Fréttablaðið - 25.11.2021, Síða 6

Fréttablaðið - 25.11.2021, Síða 6
Samtakamáttur kvenna nær fram því besta fyrir konur. Guðrún Lára Magnúsdóttir, forseti Soroptimistasambands Íslands Ein birtingarmynd þessa eru til dæmis hótanir í garð þeirra er standa í framlínu sóttvarnaaðgerða. Runólfur Þór- hallsson, hjá greiningardeild Ríkislögreglu- stjóra Ríkislögreglustjóri fylgist með umræðu um sóttvarnir og bólusetningar en hefur ekki áhyggjur af því að út brjótist ofbeldi. Gera megi þó ráð fyrir að einhverjir fyllist reiði. Erlendis eru auknar áhyggjur af ofbeldi. kristinnhaukur@frettabladid.is LÖGGÆSLA Greiningardeild Ríkis- lögreglustjóra hefur ekki áhyggjur af því að andstæðingar bólusetn- inga beiti of beldi. Fylgst er þó vel með umræðu um sóttvarnir og bólusetningar. „Heildarmyndin á Íslandi er þó sú að allur þorri landsmanna virðir og fer eftir tilmælum sóttvarnayfir- valda. Á þessum tímapunkti er, að mati greiningardeildar, ekki ástæða til að ætla að á næstu mánuðum verði breyting þar á,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn hjá greiningardeildinni. Nokkur umræða hefur verið erlendis um hættu sem kynni að stafa af ofbeldi af hálfu andstæðinga bólusetninga við Covid-19. Í Bret- landi er hættan metin „alvarleg“, í Ástralíu „líkleg“ og „í meðallagi“ á Nýja-Sjálandi. Lögreglan á Nýja- Sjálandi metur hættuna mesta af einstaklingum knúnum áfram af öfgafullri hugmyndafræði. Á mánudag gerði ítalska lögreglan húsleit hjá 17 manns í 16 borgum sem grunaðir eru um að hvetja til of beldis í garð Mario Draghi for- sætisráðherra, lækna og fleiri sem bera ábyrgð á sóttvarnaaðgerðum. Hér á Íslandi hefur lögreglan í tví- gang þurft að hafa afskipti af and- stæðingum bólusetninga þó að ofbeldi hafi ekki verið beitt. Þann 29. júlí var öskrandi kona handtekin við Suðurlandsbraut þegar verið var að bólusetja þungaðar konur. Þann 24. ágúst þurfti lögreglan að vísa öskrandi manni frá Laugardalshöll þar sem verið var að bólusetja 12 til 15 ára börn. „Gera má ráð fyrir að einhverjir einstaklingar geti fyllst reiði gagn- vart þeim sem þeir telja að beri ábyrgð á þeim samfélagslegu höml- um sem til staðar eru hverju sinni og settar eru með lögmætum hætti í sóttvarnaskyni,“ segir Runólfur. „Ein birtingarmynd þessa eru til dæmis hótanir í garð þeirra er standa í fram- línu sóttvarnaaðgerða.“ Hann segir þó stöðuna hér aðra en til dæmis í Ástralíu eða á Nýja-Sjá- landi, þar sem ströngum aðgerðum hafi verið haldið uppi um langan tíma sem kunni að hafa áhrif á mótmæli. Aðstæður í hverju landi kunni að ráða nokkru um hverjar afleiðingar faraldursins verða innan viðkomandi ríkis. Svo sem styrkur heilbrigðiskerfis og viðbrögð stjórn- valda. Bendir Runólfur á Þjóðarpúls Gallup frá því í október þar sem kom fram að 89 prósent landsmanna treysta heilbrigðisyfirvöldum og almannavörnum mjög eða frekar vel til að takast á við faraldurinn. Ekki megi þó loka augunum fyrir því að ástandið geti haft áhrif á andlega heilsu. „Sóttvarnaráðstafanir og ótti við smitsjúkdóma geta haft neikvæð áhrif á andlega líðan margra, til dæmis, en ekki einvörðungu, ein- staklinga sem tilheyra viðkvæmum hópum og mega illa við sýkingum,“ segir hann. n Lögregla hefur ekki áhyggjur af ofbeldi andstæðinga sóttvarna Mótmæli and- stæðinga bólu- setninga við heilbrigðisráðu- neytið í ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–17 | www.forlagid.is Taugatryllir Ný glæpasaga eftir háspennudrottninguna Lilju Sigurðardóttur Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið Rafbók HljóðbókInnbundin kristinnhaukur@frettabladid.is SAMFÉLAG Í dag hefst 16 daga átak UN Women til að vekja athygli á of beldi gagnvart konum. Hafa Soroptimistar á Íslandi því hvatt stofnanir og fyrirtæki til þess að lýsa upp byggingar sínar í appel- sínugulum lit, sem er einkennislitur átaksins „Roðagyllum heiminn.“ „Klúbbarnir okkar safna fé á margbreytilegan hátt. Sumar selja blóm eða kerti en aðrar halda söfn- unarsamkomur,“ segir Guðrún Lára Magnúsdóttir, forseti Sorop- timistasambands Íslands. Alls eru félagar um 600 talsins í 19 félögum um land allt. 10. desember er lokadagur átaks- ins og þá verða Kvennaráðgjöfin og Sigurhæðir, úrræði fyrir þolendur kynferðisof beldis á Suðurlandi, styrkt. Fyrir ári styrktu Sorop- timistar Sigurhæðir um 2 milljónir króna. Meðal þeirra bygginga sem voru roðagylltar í fyrra var utan- ríkisráðuneytið og ýmis sendiráð Íslands á erlendri grundu. „Soroptimistar hafa það að markmiði að stuðla að jákvæðri hei m smy nd . Sa mt a k a mát t u r kvenna nær fram því besta fyrir konur,“ segir Guðrún Lára. „Við söfnum miklu fé til að styrkja konur og stúlkur til menntunar. Helsta markmið okkar er að styrkja konur í baráttunni fyrir jafnrétti og frelsi.“ n Byggingar verði lýstar appelsínugular í átaki adalheidur@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Tilkynningum til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu um nauðganir fækkaði í fyrra miðað við 2019. Í ársskýrslunni er kórónaveirufar- aldurinn fyrirferðarmikill. Embætt- ið sá um eftirlit með smitvörnum, meðal annars á veitingastöðum og krám. Voru á annað þúsund til- kynninga um sóttvarnabrot skráð hjá embættinu í fyrra. Vikið er einnig að umferðarlaga- brotum. Fjölgun varð meðal þeirra sem teknir voru fyrir fíkniefna- akstur, en ölvunarakstursbrotum fækkaði umtalsvert. n Færri nauðganir tilkynntar í fyrra 2020 var óvenjulegt hjá lögreglunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR gar@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL „Netglæpir voru vaxandi vandmál á Íslandi, eins og annars staðar, og þess sáust greini- leg merki,“ segir í ársskýrslu Lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið í fyrra. Segir í skýrslunni að „ógrynni“ netglæpamála hafi komið á borð lögreglunnar. „Var ýmsum ósvífn- um brögðum beitt til þess að hafa fé af fólki. Svikahrappar voru á ferð- inni öllum stundum og féllu margir í gildru þeirra, því miður. Ítrekað var varað við hvers kyns gylliboðum og fólk beðið að gæta að sér á netinu, enda leynast þar margar hætturn- ar,“ undirstrikar lögreglan. n Nethrappar beita ósvífnum ráðum Halla Bergþóra Björnsdóttir lög- reglustjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN 6 Fréttir 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.