Fiskifréttir - 18.12.1987, Qupperneq 38
38
föstudagur 18. desember
Loðnustofninn:
Afla-
ráðgjöf
Hjálmar
Vilhjálmsson
Reynsla er fyrir því, bæði héð-
an og annars staðar, að mjög erf-
itt er að áætla afrakstursgetu
loðnuárganga með verulegri ná-
kvæmni fyrr en þeir eru um það
bil að koma eða þegar komnir
inn í veiðina. Þessu veldur
skammlífi loðnunnar og nær al-
ger hrygningardauði, breytilegt
kynþroskahlutfall einstakra ár-
ganga auk þess sem afrakstur á
nýliða getur breyst um allt að því
30% frá einu ári til annars vegna
mismikils fæðuframboðs. Þá er
loðnan einn þýðingarmesti liður-
inn í fæðu þorsksins sem hefur
margfalt verðgildi á við hana eins
og allir vita. Af þessum sökum
fer Hafrannsóknastofnun var-
lega í tillögum sínum um loðnu-
kvóta sem gerðar eru áður en
vertíð hefst og hægt hefur verið
að mæla stærð veiðistofnsins
sjálfs.
í nokkur undanfarin ár hefur
fjöldi ársgamallar smáloðnu
verið mældur í ágústmánuði auk
þess sem samsvarandi upplýsing-
ar hafa oftast fengist jafnhliða
mælingum á stærð veiðistofnsins
í október/nóvember. Með sam-
anburði við það hvernig árgangar
skila sér í veiði næstu tvö árin, en
hver árgangur verður ekki kyn-
þroska allur í einu, er síðan reynt
að ráða í hvers megi vænta um
afrakstur varðandi veiðar. Þessi
aðferð hefur verið notuð undan-
farin tvö til þrjú ár auk þess sem
reynt er að kanna smáloðnu-
magnið í janúar/febrúar sama ár
og vertíð hefst. Það er hins vegar
oft torsótt vegna veðurs og hafíss
á útbreiðslusvæði þessa hluta
stofnsins.
I ljósi þeirra upplýsinga sem
fyrir liggja seinni hluta vetrar
gerir Hafrannsóknastofnun til-
lögur um aflakvóta fyrir fyrri
hluta næstu vertíðar, þ.e. júlí—
nóvember sama ár. Er þá miðað
við þann afla sem hættulaust sýn-
ist að taka þegar gert hefur verið
ráð fyrir 400 þús. tonna hrygn-
ingarstofni og afföllum vegna
ránfiska, aðallega þorsks. Tillög-
ur um aflakvóta á seinni helmingi
vertíðarinnar eru síðan lagðar
fram eftir að stærð veiðistofnsins
hefur verið mæld að haustlagi
meðan vertíð stendur yfir.
Þessi háttur var hafður á sl.
vor og aðallega miðað við upp-
lýsingar um fjölda smáloðnu af
árgangi 1985 frá ágúst og október
1986, en þessi árgangur er 80% af
núverandi veiðistofni eins og
reiknað hafði verið með. Saman-
burður við hliðstæðar upplýsing-
ar um eldri árganga bentu til
þess, að 1985 árgangurinn væri
heldur slakur enda þótt svo virt-
ist sem breyttar göngur og út-
breiðsla ársgamallar smáloðnu í
ágúst 1986 miðað við fyrri ár
kynnu að hafa valdið vanmati á
þessum árgangi miðað við félaga
hans frá fyrri árum. Mælingar á
ókynþroska loðnu af árgöngun-
um 1985 og 1984, sem fram áttu
að fara í janúar/febrúar leiðangri
Bjarna Sæmundssonar sl. vetur,
var ekki hægt að gera nema að
hluta á þeim tíma sem til umráða
var vegna íss á miðunum út af
Vestfjörðum og vestanverðu
Norðurlandi. Tillögur þær sem
Hafrannsóknastofnunin lagði
fram um loðnuveiðar í vor sem
leið voru því byggðar á slíkum
grunni, að ómögulegt var að ráða
í hvort og þá hve mikið unnt
myndi reynast að auka þann afla-
kvóta sem ákveðinn var í fram-
haldi af þeim.
I október sl. var reynt að mæla
stærð loðnustofnsins eins og
venjulega á undangengnum ár-
um. Svo sem kunnugt er mistók-
ust þær mælingar með öllu.
Ástæðurnar voru augljósar og
sem sé þær, að loðnan var ekki
komin á venjulegar vetrarstöðv-
ar út af Norðurlandi og Vest-
fjörðum en hélt sig þess í stað á
grænlenska landgrunninu þar
sem ekki var hægt að komast að
nema hluta hennar vegna íss.
Veiðistofninn var svo mældur við
ágæt skilyrði seinast í nóvember
og reyndist miklu stærri en fyrri
upplýsingar höfðu bent til.
Skiljanlegt er, að Hafrann-
sóknastofnun sé legið á hálsi að
sjá ekki gleggra fram í tímann en
raunin varð að þessu sinni um
loðnuna. Menn verða þó að hafa
hina líffræðilegu sérstöðu þessa
fiskistofns íhuga sem tíunduð var
að hluta hér að framan svo og
það hvað nauðsynlegur saman-
burður milli mælinga á smáloðnu
og afla á sér stutta sögu.
Og síðast en ekki síst ætti að
líta á þá staðreynd að Hafrann-
sóknastofnun hefur mjög tak-
mörkuð fjárráð og verður að
sníða sér stakk eftir vexti, varð-
andi loðnurannsóknir sem ann-
að. Starfsáætlanir og áætlanir um
leiðangra fyrir næsta ár verða að
liggja fyrir í ársbyrjun og nær
ekkert svigrúm er til breytinga
sem oft þyrfti að gera af ófyrirsjá-
anlegum ástæðum. Það var til
dæmis alveg ljóst að hafísinn sem
hindraði mælingar smáloðnunn-
ar sl. vetur myndi fyrr eða síðar
hopa, a.m.k. tímabundið, þann-
ig að þá yrði hægt að komast að
loðnunni til mælinga. Ef það
hefði verið gert hefðu rann-
sóknamenn eflaust þá þegar
komast miklu þær sannleikanum
um ástandi núverandi veiðistofns
en raunin varð. Hafrannsókna-
stofnun hafði hins vegar ekki
peninga til þess að halda úti skipi
til þess að bíða þess tækifæris
nema á kostnað annarra engu
þýðingarminni verkefna sem
henni var ætlað að sinna.
MO| 10
dælur
Þær sem aðrir byggja á
dæla öllu.
Öflugar lensidælur sem henta bæði
stórum og smáum iðnaði. Taka í sig
allskonar rusl. Einfaldar og hannaðar
af hugviti eins og allar dælur frá
MONO. Þær dæla öllu þessar.
Vatnsþrýstikerfi Lensidælur
sem bregðast ekki.
Hentug á skipa- og bátaflotann,
útihús og nánast hvar sem er.
Halda þrýstingi á sjálfvirkan hátt.
Vegna einfaldleika síns og traustrar
byggingar þá bregðast þau ekki.
MONO
EINFALDAR
FJÖLHÆFAR
TRAUSTAR
Vökvadælur
henta allsstaðar.
Einfaldar og hljóðlátar vökvadælur
sem eru þekktar fyrir endingu sína.
Litlar og liprar dælur sem henta alls-
staðar.
EINKAUMBÖÐ Á ÍSLANDI:
HAMARHF
Grandagarði11 Sími 91-22123.
Höfundur er fískifræðingur á
Hafrannsóknastofnun