Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.2004, Síða 13

Fiskifréttir - 17.12.2004, Síða 13
FISKIFRETTIR 17. desember 2004 13 VEIÐAR strax farinn að sjá um útgerðina á Guðnýjunni sem hann gerði síðan út í fjölda ára. Jói Sím var stýri- maður og Þórir Þórisson var annar vélstjóri. Þarna voru líka Rafn Oddsson og Ragnar Aki Jónsson. Svo var ég um tíma stýrimaður á Ásúlfi hjá Jóa Sím. Ég fór mjög ungur á vélstjórnar- námskeið því að ég var að hugsa um að verða vélstjóri. Seinna tók ég meirapróf til að hafa einhver réttindi ef maður hætti á sjónum. Á þessum árum þegar ég var ung- lingur var hugsunin einhvern veg- inn sú að menn ættu strax að fara að vinna og skólamenntun skipti engu máli. Auðvitað sér maður í dag að menntun skiptir máli. Að vísu er ég ekki á því að menntunin sé allt. Núna er alltaf verið að segja að allir eigi að mennta sig einhver lifandis ósköp og helst all- ir eigi að fara í háskóla. Það er eins og enginn eigi að vinna í frum- greinunum. En maður sem er mik- ið menntaður og með miklar skuldir en fær ekki vinnu - ég sé ekki gagnið í langskólagöngu í þeim tilfellum. Við erum að fá til okkar fullt af hámenntuðu fólki víða úr heiminum sem er að vinna hér störf sem íslendingar vilja ekki vinna. Nei, langskólagangan er ekki allt.“ í útgerð meira en fjörutíu ár Konráð tók snemma 30 tonna skipstjórnarréttindin til viðbótar við vélstjórnarréttindin. Síðan fór hann í Stýrimannaskólann veturinn 1964-65 og tók minna fiskimanna- prófið. Sjálfur byrjaði hann í út- gerð árið 1962 og hefur verið í henni nánast óslitið síðan eða meira en fjörutíu ár. „Upphafið var þannig að við keyptum fjórir saman bát, Guð- mundur tengdafaðir minn, Tryggvi mágur minn, Jón Hjörtur Jóhann- esson svili minn og ég. Báturinn sem við keyptum var Gissur hvíti og við vorum á línu. Ég var ekki með hann fyrst en tók fljótlega við honum. Þá var nú þungt að gera út, maður! Þegar búið var að borga beituna og olíuna og borga mann- skapnum og annan kostnað, þá var orðið lítið eftir. Nánast ekkert. Karlinn tengdapabbi tók aldrei kaup þó að hann væri að vinna við þetta í öllum frítímum, hann vann annars staðar, en það var reynt að láta okkur hina hafa eitthvað. Sá sem átti flesta krakkana fékk mest. Það var ekki bjart yfir útgerð á þeim tíma og ég horfði svolítið til hrefnuveiða. Lárus Sigurðsson í Hnífsdal átti hrefnubyssu sem hann hafði keypt af Hrefnu-Gesti. Við fengum byssuna hjá Lárusi en hún var aldrei sett á Gissur hvíta fyrr en eftir að ég var búinn að selja minn hlut í honum. Haustið 1969 kaupi ég bát í fé- lagi við Olaf Halldórsson, bróður Sturlu yfirhafnarvarðar á ísafirði. Þá hætti ég sem skipstjóri á Hrönn- inni sem ég hafði verið með árin á undan. Við Olafur vorum búnir að Konráð Eggertsson sautján ára gamall þegar hann var með Dóra Hermanns á Guðnýjunni. Úr ferð norður á Hornstrandir fyrir mörgum árum. Hér sést aftan á hausinn á Konráð Eggertssvni sem hefur verið að segja eitthvað sem þeir Halldór Hermannsson úr Ögur- nesinu, Ásgeir heitinn Sigurðsson frá Bæjum á Snæfjallaströnd og Arnór Stígsson frá Horni hafa kunnað að meta. vera saman með fiskverkun en síð- an vorum við saman í útgerð í mörg ár og líka í rekstrinum á Brjánslæk á Barðaströnd. Ólafur heitinn var einhver besti maður sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Alveg sérstakur maður. Báturinn sem við Ólafur keypt- um var Halldór Sigurðsson sá fyrsti í röðinni, 17 tonna bátur byggður 1912. Við keyptum hann óséðan frá Hofsósi. Þar var kall sem skoðaði hann fyrir okkur og svo var bara komið með hann. Bát- urinn hét Haraldur Ólafsson þegar við keyptum hann. Áður hét hann Framtíðin og var búinn að standa í mörg ár í slipp hér á ísafirði. Bát- urinn var þá orðinn svo lélegur og siginn að kjölurinn var genginn upp í hann. í einhverri atvinnu- bótavinnu hafði Marzellíus Bern- harðsson tekið þennan bát og end- urbyggt hann og selt hann til Hofs- óss. ,,Svo fór að við skil- uðum inn grásleppu- leyfinu og fengum hrefnuleyfi í staðinn11 Þetta var fyrsti báturinn af þremur með nafninu Halldór Sig- urðsson sem ég hef átt og gert út um dagana, fyrst í félagi við Ólaf Jlalldórsson og síðan í félagi við Gumma son minn. Nafnið Hall- dór Sigurðsson er nafnið á Hall- dóri skipstjóra föður Ólafs og skráningarnúmerið á öllum bátun- um þremur hefur verið IS-14. Halldór hafði verið með þetta númer á Vébirninum, einum af Samvinnufélagsbátunum frægu á Isafirði. Þegar Geiri Bjartar sem hafði verið lengi með IS-14 heyrði að báturinn okkar Ólafs ætti að heita Halldór Sigurðsson, þá sagði hann: Það er ekki hægt að láta hann heita þetta nema hafa IS-14 á honum, þið fáið númerið. Þá var eitthvert millibilsástand hjá Geira og hann var með númer- ið innlagt. Við misstum þennan bát fyrir rest þegar hann rak upp vestur á Brjánslæk. Þá fór Óli út úr útgerð- inni en Guðmundur strákurinn minn kom inn í hana með mér í staðinn. Þá keyptum við Halldór Sigurðsson númer tvö sem núna er Valur í Súðavík. Við feðgarnir höf- um verið saman í útgerðinni síðan 1985 og stundað sjóinn saman. Guðmundur var reyndar búinn að HJALLAHRAUNI 2 • 222 HAFNARFIRÐI • SÍMI: 555 1027 • FAX: 565 2227 • CLEOPATRA@TREFJAR.IS • WWW.TREFJAR.IS TREFJAR ehf. 15 BRÚTTÓTONN 11.9 BRÚTTÓRÚMLESTIR «TREF|AR YIÐ ÓSKUM ÚTGERÐ

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.