Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Blaðsíða 103

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Blaðsíða 103
Við skynjum hatur þorpsbúa Brellur minnisins? Þau smiðurinn vóru hötuð. En þetta hatur átti sér engar hvers- dagslegar ástæður fremur en háttalag þessa fólks í augum þorpsbúa. Samt minntist enginn framar á það að smiðnum væri ekki sjálfrátt. Ef við bræður spurðum móður okkar um konuna fengum við óljósa áminningu. Við kunnum að sjálfsögðu ekki að nefna réttum nöfnum öfund eða hatur, né annarskonar ótta en hversdagslegan skrekk; við skynj- uðum hatrið á þessu fólki álengdar eins og hráa lykt eða óeðlilega þögn eða liti; fyrir mér var það rautt. Einn dag kom ókunnur gestur í þorpið og settist upp á hótelinu meðan skipið stóð við. Það var ekki venjulegt vöruskip svo að nokkrir karlar sátu eftir sem áður við drykkju á hótelinu en gestur- inn veitti og barst mikið á. Smið- urinn kom á hótelið seinnipart dags. Um kvöldið settust þeir gesturinn á eintal. í þá daga var atvinnumannlegt viðmót hrokafullt en hvorki ein- lægt eða barnalegt eins og síðar var tíska. En jafnvel körlunum sem ekki vóru góðu vanir af aðkomumönnum hafði ofboðið stærilæti gestsins og þeim var meira en lítið skemmt þegar hann og smiðurinn tóku allt í einu sam- an og flugust á. Er það ímyndun mín eða brellur minnisins að ég eigi sjálfur rauðhærðan úfinn hausinn sem gægist fram úr strákahóp fyrir dyrastafinn þar sem gengið var úr eldhúsinu í stof- una? Um stund gnæfir hrikalegur lotinn rauðskeggjaður smiðurinn yfir manninn sem liggur á stofu- gólfinu í mynd vöðusels sívalur feitlaginn með jakkann frá sér. Karlarnir eggja smiðinn að láta kné fylgja kviði; hann er þegar á hólminn kemur þeirra maður þrátt fyrir allt. En smiðurinn hlustar ekki á þá heldur snýr sér undan og gengur fram stofugólfið. Gestur- inn stendur á fætur og þeir smið- urinn hverfa saman út í myrkrið. Þegar kemur vestur að hæðunum þorum við ekki að elta þá lengur. Nóttin var dimm og kyrr. Við bræðurnir sváfum undir glugga sem nam við jörð og vissi út á hlaðið þar sem stígurinn fór um. Við höfðum sofnað en allt í einu lá ég vakandi. Tvær raddir bárust inn um gluggann utan úr myrkr- inu en fjarlægðust áður en varði. Eg kom annarri þeirra ekki fyrir mig en hina þekkti ég eins og hún væri gamalkunn þó að ég hafi lík- lega aldrei heyrt hana áður, ofur- lítið hása ákafa konurödd. Ég heyrði raddblæ sem fór um mig eins og snerting og orð sem ég skildi en þekkti ekki og vóru í senn ægileg og full af sárri hlýju. Um stund lá ég skjálfandi í rúm- inu áður en ég grét mig í svefn. Daginn eftir þegar við komum á fætur var smiðshúsið horfið. Það var reykjarlykt í þorpinu. Ennþá lafði uppi gráleitur slæð- ingur í drögum út og suður um hálsana og fáeinar hræður vóru á stjákli í kring þar sem húsið átti að vera. Að öðru leyti blöstu hálsarn- ir við á ný í upprunalegri mynd ávalir mjúkir með órofnar flökt- andi brúnir frá sjó til heiðar. Bálið hlýtur að hafa verið stór- kostleg sjón í haustmyrkrinu ef einhver hefði vaknað. Lík smiðsins lá óskaddað í rústunum í suður- enda hússins og það var álitið að hann hefði fallið lifandi eða dauð- ur ofan úr turninum gegnum brunnið gólf og sópað í leiðinni yfir sig braki og ösku, sem hlífði honum að síðustu. En gesturinn og konan sem reyndust vera hjón að sunnan höfðu komið á hótelið eftir að allir vóru gengnir til náða um kvöldið og gist til morguns. Þau' höfðu skilið við smiðinn í fullu fjöri en drukkinn eins og allir vissu vestur í húsinu; það var allt og sumt. Eftir réttarhaldið var ró- ið með þau um borð í skipið sem lá ferðbúið úti á pollinum. Ég var í felum og sá þau ekki og talaði ekki við neinn. Dreymd tilfinning er jafnraun- veruleg og sama tilfinning í vöku. Nótt eftir nótt vaknaði ég grátinn og hugsaði um konuna þó að mig dreymdi hana ekki. Ég vissi allt en í raun og veru ekkert nema það að ég var altekinn nýrri og ókunnugri tilfinningu sem kom í veg fyrir það að ég segði nokkrum frá því sem ég hafði heyrt, ekki einu sinni bróður mínum og það var í fyrsta sinn sem ég fór á bak við hann. □ Meðan þorpið svaf 101 STORÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.