Fiskifréttir


Fiskifréttir - 18.12.1987, Page 24

Fiskifréttir - 18.12.1987, Page 24
24 föstudagur 18. desember föstudagur 18. desember 25 Ekk[ bætti slagvatnsfýlan úr skák! Mikil endurnýjun togaraflotans fór fram eftir fyrri heimsstyrjöld og tóku nýju togararnir hinum eldri fram um flest, voru bæði stærri og fullkomnari. Það var jafnvei á orði haft að þeir gætu ekki sokkið. Annað kom í Ijós enda voru þessir nýju og glæsilegu togarar ekki stærri en smærri línu- bátar eru nú og helmingi minni en nýsköpunartogararnir sém komu eftir seinna stríð. Mikið var lagt upp úr því að yfirbygging milli- stríðstogaranna væri sem minnst og átti það að gera þá sjóhæfari. f>ví var ekki að furða þótt lítið pláss væri fvrir mannskapinn. Yfir 3o manna áhöfn var á þessum gömlu togurum, þegar veitt var í salt, og var því mikil þröng á þingi um borð. Margir hafa orðið til að lýsa þrældómi og vosbúð í gömlu togurunum, sérstaklega áður en vökulögin komu 1921 en þau tryggðu hásetum 6 tíma hvíld á sóí- arhring. Guð almáttugur á þessum tíma Guðmundur H. Guðmundsson, sem var togarasjómaður í meira en Um borð í Garðari á árunum 1930-1934. Losað ur pokanum. Pokamaður- inn er Júiíus Sigurjónsson en að baki honum stendur Guðmundur Sófus Ólafsson. Til hægri á myndinni standa hásetarnir Jón Ólafsson (t.v.) og Júlíus Andrésson. Ragnar Jónsson kyndari á Helgafelli VE 32 stendur kófsveittur í fírplássinu og rakar gjalli fram úr fírunum. Myndin er tekin 1946. Aðbúnaður um borð í gömlu síðutogurunum Texti: Guðjón Fríðriksson hálfa öld, sagði svo um „þrælaöld- ina" á togurum í endurminníngum sínum: „Ég hef oft reynt að velta því fyrir mér, hversvegna togaraeig- endur héldu þessu dauðahaldi í þrælkunina. Allir vitibornir menn hljóta þó að skilja það, að þó hægt sé að pína menn áfram langtímum saman, þááallt síntakmörk. Mað- ur. sem ekki fær lágmarkshvíld, er aðeins partur af manni eftir sólar- hring og eftir tvo sólarhringa er hann orðinn hættulegur sjálfum sér og öðrum og afköstin eru á núlli." Magnús Runólfsson skipstjóri segir um andann um borð í endur- minningum sínum: „Togarsjómennska var það skásta sem hægt var að hafa fyrr á árum og ekki nema eðlilegt að dá- lítill rígur skapaðist meðal áhafn- arinnar. Oft var það svo að hver reyndi að djöfla öðrum niður og hamast eins og vitfirringur til að hanga í plássinu. Bæði voru menn hræddir um sig og svo var metnað- ur við að reyna að koma sér áfram, t.d. í netamannskaup. Þetta var voðalegt strit og einn sem réði. Það var guð almáttugur á þessum tíma. Pað var karlinn sjájf- ur. Sumir skipstjórarnir voru hörkutól ogslepptu sér alveg, bæði al' æsingi, fiskimetnaði og þreytu og voru náttúrlega líka að halda stöðu sinni gagnvart útgerðar- manninum. Peir þræluðu mann- skapnum áfram og fiskuðu af tóm- um kröftum. Allt var sléttað og purpað við að djöfla trollinu inn og vera nógu fljótur að koma því út aftur til að missa engan tíma. Aðrir voru fiskimenn af guðs náð, sem sagt var, og veiðarnar leikur einn fyrir þá. Fiskurinn synti sjálfkrafa inn í trollið hjá þeim." 24 í lúkarnum En hvernig var þá hvíldarað- staðan þegar færi gafst? Eins og áður gat um sváfu allir hásetarnir í Iúkarnum frammí en þar voru koj- ur á þrcmur hæðum fyrir 20-24 menn og var ekki hægt að sitja uppréttur í þeim. Erfiðleikar voru á að komast upp í efstu koju, ekki Síst ef menn voru langþreyttir eins og oft bar við, því að ekki voru stigar við hendi í öllum skipum. Framan við kojurnar voru mjóir trébekkir en ekkert borð, aðeins stór kolákyntur ofn lyrir miðju. í lúkarnum var oftast einn sameigin- legur skápur fyrir alla haseta cn aukafatnað og aðrár eigur sínar gcynulu þeir í svörtum sjöpoka sem þeir höfðu til fóta, Sáralítil hreinlætisaðstaða : var þarna, oftast ein lítil handdæla með köldu vatni og síðan fata eða lítill vaskur fyrir allan mannskap- inn. Það má því nærri getá áð lítið varð úr þvotti stundum. Mitnn skapurinn vaknaði með sjósaltið í augunum frekar en að fara í langa biðröð til að kömast að þessári einu dælu og fötu. Ekki bætti úr skák að þegar líða tók á túrana var stundum skrúfað fyrir vatn til þvotta því að ketill görnlu gufu- togarana var vatnsfrekur. Eitt ljós var í lofti fyrir allan lúkarinn og logaði það allan sólarhringinn - til ama fyrir suma, en ekkert ljós var í sjálfum kojunum. Magnús Runólfsson skipstjóri byrjaði til sjós á bv. Baldri 15 ára gamall og var það síðastá árið áður en vökulögin komu. Hann segir svo frá í minningutn sínum um fyrsta túrinn: „Komið var fram að jólum þegar ég gekk unt borð og var þá með miklar eftirvæntingar eins og vonlegt var. En líðanin var nú upp og niður þegar til alvörunnar kom. Ég var strax settur í pondið og lát- inn vaska þar en af þvf að ég var svo lítill gusaðist undir Stakkinn svo að ég var holdvotur eins og kvikindi daginn út og inn og leið Aðgerð á dekki Vers á árunum 1924-29. Til vinstri á myndinni má sjá flatningsmennina. Á minni myndinni má sjá flatningsmenn að störfum um borð í bv. Garðari á árunum 1930-43. Fjær á myndinni eru f.v. Jón Ólafsson og Árni Elíasson hásetar.

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.