Fréttablaðið - 25.11.2021, Síða 1

Fréttablaðið - 25.11.2021, Síða 1
SAMFÉLAG Steinar Immanúel Sörens­ son, einn þolenda í svokölluðu Hjalt­ eyrarmáli, segist hafa barist fyrir rannsókn á starf­ seminni frá 2007. „Strax eftir að Breiðagerðismálið kom upp bað ég um rannsókn, en þá bar ríkið því við að hún ætti ekki við, vegna þess að ekki hefði verið um ríkisrekið heimili að ræða.“ Forsætisráðherra og dómsmála­ ráðherra vilja rannsókn. SJÁ SÍÐU 4. Styrkir frá Sjúkratryggingum hafa ekki hækkað í samræmi við vísitölu áratugum saman. Dekka aðeins brot kostnaðar. Mörg dæmi um að fjölskyldur hafi ekki efni á tannrétt­ ingum barna sinna. bth@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Kostnaður heimila vegna tannréttinga eins barns getur slagað í tvær milljónir króna. Í f lest­ um tilvikum er eini frádrátturinn styrkur, 100.000­150.000 krónur frá Sjúkratryggingum. Styrkirnir hafa ekki hækkað í tvo áratugi. 150.000 króna styrkur ætti samkvæmt verðlagshækkunum að vera 340.000 krónur í dag. Verðskrár hafa á sama tíma hækkað, þannig að kostnaður heimila er nú í hæstu hæðum. Ekki alls fyrir löngu voru tannréttingar barna ókeypis. „Ég var áður formaður tann­ læknafélagsins þegar við gerðum barnasamningana og er ekki síst mjög ósátt við þetta ástand í ljósi þess að tannskekkjur og skakkt bit eru í f lestum tilvikum eitthvað sem fólk hefur enga stjórn á,“ segir Kristín Heimisdóttir, formaður Tannréttingafélags Íslands. „Varðandi tannskemmdir hins vegar, þar hefur tannhirða fólks mjög mikil áhrif á hvort tennur skemmast eða ekki,“ bætir hún við. Kristín segir ljóst að margir kin­ oki sér við að börn þeirra fái nauð­ synlega þjónustu, þar sem heimilin hafi ekki efni á tannréttingum. Í breskri rannsókn segi að um 45 prósent breskra 12 ára barna hafi að jafnaði þörf fyrir tannréttingar. Á Íslandi hafi þörfin verið metin 30­40 prósent. Hún tekur fram að krafan sé ekki að allir séu með fullkomnar tenn­ ur. Skakkar tennur og bitskekkjur geti aftur á móti unnið á beini, haft áhrif á slímhúð, stóraukið líkur á tannbrotum og valdið eyðingu. Tennur geti einnig haft mikil sálræn áhrif á sjálfsmynd barna. SJÁ SÍÐU 8 Tannskekkjur og skakkt bit eru í flestum tilvikum eitthvað sem fólk hefur enga stjórn á. Kristín Heimis- dóttir, formaður Tannréttinga- félags Íslands 2 3 2 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 1 Glæpir Yrsu og Ragnars Munum konur í Afganistan  Menning ➤ 40 Skoðun ➤ 30 Mmm ... Gerðu þína eigin þakkargjörð! Pssst ... Ljúfengur matur með fjölskyldu eða vinum! Kynntu þér frábær tilboð í SVARTUR FÖSSARI 25.--28. NÓVEMBER Tannréttingar barna aldrei dýrari Bað um rannsókn fyrir fjórtán árum Steinar Immanúel Sörensson Aðventan er á næsta leiti og eru jólaskreytingar farnar að bætast við á hverju horni og í búðargluggum miðborgarinnar sem vekur alltaf jafnmikla lukku. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.