Fiskifréttir - 18.12.1987, Blaðsíða 43
föstudagur 18. desember
43
Loðna og sölur
Loðnuveiðin:
Heildaraflinn kom-
inn yfir 300 þús. tonn
Heildarloönuaflinn á vertíðinni
er nú kominn yfir 300 þúsund tonn.
Þokkalegur afli hefur fengist flesta
daga þrátt fyrir að loðnan hafi
verið stygg og erfitt að eiga við
hana. Veiðisvæðið hefur verið
norður af Þistilsfirði en að sögn
Astráðs Ingvarssonar hjá Loðnu-
nefnd hefur einnig orðið vart við
loðnu austar eða út af Digranes-
flaki. Engar takmarkanir hafa
verið settar á loðnuveiðarnar nú
fvrir jól af hálfu stjórnvalda og
flotinn verður því væntanlega að
veiðum þar til sjómenn fara í jóla-
levfi samkvæmt kjarasamningum.
Eftirtalin skip hafa tilkynnt
Loðnunefnd um afla frá 8. desem-
ber sl. fram til hádegis 15. desem-
ber:
Þriðjudagur 8. desember: Sjáv-
arborg 820, Bergur 470. Gísli Árni
650, Þórður Jónasson 700, Húna-
röst 620, Guðrún Þorkelsdóttir
720, Albert 750, Magnús 530.
Guðmundur Ólafur 600. Skarðs-
vík 640, Þórshamar 600, Jón
Finnsson 900. Guðmundur 450. ís-
leifur 740. Víkurberg 500, Eskfirð-
ingur 620. Harpa 570. Fífill 630,
Keflvíkingur 540. — Samtals eru
þetta 19 skip með 12050 tonn.
Miðvikudagur 9. desember:
Hilmir II 590. Svanur 650, Erling
500, Grindvíkingur 1020. Sjávar-
borg 650, Súlan 750, Þórður Jóna-
sson 600, Bjarni Ólafsson 1150,
Skarðsvík 660, Hilmir 1050, Þórs-
hamaróOO, Gullberg 560. — Sam-
tals 12 skip með 8780 lestir.
Fimmtudagur 10. desember:
Harpa 600, Börkur 1330, Örn 750,
Rauðsey 610, Hrafn 630, Fífill 640,
Húnaröst 620, Magnús 530. Gísli
Árni 610, Gígja 750, Guðmundur
Ólafur 610, Keflvíkingur 530. —
Samtals 12 skip með 8210 lestir.
Rétt er að geta þess að Magnús
landaði í Fuglafirði í Færeyjum,
fyrsta íslenska skipið á þessari ver-
tíð.
Föstudagur 11. desember: Jón
Finnsson 1120. Bergur 330, ísleifur
740. Guðrún Þorkelsdóttir 650.
Kap II 660, Eldborg 1300, Hilmir
300, Fífill 250. - Alls átta skip
með 5350 lestir.
Laugardagur 12. desember: Jón
Kjartansson 1100. Skarðsvík 660,
Hrafn 650, Albert 750, Þórshamar
530. Hilmir II 580. Húnaröst 620,
Börkur 1200, Hilmir 1000, Guð-
mundur 860. — Tíu skip með 7950
lestir.
Sunnudagur 13. desember:
Harpa 620, Víkingur 1050, Esk-
firðingur 620, Sjávarborg 700.
Höfrungur 770, Víkurberg 550,
Örn 750. Erling 550. — Alls átta
skip með 5610 lestir.
Mánudagur 14. desember: Súl-
an 800. Guðrún Þorkelsdóttir 720.
Gullberg 550, Guðmundur Ólafur
600, Keflvíkingur 540, Rauðsey
130, Grindvíkingur 950, Bjarni
Ólafsson 950, Þórshamar 530,
Hrafn 650, Þórður Jónasson 450,
Jón Finnsson 1100, Fífill 530.
Hilmir II 200 (fékk í skrúfuna). —
Alls 14 skip með 8700 lestir.
Þriðjudagur 15. desember:
Svanur 670, Skarðsvík 650. Sig-
urður 1400, Jón Kjartansson 1100.
Bergur 300, Gísli Árni 590, Magn-
ús 460, Albert 700, ísleifur 670,
Hilmir 1050, Húnaröst 620. — Alls
11 skip með 8210 lestir.
I/erðiækkun á þorski í
Bretlandi
— vegna aukins afla heimabáta
Mikiö framboö hefur verið af ís-
lenskum fiski í Bretlandi að undan-
förnu og eru mörg skip bókuð með
sölur allt fram undir jól. Þokkalegt
verð hefur fengist fyrir aflann, að-
allega þó ýsu og kola en þorskurinn
hefur heldur lækkað í verði í kjöl-
far góðs afla heimabáta í Norður-
sjó.
Samkvæmt upplýsingum frá
LÍÚ hafa eftirtalin skip selt afla í
Bretlandi frá 8. desember fram til
15. desember: Snæfugl seldi 8. des.
í Hull, 125 tonn fyrir 9.2 millj.
króna. Meðalverð var 73.26 kr. en
uppistaða aflans var þorskur.
Skarfur GK seldi í Hull 14. desem-
ber, 84 tonn fyrir 5.0 millj. króna.
Meðalverð á kíló var 60.12 kr.
