Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Blaðsíða 44

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Blaðsíða 44
Múlaþing lega má merkja það af sögunni, að Austfirðingum hafi langt fram eftir öldum þótt það óþarfi að hætta á að egna Skrúðs- bóndann upp á móti mannfólkinu, enda höfðu fyrri kynslóðir treyst á stuðning hans. En hvað átti Skrúðsbóndi við þegar hann nefnir mikla „flutninga“ sína? Ef bóndi var persónugervingur þeirrar ver- undar sem gegndi því hlutverki að miðla frjósemi inn í heiminn, en sálum látinna út, er engin furða að önn hans sé mikil. Leiðum hugann að samskiptum Skrúðsbónda og prestdótturinnar á Hólmum. Þar er um al- gerar andstæður að ræða, unga, mennska, kristna konu og karkyns bergþurs úr heiðni. Milli þessara andstæðu skauta verður síðan kynferðisleg spenna og samdráttur. Eina skýra dæmið um um flutninga Skrúðsbónda sem sögumar nefna er færsla prestdóttur út í eyju, þar sem hún líður beinustu leið út fjörðinn eins og í leiðslu. Ætla mætti að sagan um prestsdótturina vísi til einhverjar fornrar frjósemisathafnar, jafnvel mann- fórna. Það væri t.d. hægt að hugsa sér að konum hafi verið fórnað með því hugarfari að þær myndu ganga í bjargið og búa með Skrúðsbónda, blíðka hann og verða þar talsmenn mannfólksins. Einnig er merkilegt að ein sagan segir að bændur hafi látið fé ganga í eynni og verið vanir að sækja það eftir jól. Þá vantaði jafnan vænsta sauðinn. Þetta gæti verið minni um að Skrúðsbónda hafí verið fórnað sauði á jólum. Tilgáta um mælingakerfi Af öllu framansögðu er freistandi að geta sér til að Skrúður sé „þrídrangur“ og máta hann við líkan Einars Pálssonar. í fljótu bragði virðist þó enginn leið til að láta það ganga upp, því drangurinn ætti að vera suðvestur frá miðju hjólsins. Miðjan væri því úti á sjó og lítill hluti hringsins klæmi inn á landið. Reyndar kemur mér þetta ekki verulega á óvart, því í rannsókn minni á landnámsbyggð í Húnaþingi komst ég að þeirri niðurstöðu að líkan Einars eigi ekki að öllu við landnámsbyggðirnar. Þess í stað kom þar í ljós önnur regla í fjarlægðum og stefnum milli bæja helstu landnámsmanna (sjá grein mína í tímaritinu Skírni, 1995). Skýrasti hluti þessa kerfis myndar samsíð- ung, eins og sýnt er á 2. mynd. Hann virðist greinilega vera samsettur úr rétthyrnda þrí- hyrningnum með hliðum í hlutföllum 3, 4 og 5, sem kenndur er við Pýþagóras. Auk rétta homsins hefur þríhyrningurinn horn sem næst 37 og 53 gráðum. Einnig má líta á þetta kerfi sem samhangandi keðju af hringjum með miðjur í homum samsíð- ungsins og þvermálið 25,6 km. Geislinn eða radíusinn er því 12,8 km, og hér ætla ég að kalla þá vegalengd „staðallengd“. Húnvetnska kerfið er eingöngu leitt út frá staðsetningu merkustu landnámsbæja. Margar mælingar gera það mögulegt að sýna á tölfræðilegan hátt að ekki er líklegt að um eintóma tilviljun sé að ræða. Ekki tókst að benda þarna á I íklegan þrídrang. Á hinn bóginn er „Hjól Rangárhverfis“ fyrst og fremst byggt á ráðningu á táknmáli forn- sagnanna, en samræmi þess við heildar- mynd landnámsbyggðarinnar er óglöggt. Raunar er einungis skilgreind ein mæling á þvermáli hringsins. Samt sem áður vil ég ekki afskrifa líkan Einars, heldur hallast ég að því að þar komi til flækjur vegna síðari þróunar í útfærslu þessara hugmynda. Svo aftur sé vikið að þeim vísbending- um sem þjóðsögurnar veita um Skrúð, vöktu tengslin við Hólma sérstaklega áhuga minn, enda freistandi að ætla að þar á milli hafi verið hugsuð lína af því tagi sem nefnd var sólstöðulína hér að framan. Fyrsta skrefið var að sjálfsögðu að athuga fjar- lægðina frá Skrúði í bæinn Hólma. Hún reynist vera tæpir 26 km, sem kalla má í 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.