Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Síða 14

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Síða 14
Hraunrennslió meira en 25-falt meóal- rennsli Þjórsár Gossaga Skaftárelda hefur oft og víða verið rakin, síðast í 37. árgangi Nátt- úrufræðingsins 1967, en ítarlegustu lýsingu á gosinu er að finna í hinu klassíska eldriti séra Jóns Steingríms- sonar, Fullkomið skrif um Síðueld, ásamt öðrum skýrslum hans um gosið í Safni til sögu íslands IV, 1907— 1915, bls. 1—73, og í riti Magnúsar Stephensens: Kort Beskrivelse over den nye Vulkans Ildsprudning i Vester-Skaptefields Syssel paa Island i 1783 (Köbenhavn 1785), sem gefið hcfur verið út í ljósriti (Jólabók ísa- foldar 1971). Hér verður aðeins stikl- að á stóru í gossögunni og samtímis vísað til meðfylgjandi korts af Skaft- áreldahrauni, en dagsetningar á því sýna, hversu langt hraunið hafði náð viðkomandi daga. Forboðar gossins voru jarðhræringar, og hefur til þessa verið haft fyrir satt, að þeirra hafi fyrst orðið vart með byrjun júní, en af óprentaðri samtíma- frásögn af gosinu, skráðri í Skaftár- tungu, er ljóst, að þar fór að verða vart við jarðhræringar upp úr miðjum maí. Gossins varð fyrst vart hvítasunnudag- inn 8. júní um dagmálabil, er svartur mökkur sást rísa upp í norðri frá Síð- unni séð. Gosið færðist mjög í aukana fram á næsta dag og líklegt að þessa tvo fyrstu daga hafi opnast nær öll gossprungan suðvestur af Laka, nærri 12 km að lengd. Gjóska barst aðallega til norðvesturs fyrstu dagana, en þó varð sporrækt af ösku á Síðu og í Fljótshlíð þegar á fyrsta degi. Hraunflóðið flæddi suður eftir farvegi Skaftár, sem á löngum kafla var gljúf- ur mikið, og á þriðja gosdegi var áin þorrin með öllu utan þeirra byggða- vatna, sem í hana falla. Þann 12. júlí byltist hraunið fram úr gljúfri Skaftár og næstu daga og vikur flæddi það út yfir láglendi Meðallands, Síðu og Landbrots, fylgjandi að allmiklu leyti farvegum þriggja vatnsfalla, er þarna voru fyrir, Landár, Melkvíslar og Skaftár. Fyrstu býlin voru yfirgefin 17. og 18. júlí og síðan hvert af öðru næstu vik- urnar. Þegar vesturhraunið staðnæmd- ist endanlega sunnudaginn 20. júlí, meðan séra Jón Steingrímsson flutti „eldmessu“ sína, hafði gosið lagt 12 jarðir í eyði og spillt tugum jarða meira eða minna. Stans hraunsins í Eldmessutanga nokkru vestan við Systrastapa þann 20. júlí var afleiðing þess að gos í gígaröðinni suðvestur af Laka datt niður að mestu og var lítið í þeirri gígaröð upp frá því. En þær sex vikur sem gosið hafði varað hafði meðal- rennslið frá gossprungunni skipt þús- undum rúmmetra á sekúndu og há- marksrennsli að líkindum komist upp í a.m.k. 10.000 nrVsek, eða meira en 25-falt meðalrennsli Þjórsár eða Ölf- usár. Þann 29. júlí varð ljós orsökin fyrir rénun gossins í suðvestursprungunni er gossprunga norðaustur af Laka tók að opnast og mun bráðlega hafa náð svipaðri lengd og suðvestursprungan. Hraun frá nýju sprungunni flæddi aðallega til austurs og síðan suður eft- ir farvegi Hverfisfljóts, sem var nær alþorrið 4. ágúst. Þarna var meira eða minna hraunrennsli niður á láglendið fram undir nóvemberlok og hafði þá lagt tvær jarðir í Fljótshverfi í eyði. Eftir það fór gosið mjög minnkandi, en elds varð síðast vart í Lakagígum 7. febrúar 1784. Vart getur stórfeng- legri gígaröð á gjör- vallri jarðarkringlunni Vart getur stórfenglegri gígaröð á gjörvallri jarðarkringlunni en Laka- gíga. Þeir sæma vissulega vel því stór- gosi, sem myndaði þá. Þessi gígaröð er um 25 km að lengd og samanstendur af tveim aðalröðum, svipaðrar lengd- ar, með nær sömu stefnu, frá norð- austri til suðvesturs. Liggur önnur frá suðvesturjaðri Síðujökuls að norður- hlíð móbergsfjallsins Laka (818 m), sem rís allt að 240 m yfir umhverfi sitt, hin liggur frá suðurhlíð fjallsins suðvestur fyrir móbergshrygginn Hnútu. Gígaröðin dregur nafn af Laka og í erlendum vísindaritum er yfirleitt talað um Lakagosið (The Laki erup- tion), sem er óheppilegt, þar eð Laki er eini hluti gossprungunnar, sem ekki hefur gosið að heitið geti. Gossprung- an skerst inn í hlíðar fjallsins að norð- an og sunnan, en hefur ekki náð að kljúfa það að endilöngu. Það er svipað um tölu Lakagíga og tölu eldstöðva á íslandi, að ekki er hægt að segja til um þá tölu með nokkurri nákvæmni, þar eð í mörgum tilvikum er ógerningur að segja hvað er einstakur gígur, því þeir grípa víða hver inn í annan með ýmsu móti og utan á eða innan í stórum gígum geta verið smágígar. Örugglega eru gígarn- ir eitthvað á annað hundrað og það þótt ýmis smágöt, sem ælt hafa ein- hverju hrauni, séu ekki meðtalin. Gíg- arnir eru nokkru fleiri á norðaustur- en suðvestursprungunni. Lakagígar eru það sem nefna mætti blandgígaröð, því gígarnir eru af ýms- um gerðum, allt frá víðum sprengigíg- um af Hverfjallsgerð, hlöðnum upp úr lagskiptri gjósku, til gíga hlaðinna ein- vörðungu úr hraunkieprum. Sprengi- gígarnir hafa orðið til vegna snertingar kvikunnar við mikið grunnvatn, eða við vatn í litlum stöðuvötnum, sem kunna að hafa verið þarna fyrir, en klepragígarnir hafa hlaðist upp sam- fara kvikustrókavirkni, sem hefur ver- ið æsdeg þegar gosið var í algleym- ingi. f sumum gígum má sjá, að þeir hafa byrjað að hlaðast upp í sprengi- virkni, en síðan tóku kvikustrókar við upphleðslunni. Tilkomumestu gígarnir eru á nyrðri helft gígaraðarinnar sunnan Laka. Þar er að finna hæsta gíginn, sem rís a.m.k. 100 m yfir lægsta umhverfi sitt. Þar er áhugaverðasti gígurinn af Hverfjallsgerð, með sléttu hraungólfi, sem myndast hefur eftir að sprengi- gígurinn hafði hlaðist upp. Þarna er og að finna eina gíginn, sem nær niður fyrir grunnvatnsborð og er í honum undurfalleg blágræn tjörn. Suðaustan úr þeim gíg og þeim næsta þar suðvestur af liggja hrauntraðir, lE! ini inn sem nær niður fyrir grunnvatnsborð — þar hefur mynd- ast undurfögur blágræn tjörn. Neðri myndin er af hraun- mörkum miðja vegu milli byggða og Lakagíga. STORÐ 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.