Sæljón seldi í Grimsby 15. des., 42
tonn fyrir 3.0 millj. króna. Meðal-
verð var 71.74 kr. á kíló. Þá seldi
Happasæll sama dag í Hull en upp-
lýsingar urn söluna höfðu ekki bor-
ist LIÚ er blaðið fór í prentun.
í Þýskalandi seldi Vigri 8. des.,
208 tonn fyrir 10.8 millj. króna.
Meðalverð á kíló var 52.15 kr. sem
er þokkalegt. Skafti seldi tveimur
dögum síðar á sama stað og fékk
þá heldur lægra meðalverð eða
44.96 kr. Alls seldi Skafti 153 tonn
fyrir 6.9 millj. króna en þess ber að
geta að ein níu tonn fóru í gúanó.
Loks seldi Engey í Bremerhaven
þann 14. des., 170 tonn fyrir 9.2
millj. króna sem gerir 54.34 kr. að
jafnaði fyrir kílóið.
Gámasölur
Gott verð fékkst fyrir gámafisk í
Bretlandi í síðustu viku eða að
jafnaði 73.49 kr. fyrir kílóið. Seld
voru 758 tonn fyrir 55.7 millj.
króna. I gámunum voru 407 tonn
af þorski sem fór á 69.48 kr. að
jafnaði hvert kíló; 119 tonn af ýsu á
82.10 kr. og 116 tonn af kola á 90.12
kr. Verð á þorski lækkaði svo
verulega sl. mánudag en þá fór
meðalverðið niður í 58.14 kr. Alls
voru seld 330 tonn af fiski sl.
mánudag, fyrir 21.4 millj. króna
sem gerir 64.88 kr. að jafnaði fyrir
kílóið. Seld voru 216 tonn af þorski
sem fór á 58.14 kr; 39 tonn af ýsu
sem fór á 85.10 kr. hvert kíló og
loks 39 tonn af kola sem seldist á
89.78 kr. hvert kíló.
Fiskiskip til sölu
— Notuð skip og nýsmíði —
Getum útvegað ný og notuð skip frá Noregi og
Svíþjóð. í mörgum tilfellum er mögulegt að taka eldri
skip og báta upp í kaupin. Kaupendur geta oftast
haldið sínum bátum þar til skiptin fara fram eða
afhending nýsmíði.
Tökum einnig báta í umboðssölu
innanlands — mikil eftirspurn
Eignahöllin
símar: 28850 • 28233
skipasala — Hverfisgötu 76
Skúli Ólafsson, Hilmar Victorsson viðskiptafr.
Tilkynning
frá Fiskveiðasjóði íslands
Umsóknir um lán á árinu 1988 og endurnýjun eldri umsókna. Um lánveitingar úr Fiskveiðasjóði
íslands á árinu 1988 hefur eftirfarandi verið ákveðið:
1. VEGNA FRAMKVÆMDA í FISKIÐNAÐI:
Sjóðsstjórn telur ekki þurfa aukna afkastagetu í hefðbundnum vinnslugreinum og metur
umsóknir samkvæmt því. Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til
bygginga, véla, tækja og breytinga, sem hafa í för með sér bætt gæði og aukna
framleiðni.
2. VEGNA ENDURBÓTA Á FISKISKIPUM:
Lánað verður til skipta á aflvél, til tækjakaupa og endurbóta, ef talið er nauðsynlegt og
hagkvæmt.
3. VEGNA NÝSMÍÐI OG INNFLUTNINGS Á FISKISKIPUM:
Lán vegna nýsmíði og innflutnings á fiskiskipum verða eingöngu veitt ef skip sambæri-
legrar stærðar eru úrelt, seld úr landi eða strikuð út af skipaskrá af öðrum ástæðum.
Hámarkslán er 65% vegna nýsmíði innanlands, en 60% vegna nýsmíði erlendis eða
innflutnings. Engin lán verða veitt vegnanýsmíði eða innflutnings báta undirlO rúmlest-
um.
4. ENDURNÝJUN UMSÓKNA:
Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf að endurnýja. Gera þarf nákvæma grein fyrir
hvernig þær framkvæmdir standa sem lánsloforð hefur verið veitt til.
5. HÆKKUN LÁNSLOFORÐA:
Mikilvægt er að lánsumsóknir séu nákvæmar og verk tæmandi talin. Sérstök athygli er
vakin á því að lánsloforð verða ekki hækkuð vegna viðbótarframkvæmda, nema Ijóst sé
að umsækjandi hafi ekki getað séð hækkunina fyrir og hækkunin hafi verið samþykkt af
sjóðnum áður en viðbótarframkvæmdir hófust.
6. UMSÓKNARFRESTUR:
Umsóknarfrestur er til 31. desember 1987.
7. ALMENNT:
Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir. Sérstök
athygli er vakin á því að sjóðurinn getur synjað lánsumsókn, þótt hún uþpfylli almenn
skilyrði. Umsóknum um lán skal skila á þartil gerðum eyðublöðum, ásamt þeim gögnum
og upplýsingum, sem þar er getið, að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin til greina
(eyðublöð fást á skrifstofu Fiskveiðasjóðs íslands, Austurstræti 19, Reykjavík, svo og í
ýmsum bönkum og sparisjóðum utan Reykjavíkur). Umsóknir er berast eftir tilskilinn
umsóknarfrest verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1988 nema um sé að
ræða ófyrirséð óhöpp.
Reykjavík, 10. nóvember 1987 \
FISKVEIÐASJÓÐUR ÍSLANDS 1