Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Qupperneq 102

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Qupperneq 102
Hverjum sagði smiðurinn draum sinn? Þannig hlýtur það að hafa verið Var ég þessi rauðhœrði strákur? bar það svartmálað við vesturloftið eins og oflanga skepnu sem hefði lagt sig með reistan háls í mjúk- legar brúnirnar á leið frá sjó upp í vötnin í heiðinni. Stöku sinnum fyrst eftir að húsið reis fórum við bróðir minn vestur í hálsana en hinsvegar vikum við úr vegi fyrir smiðnum ef hann kom vestan bakkann. Jafnvel stálpuð ungmennin sem hömuðu sig blómi þorpsins, hálftepruð, hálfvillt, undir víðu þakskeggi búðarinnar án þess að kaupmaðurinn fengi rönd við reist létu smiðinn af- skiptalausan og hrópuðu ekki að honum eins og öðrum. Eftir á að hyggja hefir það verið kaupmaður- inn sem smiðurinn trúði fyrir draum sínum; það stóð honum næst að fá skýringu á húsinu. Einn dag haustið eftir kom skip og lagðist að vanda úti á pollinum. Smiðurinn, sem sinnti ekki upp- skipun, leit fyrir hádegi inn í kaupmannshúsið til að dytta að gluggum í forstofunni þar sem pottablómin riðluðust eins og botngróður undir ljósi frá marglit- um smárúðum allt í kring. I þess- ari tvíræðu birtu sá hann allt í einu bregða fyrir svartklæddri hávax- inni konu sem hvarf honum jafn- harðan gegnum stofudyrnar inn af. Hún var greinilega ekki ein af stúlkunum í húsinu og því síður frúin sjálf sem var lítil og mann- blendin og gat aldrei látið vera að taka fólk tali. Samt vissi smiður- inn óðar hver konan var; þannig hlýtur það að hafa verið hvað sem hver segir. Honum var sagt að það hefði kom- ið gestur með skipinu en hann spurði einskis og fór frá óloknu verki. Seinna um daginn sneri hann aftur og stóð þá allt í einu augliti til auglitis við svartklædda konu sem kom beint í flasið á hon- um. Var ég rauðhærður strákur meðal annarra úfinna rauðhærðra tötralegra smástráka sem leyndust bak við skrúðgarð kaupmannsfrú- arinnar til að fylgjast með sögunni frá upphafi? Konan bauð góðan dag en smiðurinn þagði við. Rétt fyrir jól flutti hún til hans í húsið vestur í hálsunum. Hún kom að sunnan og var skyld eða vensluð kaupmanninum, falleg kona svarthærð fölleit gráeyg ekki blá heldur gráeyg, nokkuð kinn- fiskasogin sem kann að hafa verið talið lýti svo að menn greindi á um fegurð hennar. Við bræðurnir höfðum náttúrlega engan smekk sem við vissum af. Við áttum heima í smábæ vestur á bakkanum og lékum okkur út og suður um þorpið en eftir að konan í Smiðs- húsinu kom til sögunnar fór nýr og sterkari segull en við afbárum með góðu móti að virka án afláts á litla marklausa flöktandi kompása okkar. Við sættum færi að verða á vegi hennar hvenær sem við sáum hana álengdar neðst í hæðunum eða vestur á bakka, á leið í búðina eða kaupmannshúsið. Smiðurinn var aldrei í för með henni og hann kom aldrei í kaupmannshúsið eftir að hún fluttist til hans. Ef við slæddumst vestur í hálsana fórum við langan sveig um húsið; við höfðum beyg af smiðnum en jafn- vel ennþá meiri beyg af konunni. Helst vildum við ekki mæta henni nema þar sem stígurinn lá um varpann heima; þegar hún gekk framhjá brosti hún en leit ekki við okkur. Lítil timburhús risu á bakkanum þessi missiri líkt og í hillingum; eitt stórt hús kom í ljós með furðu- legum hraða vorið 1902. Það var hótel og eftir það drakk smiðurinn á hótelinu. En ekkert sem gerðist fékk truflað áhuga okkar á kon- unni í húsi smiðsins. Við segi ég: ég var sex ára þegar hún kom og bróðir minn fimm; vrö vórum átta og sjö þegar hún fór. Ávalir mjúk- ir dagar þessara ára renna fyrir mér í eitt eins og boglínur hjóls sem veltur í falli. Alltaf áður en varir er haust, tærir dagar með ávæning af brothljóði í jörðu. Viss- ir litir tilheyra þessum dögum, tjörulyktin er af einhverjum ástæðum brún, hamarshöggin Ijós- blá, tóbaksreykurinn sem leggur frá smiðunum við vinnu þeirra kandísgulur. Suðvestanvindur tek- ur að þyrla hefilspónum út bakk- ann, það dimmir yfir og smiðirnir fara heim, en svartklædda konan kemur í ljós, langstíg, spengileg. Smiðurinn hœttir að koma í kaupmanns- húsið Hótelið STORÐ 100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.