
Hér er Guðmundur „Úti á víða-
vangi“:
Gyllir dalinn geislarún,
grundir bala og rinda,
flýgur valur fjalls af brún
frár um salinn vinda.
Gunnar J. Straumland spyr í
„Kaupstaðarferð“:
Höfuðborgin háska ber
ég hef því á mér vara,
umferð bíla ógnar mér
af því spyr ég bara,
hvert þeir eru, allir hér,
eiginlega að fara.
Ætli nokkrum auðnist því að svara?
Skúli Pálsson skrifar: „Rímurnar
mínar mínar koma 2. október.
Eftirfarandi vísur hef ég strikað út
úr þeim svo þær fá að birtast hér.
Rímnaskáldin í gamla daga léku sér
að því að binda nöfnin sín í vísur í
lok rímna – stundum með flóknu
dulmáli, stundum með einföldum
stafaleik eins og hér“:
Skapanornin karli kann
kjörin mörg að búa,
út á leynileiðir hann
lætur einatt snúa.
Iðka pár og pæla í
pilt á æskureki
ákaflega langar því
löng er heimsins speki.
Sextugur nú seggur telst
sáttur við sinn tíma,
oft í næði nostrar helst
núna við að ríma.
Tryggvi Jónsson skrifar: „Það er
víst stundum hollt að líta í spegil
sálarinnar og þetta sá ég og eftir
smá vangaveltur tókst mér að troða
nafninu mínu í vísurnar“:
Tregur er hann ræfilsróni
raunar bara fjandans dóni
Yfir aðra glaður gengur
gráhærður og lítill fengur.
Gætið að og varast verður
viti snauður illa gerður.
Illmælgi víst gasprað getur
glottandi í allan vetur.
Kristinn Stefánsson (1856-1916)
yrkir:
En Héðins hæðni á þingi,
svo hvöss sem eggjar stáls,
varð eldsins upphafs-neistinn
en endir brenna Njáls.
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Kokkurinn Sveinn
og kaupstaðarferð