Morgunblaðið - 09.07.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.07.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2021 . up.is Úrval útiljósa Týr Viðskiptablaðsins skrifar þessa vikuna pistil undir fyr- irsögninni „Hroki Fjölmiðla- nefndar“ sem hefst á þessum orð- um: „Á meðan flest einkafyrirtæki þurfa að horfa í hverja krónu í kjölfar heimsfarald- urs hefur Fjöl- miðlanefnd, sem ætti með réttu að heita Fjölmiðlaeftirlit rík- isins, ráðið til sín tvo nýja starfs- menn á árinu sem bera titilinn verkefnastjóri og sérfræðingur. Eflaust eru þetta mætustu menn, en það kom Tý á óvart þegar ann- ar þeirra hóf að framleiða hlað- varpsþátt í nafni ríkisstofnunar- innar. - - - Það felst ekki gífurlegur kostn- aður í því að hefja framleiðslu á hlaðvarpi en það þarf samt að kaupa til þess sérstakan búnað. Þess utan þarf starfsmann sem undirbýr þáttinn. Hann gerir ekki mikið annað á meðan, en vonandi eru hinir fjórir starfsmenn fjöl- miðlaeftirlitsins að vakta miðlana á meðan. Hlaðvarp fjölmiðlaeft- irlitsins var síðan birt á erlendu efnisveitunum Spotify og You- Tube, sem lúta ekki eftirliti þess.“ - - - Fjölmiðlanefnd er dæmi um óþarfa ríkisstofnun sem sett var á laggirnar í aðlögunarferlinu að Evrópusambandinu, sem Sam- fylkingin og VG drógu þjóðina út í, og er leyft að blása út þó að það ferli hafi stöðvast. Fjölgunin nú er athyglisverð, en kemur svo sem ekki á óvart enda rík tilhneiging til fjölgunar innan opinberra stofn- ana. - - - Og það er auðvitað umhugs- unarvert að þetta gerist á sama tíma og fjölmiðlarnir sem nefndin hefur eftirlit með hafa þurft að fækka starfsfólki. Fjölmiðlaeftirlit á villigötum STAKSTEINAR Dagana 9. til 13. ágúst verða í fyrsta sinn haldnar sumarnámsbúðirnar Stelpur diffra, en þær eru hugsaðar fyrir áhugasamar stelpur og kynseg- in krakka sem lokið hafa fyrsta ári í framhaldsskóla. Í búðunum verður farið yfir ýmiss konar stærðfræði umfram það sem kennt er í skólum og samhliða lögð áhersla á jafnrétt- isfræðslu og sjálfstyrkingu. Náms- búðirnar eru haldnar í samstarfi við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Markmiðið með búðunum er að búa til öruggt rými þar sem kafað er ofan í fræðandi efni. Með verkefninu er vonast til að leiðrétta kynjahalla í stærðfræði- og raungreinum sem birtist oft fyrst á unglingsárunum. Búðunum er einnig ætlað að styrkja sjálfstraust stelpna. „Þessar búðir eru fyrir stelpur á framhaldsskóla- aldri og eru til þess að reyna að vinna á kynjahallanum sem myndast í stærðfræði á hærra stigi, sem byrj- ar oft í framhaldsskóla,“ segir Nanna Kristjánsdóttir, fram- kvæmdastýra námskeiðsins. „Við viljum gera öruggt rými fyrir stelp- ur til þess að koma og læra fagið sem þær hafa áhuga á og kynnast hver annarri.“ Spurð hvernig hug- myndin að sumarnámsbúðunum kom til segir Nanna að hún hafi sjálf skoðað slíkar búðir erlendis er hún var í menntaskóla, en það hafi aldrei verið svona í boði hér á landi. „Sjálf hef ég tekið þátt í keppnum þar sem ég lendi ofarlega í sætum og hef þá oft verið eina stelpan. Ég átti engar vinkonur sem höfðu áhuga á stærð- fræði en ég tók áfanga í Mennta- skólanum við Hamrahlíð þar sem ég skoðaði hvernig væri hægt að gera slíkar sumarbúðir hér á landi fyrir stelpur.“ rebekka@mbl.is Vilja leiðrétta kynjahallann - Halda sumarnámsbúðir í diffrun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Nám Sumarbúðirnar eru haldnar í samstarfi við Háskóla Íslands. N1 hefur hafið sölu lausasölulyfja í Staðarskála í Hrútafirði. Segir í fréttatilkynningu frá N1 að óhætt sé að segja að fyrstu viðbrögð við- skiptavina hafi verið með eindæm- um góð, en hingað til hafa vegfar- endur um hringveginn þurft að ferðast um langan veg til þess að kaupa sér slík lyf. „Við erum auðvitað mjög ánægð með að geta boðið viðskiptavinum okkar, íbúum í Hrútafirði og nær- sveitum, upp á þessar mikilvægu vörur, en til þessa hafa lausasölulyf verið ófáanleg nema á Hvamms- tanga, sem er í 34 kílómetra fjar- lægð, eða í Borgarnesi í 90 kílómetra fjarlægð,“ segir Jón Viðar Stef- ánsson, forstöðumaður versl- unarsviðs N1, í tilkynningunni. Hann segir að þegar mest sé komi allt að 7.000 manns í Staðarskála á dag. Það sé því frábært og algjör- lega nauðsynlegt að geta boðið upp á lausasölulyf, en þar á meðal eru lyf á borð við Panodil, Paratabs, Íbúfen og Lóritín. Salan á lausasölulyfjunum hófst í byrjun júlí, en í tilkynningunni segir að viðbrögðin sýni að hún hafi verið þörf viðbót við vöruúrvalið í Staðar- skála, en hann hefur verið rekinn í rúma hálfa öld. Þar er nú einnig boð- ið upp á átta rafhleðslustöðvar, og er þá hægt að hlaða þar 8 rafbíla, auk 8 Tesla-bifreiða. Lausasölulyf til sölu í Staðarskála - Vegfarendur hafa tekið vel í nýjungina - Þörf viðbót við vöruúrvalið Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Staðarskáli Lausasölulyfin hafa reynst þörf viðbót á Staðarskála. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.