Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Blaðsíða 55

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Blaðsíða 55
Það er metnaðarfullur kaupstaður þar sem mörgu á að hrinda í framkvæmd og ég get ekki betur séð en þar sé menningarbragur á öllum hlutum. Ég spurði Kristján hve gamall hann hefði verið þegar hann kom fyrst til Dalvíkur. — Ég man það nú ekki, en það var eitt sem vakti alltaf mikla athygli mína, bæði þegar horft var á það héð- an að heiman og líka niðri á Dalvík. Það var vitinn í Hrísey sem blasir hérna við. Hann sást héðan af hlaðinu á Tjörn og maður horfði á þetta undr- andi, þetta rauða Ijós sem blikkaði í sortanum, og ég vissi það að þegar maður kom niður á Dalvík, þá var ljósið orðið grænt. Það þótti mér merkilegt. Okkur til hægri hand- ar þar sem við sátum rann bæjarlækurinn í dálitlu dragi sunnan við húsið. Forðum rann hann allt öðru- vísi en hann gerir nú, því að vegur sem seinna var lagður þar rétt hjá breytti rennsli hans. Þar hafði ullin verið þvegin á bernskudögum Kristjáns. Það þótti krökkunum gaman, því að þá var mikið um að vera og þetta verk frábrugðið öðrum sem vinna þurfti á sumrin. í læknum var buna og hlóðir rétt hjá bununni. Á þeim var hafður stór svartur pottur með eyrum sem vatnið var hitað í. Út í það var sett keyta og ullin þvæld í pottinum og skoluð undir kaldri bununni. Eftir það voru fannhvítir lagðarnir breiddir til þerris á hólnum eins og gert hafði verið öldum saman. Til ullarþvottarins var valinn góður þurrkdagur. Sumum sem líta um öxl til bernsku sinnar finnst þá hafa verið eilíf blíða og sól- skin. Kristján sagðist ekki geta tekið undir það; þetta hefði auðvitað verið upp og ofan eins og nú. Þó að sólskinið og sumarblíðan festust sumum betur í minni, kvaðst hann muna eftir af- skaplega miklum stórhríðum, miklu tilkomumeiri stórhríðum en hann hefði lifað í seinni tíð. Hann hefði heyrt marga fleiri segja þetta. Kristján Árnason kaupmaður á Akureyri hefði sagst sakna þessara óskaplegu stórhríða sem hefðu verið þegar hann var ungur. Kannski þætti mönnum þetta skrýtið, en Kristján Eldjárn sagðist vel hafa skilið þetta, þessi um- mæli af vörum þeirra sem mundu hið óhjákvæmilega nábýli við veður og náttúru og fannst eitthvað vanta þegar það breyttist. Þórarinn á Tjörn var svo lengi kennari og skólastjóri að hann hafði búið eitthvað minna vegna þess að hann varð að dreifa kröftunum. Hann vann ákaflega mikið við búskapinn á sumrin, en gat minna fengist við hann á veturna. Fyrir minni Kristjáns var hann farkennari, en hann sagðist vel muna þegar hann gekk frá Tjörn suður að Grund þar sem skólahúsið var. Þangað er að minnsta kosti hálftíma gangur og þá leið gekk Þórarinn á hverjum degi all- an veturinn í hvaða veðri sem var. Börnin fóru þangað með honum þegar þau voru farin að ganga í skóla. Þær göngur voru Kristjáni mjög minnis- 53 STORÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.