Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Blaðsíða 22

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.04.1983, Blaðsíða 22
laginu 1783/84 og hefur Hammer áætl- að að magn brennisteinssýru sem myndaðist í Skaftáreldum hafi verið um 100 milljónir tonna. Nýverið hef- ur Haraldur Sigurðsson jarðfræðing- ur, ásamt samverkamönnum, reynt að komast að niðurstöðu um magnið með því að mæla í örgreini efnasamsetn- ingu örsmárra kvikudropa, sem lenda inni í þeim kristöllum er fyrst falla út í kvikunni. Þetta er aðferð, sem krefst sérlega mikillar mælinákvæmni, en niðurstöður urðu þær, að í Lakagíga- kvikunni hafi fyrir gosið verið 800—1000 ppm (= milljónustu hlut- ar) af brennisteini og heildarmyndun brennisteinssýru samkvæmt því um 80 milljónir tonna, sem er nálægt niðurstöðu Hammers. íslendingum fækk- aði um 21,6% Löngum hefur í frásögnum af Móðu- harðindunum verið vitnað til þeirra talna um skepnufelli og manndauða, sem Arnljótur Ólafsson birti ár(ð 1861 í Skýrslum um landshagi á Islandi. Þessar tölur Arnljóts voru nokkur leið- rétting á þeim tölum, sem byggðar voru á skýrslum er bárust danska Rentukammerinu eftir Móðuharðind- in og birtar voru 1786, en kunna þó að þurfa einhverrar leiðréttingar við. Eft- irfarandi tölur Arnljóts um felli búfjár taka til alls landsins: 1783 1783/84 féllu % nautgripir 20.067 10.263 50,1 sauðfé 236.251 186.638 79,1 hestar 35.936 27.256 75,9 Mannfólkinu fækkaði úr 48.884 árið 1783 í 38.363 árið 1786, þ.e.a.s. um 10.521 eða 21,6%. í byggðunum næst eldinum fækkaði um 37,4%. Þetta eru ógnvekjandi tölur. En ekki verður Móðuharðindunum einvörð- ungu kennt um þessar hörmungar. Menn hafa nokkra tilhneigingu til að ofmeta áhrif einstakra atburða, sem venjulega eru hlekkir í orsakakeðju. Enginn efi er á, að hörmungar Móðu- harðindanna eiga að skrifast að mestu á kostnað Skaftárelda, en hafa verður í huga, að fslendingar voru óvenju illa í stakk búnir að mæta slíkum náttúru- hamförum. Fyrstu ár níunda áratugar- ins voru mikil harðindaár, einkum norðanlands, þar sem hallæri mátti kallast. Um þetta segir sína sögu eftir- farandi kafli úr bréfi úr Hólastifti, dagsettu 21. september 1783, sem birtist í dagblaðinu Köbenhavns Tid- ender 1. desember s.á.: „Ofan á sumarið 1782, sem var með eindæmum kalt, svo að frost var innan húss jafnvel um hásumarið, og hafði komið fólki í mestu þrengingar sakir skorts á skepnufóðri, og eftir að græn- Ienski rekísinn hafði víðast hvar, eink- um í Þingeyjarsýslu, komið í veg fyrir sjósókn og varnað dönskum kaupskip- um að komast á ákveðnar hafnir, ofan á þetta fengum við Norðlendingar að kenna á mjög hörðum vetri, svo að allmikill skepnufellir varð vegna hey- leysis; já, margir urðu um veturinn að slátra kúm sínum og kindum og jafn- vel hestum til að halda í sér lífinu. Fjöldi fólks flosnaði upp frá jörðum sínum og leitaði í önnur héruð og mörg býli voru þá komin í eyði um vorið, einkum í Þingeyjarsýslu; þó dóu ekki sérlega margir úr hungri einvörð- ungu, en nokkuð af heimilislausu fólki, sem í eymd sinni hefur flækst frá einum stað til annars um hávetur, soltið og hálfnakið í hörkufrosti og snjó, hefur týnt lífi eða heilsu“ (þýð. SÞ). Þess er og að minnast, að árið 1761 hafði fjárkláði borist hingað með er- lendum kynbótahrútum og breiðst smám saman um mikinn hluta lands- ins. Talið er, að sauðfé hafi fækkað um 60% á sjöunda áratugnum og að alls hafi um 280.000 sauðkindur drep- ist eða þeim verið slátrað vegna fjár- kláðans. Þetta er mun meira en drapst af völdum Skaftárelda. Fjárskiptum og niðurskurði var ekki lokið fyrr en 4 árum fyrir Skaftárelda. Skaftafells- sýslur sluppu þó við fjárkláðann eins og aðrir hlutar Austfirðingafjórðungs, og hinn mikli manndauði í sveitunum næst eldinum verður að skrifast að mestu á afleiðingar hans, en þó er á það að minna, að sveitirnar næstu fyrir austan Mýrdalssand guldu mikið af- hroð í mesta gjóskugosi Kötlu á sögu- legum tíma árið 1755, er gjóskufallið lagði um 50 jarðir í eyði um nokkurn tíma. Móðan mikla náði til Kína Sú móða, sem lá yfir íslandi sumarið 1783 með þeim afleiðingum sem áður er getið, lét ekki staðar numið við Is- landsstrendur. Um miðjan júní hafði hún borist til meginlands Evrópu og næstu tvær vikurnar breiddist hún austur yfir álfuna. Þann 25. júní er hennar fyrst getið í Moskvu og lengra er hægt að fylgja henni. Svo vel vildi til, að þetta sumar var þýskur námu- verkfræðingur, H. M. Renovantz, í þjónustu Rússakeisara við rannsóknir austur í Ahaifjöllum nærri landamær- um Kína. I bók sem hann skrifaði um dvöl sína austur þar segir, að móðan hafi lagst þar yfir 1. júlí og varað til 17. sama mánaðar. I austurríkjum Bandaríkjanna fór hennar að gæta seinni hluta ágústmánaðar, og ætla má, að þeir ördropar, sem sýrðu hjarn- ið á Grænlandsjökli, hafi borist þang- að vestanfrá eftir nær hringferð kring- um jörðina. Um móðuna og áhrif hennar á Bret- landseyjum og meginlandi Evrópu er margháttaðar upplýsingar að hafa í dagblöðum og vikublöðum frá þeim tíma, því alls staðar vakti hún mikla athygli lærðra sem leikra. Tvö sýnis- horn úr dagblöðum, annað úr norður- hluta, hitt úr suðurhluta álfunnar, fara hér á eftir. I bréfi frá Suður-Hallandi í Svíþjóð, dagsettu 16. júlí 1783, sem birtist í Stockholms Posten 29. júlí s.á., segir: „Hinn svokallaði sólreykur hefur nú vikum saman legið stöðugt yfir sjón- deildarhringnum svo þykkur, að sólin er alrauð að sjá kvölds og morgna. Ef reykur þessi stafaði af uppgufun úr jarðveginum ætti hann að hverfa fyrir regni og vindum, en eftir rigningar- daga er hann jafnvel þykkari en áður. Að þessi reykur sé skaðlegur gróðri virðist líklegt, þar eð lauftré og sumar || hraun hefur þarna myndaö eins konar hrúður ofan á gömlu hrauni. Neðri myndin er af Skaftá frá nokkuö óvenjulegu sjónar- horni. STORÐ 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.