Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 123

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 123
Fellamaöur á Fjarðaröldu Hér er verið að lýsa sama atburði og rakin var eftir dómabókinni.Þar ber nokkuð mikið á milli. Gísli í Skógargerði segist hafa sína sögn beint frá nafna sínum í Meðalnesi og er annaðhvort að Gísli Sig- fússon hefur „hagrætt“ staðreyndum eða Gísli í Skógargerði hefur ekki munað rétt frásögn hans. Hið síðara er mjög líklegt. Þessi atburður gerðist fyrir minni Gísla í Skógargerði og hann mun hafa skráð þáttinn um nafna sinn í Meðalnesi skömmu fyrir eða um 1960, þá kominn undir áttrætt. Hefur þá verið farið að fyrnast yfir þessa atburði og sögn Gísla Sigfússonar orðin gömul (hann lést 1919). Þá er vart að efa að sögusagnir hafa fljótlega komist á kreik um þetta atvik og kunna þær að hafa haft áhrif á lýsingu Gísla í Skógargerði. Annars kemur lýsing hans á nafna hans nokkuð vel heim við réttarskýrslur svo og frásögn af málarekstri. Svið atburða og tildrög er hinsvegar ólíkt. Þeir sem Gísli vinnumaður á Birnufelli átti við að skipta voru danskir: faktorinn, verslunarþjónninn, sýslumaðurinn, allt voru þetta Danir. Þó dagur frelsishetjunnar og foringjans, Jóns Sigurðssonar, væri að kveldi kominn var merki hans haldið á lofti af miklum krafti, ekki síður á Austurlandi en annarstaðar. Því er ekki að undra þó Candídat Páli Vigfússyni hlypi kapp í kinn þegar þessi öfl settust að íslenskum vinnu- manni, sveitunga hans, röskleika grenja- skyttu í Fellum. „Þama kom þjóðarmetn- aðurinn fram og andúðin við Dani,“ segir Gísli í Skógargerði (sbr. hér á undan) og er það áreiðanlega rétt. Margt hafði vissulega breyst frá því Stefán prestur í Vallanesi tók Djúopavogskaupmann til bæna. Röskum tveim öldum síðar svífur andúð á danska valdinu þó enn yfir vötnum svo sem glögg- lega kemur fram í varnarræðu Páls Vigfús- sonar. Vera má að þessi andúð eða frelsis- hugsjón hafi átt þátt í að móta frásögnina eins og hún birtist í þætti Gísla í Skógar- gerði. Hér verður ekki gerð frekari tilraun til að skýra misræmi þessara frásagna enda yrði þá að fást við þá spurningu hvernig þjóðsögur verði til en það er ekki á færi þess sem hér pikkar á lyklaborð. Sögulok Eins og komið hefur fram var Gísli Sigfússon í héraði dæmdur í sekt og til að greiða skaðabætur, alls 57 krónur. Mál- færslulaun við Landsyfirrétt námu 24 krón- um. Er þetta kostnaður sem nemur 81 krónu. Eru þá ótalin málfærslulaun Páls Vigfússonar. Ef að líkum lætur hefur hann ekki verið harður innheimtumaður. I bréfi Gísla til Sigmundar Matthíassonar kemur fram að hann hafi greitt Páli 10 krónur vegna ferðar á Seyðisfjörð í málinu gegn Thostrup. Þess skal getið hér að skv. verðlagsskrá 1880-1881 var kýrin metin á tæpar 83 krónur, loðin og lembd ær á 14 og sauður 3-5 vetra á rúmar 17 krónur. Gísli hefur þá þurft að reiða af höndum eina sex eða sjö slíka sauði upp í þessar skuldir. Gísli í Skógargerði getur þess að Páll á Hallormsstað hafi gengist fyrir samskotum til að forða Gísla Sigfússyni frá tugthúsvist. Ekki hefur tekist að finna neina aðra heimild um þetta en engin ástæða er þó til að rengja frásögnina. Gísli Sigfússon var ungur og einhleypur þegar þessi saga gerðist og eftir því sem Gísli í Skógargerði segir var nafni hans á þeim aldri fremur laus í rásinni. Má því vel vera að honum hafí orðið féskylft er ljúka átti greiðslum. En þess var ekki langt að bíða að Gísli Sigfússon staðfesti ráð sitt. Haustið 1881 kvæntist hann fyrri konu sinni, Sigríði Oddsdóttur frá Hreiðarsstöðum. Var hann upp frá því vel virtur bóndi í Fellum, síðast í Meðalnesi. 121
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.