Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 25

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 25
Jón Pálsson Búskapur í Fljótsdal á 19. öld Baldvin Benediktsson frá Þorgerðarstöðum skráði eftlr Jóni Pálssyni í Víðivallagerði A fyrsta áratug þessarar aldar var Sigurður Sigurðsson, búfrœðingur frá Langholti í Flóa, að viða að sér efni í búnaðarsögu 19. aldar og í því skyni hafði hann samband við ýmsa fróða menn. Sigurður var fœddur 1864, búfræðingur fá Hólum 1890 og stundaði framhaldsnám í Danmörku 1897-99. Var síðan ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Islands til œviloka 1926. „Hafði ferðast um allar sveitir á Islandi, og var allra manna kunnugastur þeim, “segir í ritinu Hver er maðurinn (1944). Meðal þeirra sem Sigurður leitaði til var Baldvin Benediktsson bóndi (1884-1909) á Þorgerðarstöðum í Fljótsdal. Baldvin varfœddur 3. nóv. 1855 oglést 18. okt. 1909. Hann var sonur Benedikts Gunnarssonar, síðast bónda á Arnórsstöðum á Jökuldal, og Kristrúnar Sigfúsdóttur (Jónssonar) frá Langhúsum (systur Sigfúsar á Skjögrastöðum). Benedikt var bróðir Gunnars snikkara á Bessastöðum, Gunnars bónda á Brekku og Sigurðar Gunnars- sonar, prófasts á Hallormsstað (Gunnar á Brekku var afi Gunnars skálds og Sigurður á Hallormsstað afi Guttorms Pálssonar skógarvarðar). Þetta œttfólk er kallað Skíða- Gunnarsætt. Baldvin hafði ritað ýmsan fróðleik um ábúendur, búskap, búhætti o.fl. í Fljótsdal, einkum á fýrri hluta 19. aldar, eftir gömlum manni og margfróðum, Jóni Pálssyni í Víðivallagerði, með það í huga að rita búnaðarsögu hreppsins en afþví varð ekki ogsendi hann Sigurði hluta afþví, sbr. bréfhans dags. 11. maí 1906 sem birt er hér að framan. Jón Pálsson er fœddur um 1805 (eða 1806) og varð nœstum 100 ára gamall. Hann var sonur Páls Þorsteinssonar; bónda í Bessastaðagerði og á Víðivöllum fremri, og konu hans, Unu Sveinsdóttur frá Klúku. Páll var sonur Þorsteins Jónssonar á Melum, sem Melaœtt er rakin frá, og 2. konu hans, Sólveigar Pálsdóttur frá Melum. Jón var fyrst bóndi á Kleif síðan húsmaður á Skriðuklaustri og loks bóndi í Víðivallagerði. Hann er enn skráður bóndi í Gerði 1880 (77 ára ekkill) en 1890 er Þorsteinn sonur hans tekinn við. „Jón Pálsson b. í Víðivallagerði, dó á 100. ári 1906, í apríl, vantaði fáa mánuði í tírœtt; hafði lengi verið blindur, en fékk síðast aftur talsverða sjón sjálfkrafa. Hann átti Guðrúnu Þorsteinsdóttur frá Egilsstöðum. Þ.b. Oddur, Þorsteinn, Páll, Una, Ingibjörg. Öll óg. bl., nema Þorsteinn. Launson Jóns við Ragnheiði Þorsteinsdóttur frá Hamborg, hét Magnús. “ (Ættir Austfirðinga I, 214). Jón er heimildarmaður nokkura sagna í Sigfúsarsögum, t.d. sögunnar af Snæfells- þjófunum (IX, 165), og kallar Sigfús hann jafnan „Jón gamla, “ en hann var líka nefndur Jón blindi. 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.