Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.2004, Side 44

Fiskifréttir - 17.12.2004, Side 44
44 FISKIFRÉTTIR 17. desember 2004 Á kolmunnaveiðum. (Mynd/Fiskifréttir: Hlynur Ársælsson). Kolmunni 2003: Heildarveiðin nam 2,4 millj. tonna — Norðmenn veiddu 36% kolmunnans en íslendingar 21% Heildarkolmunnaaflinn á árinu 2003 nam um 2,4 millj- ónum tonna samkvæmt loka- tölum frá NEAFC, NA-Atl- antshafsfiskveiðinefndinni, sem gefnar voru út ekki alls fyrir Iöngu. Þar af veiddu Norðmenn langmest, eða um 850 þúsund tonn, en Islend- ingar komu þar á eftir með um 500 þúsund tonn. Megnið af þessum kolmunna veiddist á alþjóðlegu hafsvæði. Norðmenn tóku þar mestan afla sinn, eða um 460 þúsund tonn. Lögsaga Færeyja gaf næst mest eða um 550 þúsund tonn. Þar voru Islendingar iðnir við kolmunnann og tóku þar 220 þúsund tonn. Þriðja besta veiði- svæðið var svo lögsaga Islands en þar veddust 270 þúsund tonn. Eins og að líkum lætur veiddu Islendingar þar mest en Færey- ingar voru þar einnig drjúgir. Þeir veiddu þriðjung heildarafla síns í kolmunna í íslensku lög- sögunni. I lögsögu ESB veidd- ust svo um 305 þúsund tonn Eins og sést á meðfylgjandi skýringarmyndum veiddu Norð- menn 36% kolmunnaaflans á ár- inu 2003 og íslendingar 21%. Rússar eru í þriðja sæti með 15%. Þá má benda á að íslenska lögsagan gaf um 16% af kolmunnaaflanum á árinu 2003 en alþjóðlega hafsvæðið gaf um 35%. Ekki liggja fyrir tölur um hvað kolmunnaaflinn er orðinn mikill á þessu ári enda eru ýmsar þjóðir að veiða kolmunnann ennþá, þar á meðal íslendingar. Allt stefnir þó í að heildaraflinn verði meiri í ár en hann var í fyrra. Norðmenn hafa Kolmunnaafli eftir lögsögum 2003 Heimild: NEAFC a.m.k. ekki veitt minna í ár en í fyrra. Afli íslenskra skipa var hins vegar um 417 þúsund tonn nú um miðja vikuna. Ljóst er að þau slá ekki metið frá því í fyrra þótt kvót- inn sé nægur þar sem fáir dagar eru enn eftir af veiðiárinu. Kolmunnaafli eftir veiðiþjóðum 2003 Kolmunnaaflinn eftir þjóðum og veiðisvæðum 2003 Þjóó Alþjóðl. hafsvæði Lögsaga ESB Lögsaga Lögsaga Færeyja ÍSLANDS Lögsaga Noregs Lögsaga Svalbarða Samtals Noregur 465.194 122.046 37.740 0 226.416 0 851.396 ÍSLAND 8.690 0 223.411 269.352 41 0 501.494 Rússland 188.131 0 119.660 0 17.322 34.395 360.160 Færeyjar 32.759 47.091 149.566 100.472 5.416 200 335.504 ESB 136.454 136.759 15.964 0 17.945 414 307.536 Pólland 297 0 0 0 0 0 297 Samtals 832.131 305.896 546.341 369.824 267.140 35.009 2.356.387 (Heimild: NEAFC) Norðmenn hættir síldveiðum Síldarvertíð Norðmanna er Iokið þetta árið. Reyndar eru eft- ir um 500 tonn af togarakvótan- um en ekki er talið líklegt að far- ið verði eftir því magni því það skiptist á milli margra skipa. Skip.is greinir frá. Eitt af síðustu skipunum, sem fengu síldarafla á vertíðinni, var togarinn Skudetrál sem var með 125 tonna afla. Þar með var afli norskra skipa á vertíðinni orðinn rúmlega 470 þúsund tonn. Togar- inn fékk aflann í Vestfjorden og fengust rúmar 50 ísl. krónur fyrir kílóið á uppboðsmarkaði Norges Sildesalgslag. Meðalvigtin á síld- inni var 330 grömm og fóru um 70% aflans í stærsta flokkinn. Að sögn vefsíðu IntraFish fer Skudetrál nú á kolmunnaveiðar í Norðursjó áður en áhöfnin fer heim í jólafrí. Tvöfalt verð fyrir aflann — í Skotlandi miðað við Færeyjar Færeyska línuskipið Jákup B er nú í Scrabster í Skotlandi en þar fæst nú tvöfalt verð fyrir afl- ann miðað við fiskverðið í Fær- eyjum. Þá er ódýrara að landa í Scrabster en í Færeyjum en á móti kemur kostnaður við að sigla með aflann að því er fram kemur á Skip.is. Rætt er við Grím Larsen, útgerð- armann Jákup B, á vefsíðunni Norðlýsið og þótt ekki sé greint frá því hve mikinn afla skipið er með þá segir að 70% aflans sé ýsa en annar afli er þorskur, langa og keila. 13 manns eru í áhöfn og var Grímur sjálfur skipstjóri í veiði- ferðinni en flestum skipverjum var gefið frí áður en haldið var til Skotlands. Afleysingarmennirnir eru nokkuð við aldur og t.a.m. er vélstjórinn 87 ára og annar í áhöfn- inni er 78 ára. Viking Enterpris í slipp í Reykjavík fyrir brottförina. Viking Enterprise: Kominn í Kyrrahafið Frystitogarinn Viking Enter- prise, sem seldur var frá Islandi til vesturstrandar Kanada fyrr í vetur, fór í gegnum Panana- skurðinn um sl. helgi og er hann nú staddur á Kyrrahafi. Siglingin frá íslandi hefur tekið sinn tíma og er Viking Enterprise, sem áður hét Kristinn Friðriksson SH og þar áður Geiri Péturs ÞH, ekki væntanlegur til Vancouver í Kanada fyrr en 28 desember nk. að sögn Þórarins Guðbergssonar hjá Álasundi ehf. sem sá um sölu skipsins. Vonast hafði verið til þess að togarinn yrði kominn heim fyrir jól. Skip.is greindi frá.

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.