Fiskifréttir - 18.12.1987, Page 21
föstudagur 18. desember
21
Hólmgeir Jónsson:
Staðgreiðslu-
kerfí skatta
Eins og allir vita tekur stað-
greiðslukerfi opinberra gjalda
gildi nú um áramótin. Samhliða
gildistökunni eru gerðar ýmsar
breytingar á skattkerfinu. Má
þar nefna breyttar álagningaregl-
ur og samræmingu á skattstofnum
til útreiknings á tekjuskatti ann-
ars vegar og útsvari hins vegar.
Skattstofnar til útreiknings á
tekjuskatti og útsvari stækka frá
því sem nú er m.a. vegna þess að
ýmsir frádráttarliðir í núgildandi
skattkerfi eru felldir niður. Sjó-
manna- og farmanna- og fiski-
mannafrádráttur falla niður í nú-
verandi mynd, en í stað þeirra
kemur sjómannaafsláttur, sem
verður föst krónutala á dag. Fæð-
ispeningar sjómanna koma inn í
skattstofn í staðgreiðslukerfinu,
en til mótvægis var sjómannaaf-
sláttur hækkaður frá því sem
fyrirhugað var. Tekjuskattur
verður 28,5% og útsvar 6,7% í
staðgreiðslukerfinu. Heildar-
álagningin verður því 35,2%. Frá
reiknuðum skatti dregst síðan
persónuafsláttur og sjómannaaf-
sláttur þar sem það á við.
Fyrir Alþingi liggur nú frum-
varp til laga um breytingu á lög-
um um tekju- og eignarskatt.
Frumvarpið hefurm.a. að geyma
upphæðir persónuafsláttar,
barnabóta og húsnæðisbóta sem
koma til með að gilda þegar stað-
greiðslukerfið tekur gildi. Allar
tölur frumvarpsins eru á júní-
verðlagi 1987, en skv. lögunum
framreiknast allar upphæðir
tvisvar á ári í samræmi við breyt-
ingu á lánskjaravísitölu. 1. janúar
1988 breytast allar fjárhæðir í
samræmi við breytingu á láns-
kjaravísitölu frá júní til desem-
ber 1987 og 1. júlí 1988 breytast
allar fjárhæðir í samræmi við
breytingu á lánskjaravísitölu frá
desember 1987 til júní 1988.
Meðfylgjandi tafla sýnir þær
fjárhæðir, sem koma til með að
gilda þegar staðgreiðslukerfi op-
inberra gjalda tekur gildi nú um
áramótin, verði frumvarpið að
lögum óbreytt.
Persónuafslátturinn er ekki
millifæranlegur milli mánaða, en
heimilt verður að færa hann milli
mánaða ef maður starfar hjá
sama atvinnurekanda. I stað-
greiðslukerfinu er millifærsla
persónuafsláttar rnilli hjóna
rýmkuð frá núgildandi skatt-
kerfi. Reiknað er með að maki
geti nýtt 80% af ónýttum pers-
ónuafslætti hins makans. At-
vinnurekandi getur hins vegar
ekki nýtt persónuafslátt viðkom-
andi launamanns, nema hann
hafi skattkort viðkomandi í
höndunum.
Sjómannaafsláttur verður kr.
408 fyrir hvern dag, sem maður
telst stunda sjómannsstörf. Sjó-
mannaafslætti þeirra sem lög-
skráðir eru á íslenskt skip er
heimilt að ráðstafa á móti stað-
greiðslu, en hlutaráðnir sjómenn
og landmenn, sem ekki eru lög-
skráðir fá sjómannaafsláttinn
gerðan upp þegar endanleg
álagning fer fram.
Barnabæturnar korna ekki inn
í staðgreiðsluna, en þær verða
greiddar út ársfjórðungslega á
staðgreiðsluári.
Húsnæðisbæturnar verða
greiddar út árlega í 6 ár vegna
fyrstu íbúðar og koma þær að
nokkru leyti í stað vaxtafrádrátt-
ar í núgildandi skattkerfi. Ef
hjón eru að eignast íbúð í fyrsta
sinn greiðast húsnæðisbætur til
beggja, þannig að hjónin fá tvö-
falda þá upphæð sem tilgreind er
hér að framan.
Sem dæmi um útreikning á
staðgreiðslu manna skal með-
fylgjandi dæmi tekið. Reiknað er
með að viðkomandi hafi 100 þús.
kr. mánaðarlaun og að hann hafi
30 daga sjómannaafslátt.
Hér hefur í örstuttu máli verið
getið um helstu breytingar sem
verða á álagningunni þegar stað-
greiðslukerfi skatta tekur gildi.
Það er trú mín að staðgreiðslu-
kerfið komi þeim fyrst og fremst
til góða sem hafa breytilegar tekj-
ur milli mánaða eða ára tekjur
eins og t.d. sjómenn. I stað-
greiðslunni koma menn til með
að greiða opinber gjöld í sam-
ræmi við tekjur hverju sinni.
þannig að ekki kemur til með að
menn lendi í vandræðum með
skattana vegna tekjusamdráttar
af einhverjum orsökum. Að lok-
um er rétt að benda mönnum á
að athuga vel að staðgreiðsla sé
dregin af laununum, því einstakl-
ingar geta ekki greitt skattana
sína sjálfir í staðgreiðslukerfinu,
heldur þarf að fylgja skilagrein
frá atvinnurekanda þegar stað-
greiðslu er skilað til innheimtu-
manna ríkissjóðs.
Höfundur er franikvæmdastjóri
Sjómannasambands Islands
Dæmi: Miðað við 100 þús. kr.
mánaðarlaim og 30 daga
sjómannaafslátt
Reikriaður skattur 35.2% cða
Frá dregst persónuafsl.
og sjómannaafslátlur
Staðgreiðsla
14.797 kr.
12.240 kr.
35.200 kr.
27.037 kr.
8.163 kr.
Fjárhæðir í staðgreiðslukerfínu
' Júníverðlag desemberverðlag
Persónuafsláttur 158.820 kr. á ári 13.235 kr. á nrán. 177.560 kr. á ári 14-797 þr. á mán.
Sjómannaafsláttur 365 kr. á dag 408 kr. á dag
Barnabætur: með fyrsta barni með börnum umfram eitt viðbót ef < 7 ára 14.650 kr. á ári 21.975 kr. á ári 14.650 kr. á ári 16.379 kr. á ári 24.568 kr. á ári 16.379 kr. á ári
I lúsmeðishætur á mann 38.000 kr. á ári 42.Í84 kr. á ári
SAMIFI
FRYSTITÆKI í HÆSTA GÆÐAFLOKKI
O Sjálfhleðslutæki O Láréttir frystar
O Lóðréttir frystar O Sambyggð tæki
Sjálfhleðslutæki
— Bylting í frystingu -
meka
SKEMMUVEGI 8
200 KÓPAVOGI
SÍMI 72244
einkaumboð fyrir
stal/samifi á íslandi