Fiskifréttir


Fiskifréttir - 18.12.1987, Síða 6

Fiskifréttir - 18.12.1987, Síða 6
föstudagur 18. desember föstudagur 18. desember Siglingar á stríðsárunum Texti: Þorsteinn G. Gunnarsson ..Skothríðin dundi á okkur i_ heiia klukkustund“ — Guðmundur Einar Guðmundsson segir frá árásinni á m/b Fr óða, en hann stýrði bátnum í land eftir að margir skipsfélagar hans voru látnir 7 „Þetta er fyrsta kafbátaárásin, sem íslenzkt skip verður fyrir í þessu stríði, og hún verður ekki öðruvísi skilin en sem bein yfirlýsing um að hér eftir muni þýzkir kafbátar vægðarlaust ráðast á fiskiskip okkar, er þau eru í Englandsferðum og megi búast við enn verri tíðindum af þeim árásum en jafnvel árásin á Fróða.“ Þetta stóð í Þjóðviljanum tveimur dögum eftir árásina og voru orð að sönnu því atlagan gegn Fróða var ekki sú síðasta sem íslenskt fiskiskip sætti í stríðinu, því á svipuðum tíma hurfu bæði togarinn Reykjaborg og línuveiðarinn Pétursey en skipin þrjú urðu fyrir kafbátaárás á svæði milli íslands og Englands. Guðmundur Einar Guðmundsson: „Þegar kúlan hæfði brúna sprungu báðar hljóðhimnurnar í mér og ég fékk kompásinn í höfuðið.11 Með árásinni á Fróða varð ís- lensku þjóðinni fyrst ljóst að hún var ekki lengur álitin hlutlaus í þessum harmleik sem heimsstyrj- öldin var. Af ellefu manna áhöfn létust fimm. Línuveiðarinn Fróði var 123 smálestir að stærð, byggður árið 1922 og kom til Islands tveimur ár- um seinna. Eigandi hans var Þor- steinn Eyfirðingur en sjö af ellefu manna áhöfn Fróða voru Dýrfirð- ingar, stýrimaðurinn Sigurður Jör- undsson var frá Hrísey og þrír skipverjarnir voru frá Reykjavík. Sá sem stýrði Fróða til Vest- mannaeyja eftir árásina var Guð- mundur Guðmundsson sem þá var háseti. Guðmundur er nú 81 árs og býr á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna. Þessir hryggi- legu atburðir eru honum enn í fersku minni og féllst hann á að rifja þá upp í samtali við Fiskifrétt- ir. Sprengikúla mölbrýtur brúna „Það var allt kyrrt og rólegt þegar ég kom á vakt klukkan fjög- ur um morguninn, við sigldum í myrkrinu en veðrið var nokkuð gott á sjómannavísu; suðvestan kaldi. Við vorum staddir 192 sjó- mílur fyrir sunnan Vestmannaeyj- ar og vorum á leiðinni með fisk til Fleetwood á Englandi. Svona ferð tók þá, að mig minnir, um fimm sólarhringa en þetta var önnur sigl- ingin okkar til Englands. Við fór- um frá Reykjavík því skipið hafði verið í lengingu þar. Fyrri ferðin gekk vel, við vorum ekkert hrædd- ir í sjálfu sér en þó ekki grunlausir því maður vissi aldrei hvað var að gerast á heimshöfunum. Um sex leytið um morguninn fórum við að heyra þungar drunur og við komumst fljótlega að því að það var verið að skjóta á eftir okk- ur. Eg man að ég sagði við sjálfan mig: „Jæja, það er þá komið.“ Ég var við stýrið þegar árásin hófst. Skipstjórinn skipaði að við skyld- um stöðva skipið og kveikja öll ljós svo árásarmennirnir gætu séð að við værum íslenskt fiskiskip en ís- lenski fáninn var auðvitað málaður á skipið. En allt kom fyrir ekki og fyrsta sprengikúlan hæfði brúna. Hún splundraðist að miklu leyti en í stýrishúsinu voru auk mín Gísli Guðmundsson og Guðmundur Stefánsson hásetar og Sigurður Jörundsson stýrimaður og létust þeir allir samstundis. Þegar kúlan hæfði brúna sprungu báðar hljóð- himnurnar í eyrunum á mér en auk þess þeyttist kompásinn í hausinn á mér með þeim afleiðingum að ég vissi ekki af mér í dálítinn tíma á eftir. Skutu