Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Blaðsíða 54

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Blaðsíða 54
Eiginlega skilur maður þetta ekki og er þó oft búinn að hugsa út í það sem nokkurn veginn fullorðin og vitiborin manneskja, á hverju fólk lifði á þess- um litlu búum, til dæmis hérna frammi í dölunum. Þú veist að dalur- inn skiptist í tvennt hérna fram frá, Skíðadal og Svarfaðardal fram. Þar voru búin mörg smá og jarðnæðið minna en hér niðri í sveitinni. Ég get ekki sagt nákvæmlega hvað þau voru stór, en ég held það hafi ekki verið meira en fjörutíu til sextíu ær og kannski tvær, þrjár kýr víða á bæjum og á þessu lifðu stórar fjölskyldur. Maður spyr sjálfan sig oft hvernig í ósköpunum hafi verið hægt að lifa á þessu, kaupa það sem þurfti og afla þess matar sem þurfti og svarið við því er náttúrlega nýtni og sparsemi, að fara vel með, og svo nálægðin við sjó- inn. Kristján horfði út eftir dalnum í átt til Dalvíkur sem var lítið þorp á æskuár- um hans. Svo hélt hann áfram: — Svarfdælingar drógu mikla björg úr sjó alla tíð. Þeir fóru niður á Sand, sem kallað var, á vorin og haustin og lágu þar við, voru þar kannski hálfan mánuð og reru annaðhvort á bátum sem þeir áttu sjálfir eða komu sér í skiprúm hjá þeim sem báta áttu. Faðir minn var einn af þeim sem reru stund- um til fiskjar af Sandinum og við strákarnir höfðum afskaplega gaman af að fara með honum út á fjörð. Það er enginn vafi á því að þetta sjávar- fang gerði muninn. Það var hægt að lifa á þessu. Vitanlega var það spar- semdarlíf, en ekkert eymdarlíf samt. Og Dalvík byggðist upp í kringum þetta útræði. Einhvers staðar urðu menn að hírast meðan þeir voru við róðra og þá reistu þeir sér sjóbúðir sem smám saman breyttust í bústaði þar sem fólk gat hafst við árlangt. Það var þurrabúðarfólkið sem ekki hafði neinar kýr, en átti kannski fáeinar ær og byggði afkomu sína á sjónum. Sama sagan gerðist um allt land að heita mátti. Mörg kauptún eiga upp- runa sinn í þessum búðum, þessum verstöðvum, og þannig var um Dalvík- ina um síðustu aldamót. Svo settist Jón Stefánsson þar að, mikill merkis- maður og dugnaðarmaður sem oftast er kallaður „faðir Dalvíkur". Hann var smiður, völundur mikill, og byggði sér stórt íbúðarhús sem enn stendur og svo tók Þorsteinn sonur hans við, Þorsteinn kaupmaður sem kallaður var, og fór að fást við útgerð þegar vélbátarnir komu. Auðvitað ekki Þorsteinn einn, heldur ýmsir aðrir, en hann var einn af frumkvöðlunum og síðan er það segin saga að Dalvík hef- ur verið að vaxa smátt og smátt og nú síðustu árin alveg sérstaklega ört. Þeg- ar ég man fyrst eftir voru þar nokkur hús, það hafa kannski átt þar heima hundrað manns, en það er gaman að sjá þá þróun sem orðið hefur á Dalvík. Við gamlar húsatóftir í túninu á Tjörn. Kristján hafði orð á því að sennilega hafi þessar tóftir átt sinn þátt í því að kveikja með honum áhuga á fornleifum. STORÐ 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.