Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Síða 38

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Síða 38
Kvikmyndin Star Wars varð fyrst kvikmynda til að skila hagnaði sem nam meira en 100 milljónum dollara, og það gerði hún árið 1977. Nú hefur myndin raunar fjórfaldað þessa upphæð. Kvik- myndin var sneisafull af geimver- um, framúrstefnuleikmyndum og tölvuvæddum geimstríðum. Fram- leiðendur í Hollywood drógu af henni þann lærdóm að áhorfendur vildu meiri og betri tæknibrellur. Á þeim sex árum sem síðan eru liðin hafa kvikmyndagerðarmenn eytt miklu fé og beitt fullkominni tækni og í raun gjörbreytt hug- myndum manna um aðferðir til að skapa raunsæilega blekkingu. Superman flaug eðlilegar en menn höfðu „flogið“ áður, þökk sé víra: búnaði og sjónrænum brellum. I hópi brúðanna í The Empire Strik- es Back voru vinalegar geimverur á borð við Tauntaun. Liprar hreyf- ingar Tauntauns, svo ekki sé minnst á persónuleikann, tóku frumgerð risaapa Willis O’Briens, King Kong, langt fram. Handbrúða úr gúmmíi gusaði úr sér blóði um leið og hún tættist gegnum eftirlíkingu af brjóst- kassa í myndinni Alien. Við hlið- ina á henni virðist gömul ófreskja á borð við Frankenstein gæf og vinaleg. Raiders of the Lost Ark hlaut mesta aðsókn allra kvik- mynda 1981 og í henni eru áhættu- atriði og tæknibrellur útsettar af meiri nákvæmni en þekktist í ævintýramyndum fyrri tíma. Tæknigaldrar eru án efa að breyta ásýnd kvikmyndanna sem við sjá- um. Og ballið er rétt að byrja. Tæknibrellumyndir eru allsráð- andi á tjöldum kvikmyndahús- anna. Síðast liðið sumar var fjöldi mynda af þessari tegund sendur á markaðinn, þeirra á meðal: E.T., Poltergeist, Star Trek II: The Wrath of Khan, Blade Runner, Firefox, The Thing og TRON. Margir kvikmyndagerðarmenn eru ákaflega uppteknir við að kanna hversu langt megi ganga í tækni- brellum og fyrir bragðið afrækja þeir frásagnarlistina. Afleiðingarn- ar eru þær að gagnrýnendur hæla tæknibrellunum í myndum á borð við Blade Runner og The Thing, Nýir vindar blásaí kyikmyndageröinni: Txkni en þykir um leið lítið til söguþráð- arins koma. Oft virðist vilja brenna við að tæknibrellurnar verði ekki aðeins hluti aðferðarinnar við kvikmynda- gerðina heldur lokamarkmið henn- ar. Árangurinn er ýmist hroðalega ómanneskjulegar eða einfaldlega leiðinlegar kvikmyndir. „Tæknibrellur bjarga kvikmynd sjaldnast,“ segir Nicholas Meyer, leikstjóri Star Trek II: The Wrath of Khan. Mynd hans hefur hlotið lof jafnt fyrir söguþráð sem tæknibrellur og aðsókn að henni hefur verið geysigóð. „Sem dæmi má taka fyrstu Star Trek myndina sem var öll eintómar tæknibrellur — og þær voru frábærar, þær voru dásamlegar — en söguþráðurinn var enginn.“ „Hins vegar hefur sjónvarpið of- boðið þolinmæði áhorfenda með þeim skýringum og undirbúningi sem frásögn krefst; nú eru sýndar kvikmyndir og framhaldsmynda- flokkar sem hafa engan söguþráð, aðeins glæfraatriði eða stjörnusýn- ingar. Þetta er ný tegund kláms. Hver gerir það eða hvers vegna þeir gera það er ekki lengur mik- ilvægt, en ef þú vilt sjá mann stökkva gegnum þúsund eldhringi og brenna ef til vill til bana, brdu STORÐ 36 Star Trek II (Paramount)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.