Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Blaðsíða 31

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Blaðsíða 31
undirtón og rokkívafi“ og ekki laust við að Ragga minnti á Edit Pjaff andartak þegar hún brá fyrir sig frönskunni. Ekki var hún samt ánægð með árangurinn, síður en svo: Við skulum reyna að vera svolítið fóní svo að ég noti mál Stuðmanna, sagði hún. Við þurf- um að vera rytmískar. Og í þeim töluðu orðum skipti trommuleik- arinn yfir á allegró fortissímó, ef ég man rétt.músíkmálið hans Ing- Bílskúrsæfingin í algleymingi. Trommarinn í leðurhönskunum, Linda Björk, skipti yfir í „allegró fortissímó“, enda „er hægt að spýta út hvaða hraða sem er“. Alþingismaðurinn tróð hins vegar bómullarhnoðrum í eyrun. Á litlu myndinni til vinstri er gítarleikarinn Inga Rún með torræðan svip. ólfs Guðbrandssonar frá því í Laugarnesskólanum í gamla daga. Auðvitað hressti spretturinn upp á sálarlífið og færði tónsmíðarnar upp á léttara plan: Það er hægt að spýta út hvaða hraða sem er, sagði tromman og lét vel yfir sér. — Það er betri fílingur að flytja sitt eigið efni. Betri samviska, sagði Ragga þá. Ef við ætlum að sýna framfarir og þróun er nauð- synlcgt að breyta sándinu til að músíkin verði fjölbreytt. Ég hef orðið mér út um synthesizer. (Ha? spurði ég. Hljóðgervil, svaraði hún og ég var jafnnær). Þegar ég verð búin að fá hann, verður sándið fjölbreytilegra. — En hvað sækir fólkið í þessa músík? sagði ég til þess að segja eitthvað. — Það er alltaf til einhver tísku- músík og einhver ímynd sem mað- ur vill halda í. Það er ekki hægt að lifa án þess að hafa eitthvað til þess að dá og dýrka. Sumir eru trúhneigðir, aðrir artistar. Það er lögmál hjá fólki. Ef maður dýrkar einhvern er það vegna þess að undir- meðvitundina langar til að vera svoleiðis. — Áttu við Elvis Presley? — Hann var afsprengi bljúsins. Það er til margs konar rokk. He- avy-Metal rokk, New Wave rokk og Pop rokk. Aðalmunurinn á Elv- is Presley og stóru stirnunum í dag er sá, að hans græjur voru aðeins 50—100 vött en nú eru stórstirnin með a.m.k. 30 þús. vött. Þessi hávaði hefur áhrif á fólkið. Það er eins og að sprauta beint inn í æð. Það verður sljótt af hávaðanum, er undir áhrifum. — Þegar stórstirni kemur fram erlendis er einhver góð grúppa eða band fengið til að spila á undan og hita upp áheyrendur. En fyrir því er aldrei klappað. Þetta er það leiðinlega við bransann. En um leið og stórstirnið sýnir sig tryllist salurinn. Það er búið að búa til eftirvæntingar fyrir fólkið. Það getur verið spurning um peninga til að vekja upp áhrif. Það getur líka verið tilviljun eða heppni. 29 STORÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.