björgunarbátinn í tvennt í kortaklefanum fór allt á ringul- reið, ljósin slokknuðu og klefinn fylltist af gufusvækju þegar kúla hæfði ofnpípu sem lá þar uppi og hún splundraðist. Ég fór út á dekk eftir að ég rankaði við mér og hafði fundið félaga mína látna. Ég held að ég hafi ekki hugsað um annað en að komast í skjól svo kúlurnar næðu mér síður en þegar ég var að fara niður stjórnborðsmegin þá kallaði Steinþór Arnason bróðir skipstjórans að skipstjórinn hefði skipað svo fyrir að fíra skyldi björgunarbátnum. Nú maður var þannig að þegar kallað var þá hlýddi maður kallinu svo ég fór til þeirra verka en Steini var þá við bátinn að framan verðu en Gunnar skipstjóri var við bátinn að aftan verðu. Nú hófst skothríðin aftur og var hún svo svo snörp að björgun- arbáturinn fór hreinlega í tvennt og það var eins og báturinn hefði verið sagaður sundur með sög. Mér var sagt seinna að skotin hafi komið úr vélbyssu. I þessari hrynu M/b Fróði kemur sundurskotinn til Reykjavíkur eftir að hafa orðið fyrir árás kafbáts. (Ljósm. Skafti Guðjóns- son; Ljósmyndasafnið). varð Gunnar skipstjóri fyrir skot- um og féll þegar niður. Nú varð andartaks hlé. Mig minnir að ég hafi hlaupið þá fram og til baka eins og vitleysingur en það var eins og þeir væru að reyna að leita allt kvikt uppi á dekki til að skjóta á og hófst þá skothríð að nýju. Þegar hún hófst náði ég að henda mér niður og kúla fór aðeins í gegnum peysuna mína en önnur hitti Stein- þór. Eftir þetta skreið ég niður af bátspallinum í skjól,“ segir Guð- mundur. Særðum veitt aðhlynning í bók Gunnars M. Magnúss „Virkið í norðri“ segir svo frá þess- um atburði: „Sverrir Torfason matsveinn var vakinn, þegar fyrsta skothríðin hófst og sagt, að árás væri hafin á skipið. Hélt hann fyrst, að umflug- vélaárás væri að ræða. Klæddi hann sig í snatri og bjóst til að fara í björgunarbát. En í þeim svifum heyrði hann skotdyn og bresti mikla. Mun það hafa verið af fall- byssukúlunni, sem mölbraut brúna. Reyndi hann tvívegis að komast út á þiljar, en varð að hörfa niður aftur undan kúlnahríðinni. Sveinbjörn Davíðsson 1. vél- stjóri fór inn í klefann sinn til að ná sér í poka með fötum, en er þang- að kom, fékk hann skot í báða handleggina. Höfðu skotin farið í gegnum þilfarið bakborðsmegin. Þrátt fyrir það, fór hann upp á bátspall, þaðan inn í kortaher- bergi, náði þar í meðalakassa og bar hann niður. Heyrði hann þá, að skipstjórinn kallaði: - Ég er særður. Kallaði Sveinbjörn þá til Sverris og annars kyndara: - Strákar, þið verðið að koma upp, það eru særð- ir menn uppi á dekki. Fór Sverrir þá upp og hitti einn hásetann. Fóru þeir til skipstjór- ans og ætluðu að bera hann inn í kortaklefann, en urðu frá að hverfa og fóru upp aftur og fundu Steinþór Arnason á þilfarinu, hafði hann fallið á bátspallinum, þegar hann fékk áverkann. Báru þeir hann einnig niður í káetu. Reyndu þeir félagar að hlynna að hinum þremur særðu mönnum og binda um sár þeirra. Ætluðu þeir fyrst að hjálpa skipstjóranum, en þá mælti hann: - Hugsið þið um Steina fyrst. Steinþór var þá með óráði og mun ekki hafa komið til sjálfs sín eftir að hann var borinn niður, enda átti hann þá skammt eftir ólifað. En skipstjórinn var með fullri rænu, en sárþjáður.