Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 68
Múlaþing
Séð af Hrafnabjarginu yfir Óstún og Selfljótsós. Ljósm. Helgi Hallgrímsson.
metrum ofar heldur en sjávarborð er í dag á
þessu landshorni. Því nefni ég þessa kletta
að ummerkin sjást þar mjög greinilega.
Sennilegt er að þessi flótti jöklanna hafi
orðið með nokkrum hléum, staðið í þús-
undir ára. I einhverju vopnahléinu hefur
jökuljaðarinn legið um Hreimsstaði og
Tjarnaland útum Lagarfoss og Kirkjubæ.
Skerslin, klettahryggir þar norður af standa
uppúr.
Malardyngjur og hólar við Tjarnaland
sýna að þar hefur skriðjökulsporðurinn haft
langa viðdvöl. Við hlánun hvers sumars
hefur bæst ofan á malarhaugana sem fyrir
voru. Formóðir Lagarfljótsins hefur fundið
sér framrás austan túns út eftir svonefndri
Flugu. Dreifst yfir svæðið þar sem nú er
bláin Gláma. Eitthvað af vatnsflaumnum
fann sér leið til baka austan við Björgin út og
norður af Hlégarði, suður Ártúnsdal og niður
í sjávarlónið sem lá þar upp að sem nú er
túnfóturinn á Ketilsstöðum. Þarna urðu eftir
talsverðar malardyngjur næstu árþúsundin.
Jökullón inn á milli ása
Þetta lón náði frá höfðunum við Sel-
fljótsbrúuna innundir Hreimsstaðakletta,
ása á milli, fremur grunnt. Uthafsaldan nær
einungis lítillega inn að Höfðunum, sem þá
voru sker; leikvöllur kópa. Nú var gengið til
verks að fylla þetta lón. Amma Selfljótsin
var mikið jökulvatn, hamhleypa við að bera
fram möl, sand og alls kyns gosefni. Þau
fíngerðustu lögðust í þétt Ijósgrátt lag yfir
allan botninn. í æsku heyrði ég þetta yfir-
leitt kallað smiðjumó, en á seinni árum
oftar jökulleir eða móhellu þar sem efnið
hafði harðnað meira. Víða hér í fljóts-
bökkunum má telja setlögin eins og blöð í
þykkblaða bók, 2-4 mm hvert. Ég giska á
að skilin séu til orðin á hverjum vetri þegar
hlé varð á aðburðinum og lagið þéttist og
harðnaði. Þessi uppfyllingarvinna hefur
tekið um 4000 ár með einhverjum hvíldum.
Um þetta allt má lesa í fljótsbökkunum á
milli Hreimstaða og Ketilsstaða.
1 12 m háum bakka utan við Hurðar-
66