Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.2004, Page 35

Fiskifréttir - 17.12.2004, Page 35
FISKIFRÉTTIR 17. desember 2004 35 Hótel Niagara á Þingeyri. Þar skemmtu Ameríkumenn sér þegar þeir voru í landi. Húsið stendur enn iítt breytt og er í eigu kvenfélagsins á Þingeyri. (Mynd: Ur bókinni Barnaskólinn á Þingeyri í Dýrafírði í 100 ár). mundir. íslensku sjómennirnir fengu því mun meira yfir mánuð- inn en menn í venjulegri sveitavist fengu yfir árið.“ 20 íslenskir sjómenn Valdimar var spurður hvort vitað væri hve miklar fjárhæðir hefðu runnið samtals til íslenskra sjó- manna sem voru í skiprúmi hjá am- erískum lúðuveiðimönnum. „I þeim heimildum sem ég hef farið í gegnum koma ekki fram nöfn nema rúmlega 20 sjómanna sem voru hjá Könum. Vafalaust vantar þó þama einhverja. Það er helst á árunum 1889-1895 sem íslending- ar eru að einhverju marki starfandi á lúðuveiðiflotanum. Meðalíjöldi skipa þennan tíma var 9-10 skip á ári. Óvíst er hve margir íslendingar voru um borð á hverju skipi. Sum skip höfðu enga íslendinga um borð, á öðrum vom 2-3 íslendingar og dæmi eru um að 9 íslendingar hafi verið á einu skipi eitt árið. Ég geri ráð fyrir því í útreikningum mínum að 2 Islendingar hafi verið að meðaltali á skipi þessi 7 ár. Því verður tilgátan að heildarlaun Is- lendinga á ameríska lúðuveiðiflot- anum hafi verið 13.300 dollarar sem samsvarar um 50.540 íslensk- um krónum á gengi þess tíma. Þénusta hjá Könum hefur því jafn- gilt launum fyrir nær 1000 ársverk vinnumanna í sveit. Að framan- sögðu er ljóst að lúðuveiðimenn- irnir frá Gloucester færðu Dýrfirð- ingum umtalsverð efnisleg gæði.“ Fengu lúðuhausa hjá Kananum Eins og fram er komið var mikið af meðafla lúðuveiðimannanna hent úti á sjó. Þess eru þó dæmi að þorskur hafi verið flakaður og salt- aður um borð og keyptur af Gramsversluninni. Lúðuhausunum var vafalaust einnig hent í stórum stíl. Þó var talsvert um það að Dýr- firðingar færu um borð í skonnort- urnar þegar þær komu til lands og fengu hjá þeim lúðuhausa. íslend- ingar áttu töluverð samskipti við Kanana önnur en hér hafa verið nefnd. Valdimar gat þess að nokkr- ir íslendingar hefðu til dæmis feng- ið far með þeim til Ameríku síðla sumars og komið til baka næst vor. Aðrir sem sigldu með þeim til Am- eríku hefðu sest þar að enda var þetta á þeim tíma sem fjöldi íslend- inga fluttist til Vesturheims. Enginn sómakær karlmaður... „Eftirtektarverðast við þennan tíma eru samskipti Ameríkumanna við kvenþjóðina og örlög þeirra kvenna sem eignuðust börn með þeim,“ sagði Valdimar er hann var spurður hvað stæði upp úr við þetta tímabil. „Alls sex stúlkur í Dýrafirði eignuðust börn með er- lendum lúðuveiðimönnum. Það varð þeim öllum þungt i skauti. Sumar eignuðust fleiri en eitt barn þannig að börnin urðu átta. Af þeim komust fjögur til fullorðins- ára og eiga nú fjölda afkomenda hér á landi. Ég kannaði örlög og æviferil þessara kvenna. Þær voru dæmdar hart og skrifað var um þær í blöðunum. í einni blaða- greininni var sagt eitthvað á þá leið að enginn sómakær karlmaður myndi vilja kvongast