Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Blaðsíða 74

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Blaðsíða 74
Teistan gefið. Vanalega verpir hún aðeins einu eggi, en stundum þó tveimur. Er svo að sjá sem hún láti sér nægja að koma aðeins einum unga á legg, en hann nýtur líka hinnar bestu umhyggju og atlætis. Afstýröi sjóslysum? Fleira en einlífið greinir teistuna frá frændliði henn- ar og þar á meðal er rödd- in. Teistan gefur frá sér veikt og blíðlegt tíst sem meir minnir á hljóð söngfugla en svartfugla. Glennir hún þá upp oddhvasst nef- ið svo við blasa fagurrauðir góm- arnir og tungan, hvort tveggja í stíl við rauða fætur hennar. Sagt er að sjómenn hafi á árum áður haft hinar mestu mætur á teist- unni, enda var talið að hún hefði oftar en einu sinni afstýrt óhöpp- um á sjó í þoku og dimmviðri. Þegar sjómenn heyrðu söng teist- unnar vissu þeir að skipið var komið hættulega nálægt landi, þar sem hún heldur sig mest uppi í „harða grjóti“ svo notað sé sjó- mannamál. Trúin á björgunarmátt teistunnar tilheyrði öld seglskip- anna, en hvarf svo með henni, því að hið veika tíst þessa fugls grein- ist tæplega gegnum vélaskrölt nú- tímans. Litaskipti teistunnar greina hana þó að líkindum meir frá öðrum svartfuglum en nokkuð annað. I sumarbúningi hennar ber mest á svarta litnum eins og áður segir. En á veturna skiptir hún alveg um búning og verður nær alhvít á bol- inn, nema dökki liturinn helst á henni aftanverðri. Og fæturnir halda nákvæmlega sínum gamla lit, þeir eru alltaf jafn-fagurrauðir. Mætti helst líkja þessum litabreyt- ingum við rjúpuna. Áður á tíð var það líka trú manna að teistan héldi sig inni í sjávarhellum á vetrum og léti ekki sjá sig fyrr en voraði. Töldu menn að hér væri um tvær óskyldar tegundir fugla að ræða, og má um það lesa í gömlum ann- álum. Hið rétta kom ekki í ljós fyrr en löngu síðar. Meö afbrigðum matvönd Fæðuval teistunnar getur varla talist fjölbreytt. Flestir svartfuglar hafa hinar mestu mætur á hvers kyns fiskmeti og má nefna lundann sem dæmi um það, en hann sækir sér í sjóinn þá fiska sem nefinu eru næstir, sandsíli, trönusíli, loðnu og meira að segja spærling. En teist- an er með afbrigðum matvandur fugl. Eini fiskurinn sem hún legg- ur sér til munns mun vera sprett- fiskur, en það er fiskur sem heldur sig þétt uppi við klappirnar. Þetta skýrir vitaskuld það hvers vegna teistan heldur sig svo nálægt landi og hvers vegna svo miklu minna ber á henni en þeim svartfuglum sem sækja viðurværi sitt langt á haf út. Vegna þess hve stutt þarf að sækja lætur teistan sér líka nægja einn fisk í hverri veiðiferð og er þá einnig að því leyti ólík frænda sín- um lundanum sem raðar fiski í gogg sér svo helst minnir á sardín- ur í dós. En þessi eini fiskur nefn- ist ekki sprettfiskur að ástæðu- lausu, og hann linnir ekki sprettin- um þótt í teistugogg sé kominn. Margvefur hann sig utan um gogginn og reynir þannig að losna úr prísundinni. Og matvendni teistuungans ríður ekki heldur við einteyming. Auð- vitað vill hann ekki annað en sprettfisk, og sá sprettfiskur verð- ur að vera lifandi þegar komið er með hann í hreiðrið því annars er ekki við honum litið. Meðan lundapysjan verður að gleypa í sig dautt síli úr goggi sinna foreldra er fullt eins víst að teistuunginn reki sína aðstandendur til baka, standist fæðan ekki kröfur hans. Þetta veit teistan vitanlega, og sé eitthvað farið að draga af fiskinum á heimleið tekur hún gjarna dýfur niður í sjóinn og vætir örlítið í honum svo hann vakni til lífsins á ný. Þessar aðfarir minna stundum á leik kattarins að músinni og stinga nokkuð í stúf við hið fagra hjartalag sem fuglinum er eignað. Það sem hér hefur verið sagt um teistuna er að mestu byggt á at- hugunum á hegðun hennar í og við Vestmannaeyjar og frásögnum fróðra manna sem vel eru kunnir staðháttum þar. Vera kann að háttarlag teistunnar sé á annan veg í öðrum landshlutum og væri fróð- legt að fá að heyra um slíkt. En hér verður staðar numið í þessari frásögn af einum sérkennilegasta og skemmtilegasta svartfuglinum okkar. Teistan er með afbrigðum matvand- ur fugl og eina fæðan sem hún legg- ur sér til munns er sprettfiskur. En ekki nóg með það — teistuungar líta ekki við sprettfisknum sé hann ekki lifandi þegar þeir fá hann í gogginn. STORÐ 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.