“ (Virkið í norðri bls. 97.) Skothríð í heila klukkustund Hvenær hættu þeir að skjóta, Guðmundur'? „Ég veit nú ekki nákvæntlega hvað tímanum leið en ég áætla að skothríðin hafi dunið á skipinu með nokkrum hvíldum í eina klukkustund. Ég tel að þrennt hafi orðið okkur til happs og fengið kafbátinn til að hætta og fara burt. I fyrsta lagi lagði geysilega mikla gufu upp af skipinu þegar þeir skutu í sundur vélarrörið og var eins og reykur frá eldi. í öðru lagi hafði kviknað í rusli í brúnni svo ail mikið bál logaði þar og í þriðja lagi var skipið svo þrauthlaðið að það lá lágt á sjónum. Ég er sannfærður um að þeir hafa haldið að skipið væri að sökkva en ekki að það hafi bara verið lélegt rör sem hafi farið í sundur og orsakaði reykinn, að eldurinn stafaði af rusli og það hversu lágur hann var stafaði af þyngslum. Þegar kafbáturinn fór að hypja sig í burtu var farið að birta af degi. Það fyrsta sem við gerðunt var að huga að særðu mönnunum og hlúa að þeim. Það sem tók síðan við hjá okkur var að athuga skemmdir á skipinu og við kom- umst fljótlega að því að skotgötin voru út um allt, þó mest á brúnni en kafbáturinn hafði skotið bæði stjórn- og bakborðsmegin. Sent betur fer var aldrei nein hætta að Fróði sykki. Við þurftum líka að hagræða líkunum - taka þau út og koma þeinr fyrir út á bátadekki en við breiddum segl yfir þau. Gunn- ar skipstjóri bað okkur að hlynna fyrst að Steinþóri bróður sínum. Gunnar kallaði síðan á mig og spurði hvaða menn hefðu fallið og ég sagði honum það. Hann bað mig þá að taka við stjórn skipsins og ég gerði það. Skotið upp neyðarblysum Þegar við vorum búnir að gera það sem hægt var að gera og gátum komið skipinu af stað sigldum við í eina klukkustund á hægri ferð en eftirþað fórum viðáfullaferð. Við vorum alveg sambandslausir, bæði ljóslausir og talstöðvarlausir því ljósalagnir og talstöðin höfðu eyði- lagst. Við vorum búnir að sigla í einar tvær eða þrjár klukkustundir á þriðjudeginum þegar skip sást nálgast. Ég lét skipstjórann vita og ég spurði hann hvort við mættum skjóta upp neyðarblysum til að vekja á okkur athygli sem hann samþykkti. Þó að vélin hafi verið í lagi vissum við ekki hvort kompás- inn væri réttur því hann hafði dott- ið niður en hann reyndist í lagi. Það kom í ljós að þetta var mótor- báturinn Skaftfellingur frá Vest- mannaeyjum. Við sigldum í nokkrar mínútur með honum en hann sendi síðan skeyti til Eyja og bað urn hjálp fyrir okkar hönd. Við fórum á mis við þá hjálp - kannski vegna lélegs skyggnis og slæms veðurs en það var kontin „Lóðaðu, lóðaðu“ Hvernig gekk siglingin til Eyja? „Um morguninn fór ég út á há- brú og rýndi út í sortan til að at- huga hvort ég sæi land en ég sá ekkert vegna veðurs. Þegar ég stóð þarna þá var eins og hvíslað væri yfir öxlina á mér: „Lóðaðu, lóð- aðu." Ég kallaði á 2. stýrimann og bað hann að taka við stýrinu í brúnni því ég treysti honum best til þeirra verka en ég lóðaði sjálfur. Með því að mæla gat ég fundið út hvar við værurn og ég breytti síðan stefnunni í samræmi við upplýsing- arnar sem lóðunin gaf mér því samkvæmt henni vorum við komn- ir of austarlega og framhjá eyjun- um. Þegai fór að birta sá ég fjall Mikið fjölnienni var við höfnina er lík skipverjanna sem fórust voru flutt frá skipshlíð. (Myndir: Skafti sem ég kannaðist við - ég held að Guðjónsson; Ljósmyndasafnið). skipstjórann áður en hann lést var að við værum að koma heim. Það var lágsjóað svo það var ekki hægt að taka okkur inn en hafnsögumannsbátur kom þá strax út í skipið og með honum læknir. Sveinbjörn sem hafði fengið skot í báða handleggina var tekinn með í land og hann lagður beint inn á