Dagrenning - 01.02.1940, Page 22

Dagrenning - 01.02.1940, Page 22
OFFSINN YFIRVECUR VITSMUNINA O^'go Sem dæmi um það, hvað vitsmunir glæpamanna eru takmarkaðir, og þeir líklegir til flónskra úrráða, má geta þess, að foringi eins glæpamannaflokks í Bandaríkj- unum, sem hafði komist yfir töluvert fé með þorpara brögðum sínum, afréði að gjörast reiðmaður mikill eins og hann vissi dæmi til, að svo mörg ríkmenni þar í landi væru. Gerði hann það fyrst að verki, að leigja vænan reiðhest, og tók svo að æfa sig á baki. En vonin reynd- ist manninnum ríkari en mátturinn, því hann féll af baki og beið bana af. Félagar hins happlausa foringja stungu nefjum saman, og í allri dýrð þeirra vizku, komust þeir að þeirri mikilvægu niðurstöðu, að hestinum bæri ekki að sleppa refsingalaus. Leigðu þeir hestinn í annað sinn, leiddu hann afvega og skutu hann til dauðs. ALT BREYTIST Fyrstur manna á Englandi, sem varð til þess, að prenta skrár yfir ferðaáætlanir eimlesta og eimskipa var George Bradshaw, prentari og myndamóta smiður, árið 1839. Félögin töldu sig illa leikin með þessari afskifla- semi, eins og þau nefndu það, og kváðu það vera næsta ómögulegt, að láta ferðatækin ganga eftir skráðri tíma töflu, Nú borga slík félög stórfé árlega, einmitt fyrir það, sem Bradshaw strekti við að gera án launa.

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.