Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Blaðsíða 25
Jón Pálsson
Búskapur í Fljótsdal á 19. öld
Baldvin Benediktsson frá Þorgerðarstöðum skráði
eftlr Jóni Pálssyni í Víðivallagerði
A fyrsta áratug þessarar aldar var Sigurður Sigurðsson, búfrœðingur frá Langholti í
Flóa, að viða að sér efni í búnaðarsögu 19. aldar og í því skyni hafði hann samband við
ýmsa fróða menn. Sigurður var fœddur 1864, búfræðingur fá Hólum 1890 og stundaði
framhaldsnám í Danmörku 1897-99. Var síðan ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Islands til
œviloka 1926. „Hafði ferðast um allar sveitir á Islandi, og var allra manna kunnugastur
þeim, “segir í ritinu Hver er maðurinn (1944).
Meðal þeirra sem Sigurður leitaði til var Baldvin Benediktsson bóndi (1884-1909) á
Þorgerðarstöðum í Fljótsdal. Baldvin varfœddur 3. nóv. 1855 oglést 18. okt. 1909. Hann
var sonur Benedikts Gunnarssonar, síðast bónda á Arnórsstöðum á Jökuldal, og Kristrúnar
Sigfúsdóttur (Jónssonar) frá Langhúsum (systur Sigfúsar á Skjögrastöðum). Benedikt var
bróðir Gunnars snikkara á Bessastöðum, Gunnars bónda á Brekku og Sigurðar Gunnars-
sonar, prófasts á Hallormsstað (Gunnar á Brekku var afi Gunnars skálds og Sigurður á
Hallormsstað afi Guttorms Pálssonar skógarvarðar). Þetta œttfólk er kallað Skíða-
Gunnarsætt.
Baldvin hafði ritað ýmsan fróðleik um ábúendur, búskap, búhætti o.fl. í Fljótsdal,
einkum á fýrri hluta 19. aldar, eftir gömlum manni og margfróðum, Jóni Pálssyni í
Víðivallagerði, með það í huga að rita búnaðarsögu hreppsins en afþví varð ekki ogsendi
hann Sigurði hluta afþví, sbr. bréfhans dags. 11. maí 1906 sem birt er hér að framan.
Jón Pálsson er fœddur um 1805 (eða 1806) og varð nœstum 100 ára gamall. Hann var
sonur Páls Þorsteinssonar; bónda í Bessastaðagerði og á Víðivöllum fremri, og konu hans,
Unu Sveinsdóttur frá Klúku. Páll var sonur Þorsteins Jónssonar á Melum, sem Melaœtt er
rakin frá, og 2. konu hans, Sólveigar Pálsdóttur frá Melum. Jón var fyrst bóndi á Kleif
síðan húsmaður á Skriðuklaustri og loks bóndi í Víðivallagerði. Hann er enn skráður bóndi
í Gerði 1880 (77 ára ekkill) en 1890 er Þorsteinn sonur hans tekinn við.
„Jón Pálsson b. í Víðivallagerði, dó á 100. ári 1906, í apríl, vantaði fáa mánuði í tírœtt;
hafði lengi verið blindur, en fékk síðast aftur talsverða sjón sjálfkrafa. Hann átti Guðrúnu
Þorsteinsdóttur frá Egilsstöðum. Þ.b. Oddur, Þorsteinn, Páll, Una, Ingibjörg. Öll óg. bl.,
nema Þorsteinn. Launson Jóns við Ragnheiði Þorsteinsdóttur frá Hamborg, hét Magnús. “
(Ættir Austfirðinga I, 214).
Jón er heimildarmaður nokkura sagna í Sigfúsarsögum, t.d. sögunnar af Snæfells-
þjófunum (IX, 165), og kallar Sigfús hann jafnan „Jón gamla, “ en hann var líka nefndur
Jón blindi.
23