sjúkrahús en við fórum vestur fyrir Heimaklett og létum reka þangað til við vorum teknir inn. Við vorum í tvo daga í Eyjum. Eg átti góða kunningja sem tóku á móti mér og hjá þeim var ég á með- an verið var að smíða kisturnar ut- an um líkin. Eigandi Fróða, Þor- steinn Eyfirðingur, kom til Vest- mannaeyja og hann sigldi Fróða til Reykjavíkur þann 15. mars en við komum þangað um klukkan tólf á hádegi." Sorgarathöfn í Reykjavík Fróði sigldi ekki aftur þennan vetur og um afdrif hans er það að segja að hann strandaði 8. febrúar 1942 við Grundarfjörð við svo- nefndan Vesturboða. Fréttin um árásina á Fróða vakti að vonum gífurlega reiði meðal al- mennings en þegar Fróði kom til Vestmannaeyja beið mikill fjöldi á bryggjunni, þar á meðal flestir bátsformenn í Eyjum en breskir hermenn stóðu heiðursvörð. Sömu sögu er að segja þegar Fróði kom tilReykjavíkurþannló. enþá biðu mörg þúsund Reykvíkingar niðri við höfnina. Fánar blöktu í hálfa stöng um allan bæ og á skip- um í höfninni. Sjómannasamtökin stóðu fyrir sorgarathöfn, lúðra- sveitin Svanur lék sorgarlög og séra Árni Sigurðsson flutti samúð- arræðu af stjórnpalli fyrir hönd sjómanna. Mánudaginn 17. mars var haldin minningarathöfn í Dómkirkjunni vegna þessa at- burðar en þar flutti biskupinn yfir Islandi herra Sigurgeir Sigurðsson ræðu. Þeir fimm Islendingar sem fyrst- ir voru vegnir með vopnum í seinni heimsstyrjöldinni og létust þegar óþekktur kafbátur réðist á línu- veiðarann Fróða voru: Gunnar Árnason skipstjóri, Sigurður V. Jörundsson stýrimaður, Steinþór Árnason háseti. Gísli Guðmundsson háseti og Guð- mundur Stefánsson háseti. Aftur á sjóinn Guðmundur Einar Guðmundsson fór aldrei aftur á Fróða en hálfum mánuði eftir þennan skelfilega atburð réði hann sig á togarann Belgum sem gerður var út frá Reykjavík. Guðmundur er Dýrfirðingur - fæddist 5. desember 1906 í Dýra- firði og þar bjó hann fram til ársins 1945. „Ég hef alla tíð verið á sjó, mér er sagt að ég hafi ekki verið farinn að ganga almennilega þegar ég skreið undir árabát fyrst. Ég byrjaði ungur sem sjómaður á ára- bátum, var á trillum, mótorbátum, línuveiðurum og togaranum Belg- um áður en ég fór á Fróða en þang- að réði ég mig sem háseti í desem- ber 1932. Það átti síðan fyrir mér að liggja að fara annan túr á Belg- um því strax eftir árásina hringdi skipstjórinn í mig og sagði mér að ég ætti pláss á Belgum ef ég vildi. Það þáði ég þegar togarinn fór í næsta túr.“ Guðmundur gerðist síðan mat- sveinn og bryti hjá Eimskipafélagi Islands og var þar í þrjátíu ár - lengst af á Lagarfossi. En það er önnur saga. Hér sjást skemmdirnar á brúnni eftir sprengikúluna. Guðmundur var við stýrið og auk hans voru í brúnni þrír skipsfélagar hans, sem létust allir samstundis. sjóbleyta þegar við sigldum til lands og fimm til sex vindstig.“ í bók Gunnars „Virkið í norðri“ segir svo: „Þegar á nóttina leið, var mjög tekið að draga af skipstjóranum og var hann með óráði annað veifið. Hann hafði sýnt aðdáunarverða karlmennsku, mikið viljaþrek og drenglund. /.../ Og kiukkan 9 á miðvikudagsmorguninn andaðist skipstjórinn, en þá átti Fróði aðeins klukkustundarferð eftir til Vestmannaeyja." (bls. 98.) það hafi verið Reynisfjall - en þá gátum við tekið stefnuna beint á Vestmannaeyjar. Ætli klukkan hafi ekki verið um sjö um morgun- inn þegar við komum á ytri höfn- ina. Það síðasta sem ég gat sagt við

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.