þessum kon- um. Svo fór að engin þeirra giftist hér á Iandi. Barnsfeðurnir borguðu ekki meðlag svo vitað sé og þær þurftu allar að leita eftir sveitar- styrk einhvern tímann á ævinni til að framfleyta sér og börnum sín- um. Aðeins ein þessara kvenna giftist. Hún fór til Ameríku frá fá- tæktarbasli og niðurlægingu hér heima en skildi son sinn eftir. í Ameríku kynntist hún norskum rnanni og fluttist með honum til Noregs og stofnaði þar heimili." Færri lausaleiksbörn í Dýrafirði Valdimar var spurður hvort meira hefði verið um lauslæti á Þingeyri en annars staðar á landinu á þessum tíma. Hann sagðist hafa kannað það sérstaklega og í ljós hefði kornið að hlutfallslegur fjöldi lausaleiksbarna hefði verið undir landsmeðaltali í Dýrafirði á Kana- tímabilinu. „Þetta voru ungar stúlkur og ógiftar og Kanarnir voru glæsilegir menn sem höfðu nóga peninga handa á milli. Maður getur vel skilið að þær skyldu falla fyrir þeim. Hins vegar er athyglisvert að öldum saman hafa Fransmenn og Englendingar og fleiri útlendingar veitt fisk á íslandsmiðum. Þeir áttu lika mikil samskipti við Dýrfirð- inga. Það var hins vegar aldrei skráð í kirkjubækur að þeir ættu börn með stúlkum þar þótt það væri hald manna að svo kynni að hafa verið. Þegar Kanarnir koma þá eru þeirra börn skráð í prest- þjónustubækur.“ Valdimar gat þess í lokin að fyrsta barnið sem feðrað var Amer- íkumanni var stúlkubarn sem skírt var Evfemía Ingisól. Faðir hennar var Edward Ingersoll stýrimaður. Evfemía Ingisól varð ekki langlíf því hún dó á öðru ári 1887. Seinna nafn Evfemíu er hljóðlíking af ætt- arnafni föðurins. Einn af afkom- endum móður stúlkunnar lét skíra dóttur sína, sem fæddist 2. maí 2002, hinu fallega nafni Ingisól. Þannig heldur lífið áfram. Amer- ísku lúðuveiðimennirnir hafa fyrir löngu safnast til feðra sinna en hér á landi lifa hin amerísku gen í rammíslensku blóði. „Alls sex stúlkur í Dýrafirði eignuðust börn með eriendum lúðuveiðimönnum. Það varð þeim öllum þungt í skauti. Sumar eignuðust fleiri en eitt barn þannig að börnin urðu átta. Af þeim komust fjögur til fullorðinsára og eiga nú fjölda afkomenda hér á landi. “ MD VÉLAR EHF. Stórási 4 210 Garðabæ sími 567 2800 Mekanord og Hundsted Nútima Túrbínuþjónusta Viðgerðarþjónustu annast Héðinn hf sími: 569 2122 MD VÉLAR EHF. Stórási 4 • 210 Garðabæ Sími: 567 2800 • 567 2606 Netfang: mdvelar&mdvelar.is www.mdvelar.is Fiski FRETTIR Auglýsingar 569 6623 SIMRAD A KONGSBERG Company MAXIMIZING YOUR PERFORMANCE AT SEA www.simrad.is Simrad skanner 4ft eða 6ft Nýir radarar ffá SIMRAD eru komnif á markaðinn.Eru þeir með sendi og móttökubúnað í svokölluðum “svörtum kassa”, með sér stjómborði og hægt er að velja um flatskjái 17", 19" eða 23" Radararnir koma bæði með eða án IMO samþykktar og þá er hægt að fá í margskonar útfærslu svo sem ATA 10 skipa plott og með ýmsa tengimöguleika FRIÐRIKA. JÓNSSON EHF Eyjarslóð 7, 121 Reykjavik, Sími 552 2111, Fax 552 2115, www.faj.ls eirikur(a:faj.is, ogmundurffl faj.is, georgfá faj.is, svavar@faj.is

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.