Fréttablaðið - 25.11.2021, Page 10
Týr var
frábært
skip en er
auðvitað
barns síns
tíma.
Varðskipið Týr lagðist að
bryggju í síðasta sinn um
miðjan mánuðinn. Týr hefur
leikið afar stórt hlutverk í
sögu Landhelgisgæslunnar
en það kom í fyrsta sinn til
Reykjavíkur árið 1975 og var
þá dýrasta fley landsins.
LANDHELGISGÆSLAN Varðskipið Týr
kom til landsins 24. mars árið 1975
og þótti mikið tækniundur. Það
kostaði um einn milljarð króna og
var þá dýrasta og fullkomnasta skip
landsins.
„Hvað fær maður fyrir milljarð?“
var fyrirsögn á fjögurra blaðsíðna
úttekt Tímans skömmu eftir komu
skipsins. Þar var farið yfir tækninýj-
ungar og sérstaklega vikið að Sperry-
tölvuradar sem gat séð á augabragði
hvort togarar væru að veiða eða
ekki. Slíkt tók áður margar mínútur
og var gert handvirkt. Þá var skurð-
stofan mærð og ýmislegt fleira en
blaðamanni Tímans fannst lágkúra
í myndavali skipsins. Milljarðaskipið
hefði ekki átt að vera skreytt með
eftirprentunum.
Týr stóð vaktina með slíkum sóma
að eftir var tekið í fiskveiðideilunni
við Breta árið 1976 enda stóð skipið
uppi í hárinu á freigátum Breta og
beitti togvíraklippum af mikilli
nákvæmni.
Í BA-ritgerð Flosa Þorgeirssonar,
Stál í stál, sem Guðni Th. Jóhannes-
son var leiðbeinandi að, er fjallað um
árekstra og ásiglingar í þorskastríð-
unum. Bók Guðna, þorskastríðin
þrjú, var töluvert skarpari en Íslend-
ingar höfðu átt að venjast og hetju-
ljómi Týs var settur í söguskoðun
vísindamanns – sem ekki allir voru
sáttir við.
Skipið var jú aðalsögupersónan í
þriðja þorskastríðinu og skipherr-
arnir dásamaðir hér heima og hafnir
upp til skýjanna. Í ritgerð Flosa er
einmitt vikið að því að íslensku skip-
herrarnir hafi verið orðnir full upp-
teknir af eigin frægð og frama heima
Baráttan við Falmouth
Harðasta ásigling allra þorskastríðanna átti sér
stað að kvöldi 6. maí 1976. Þá kom til átaka milli
varðskipsins Týs og bresku freigátunnar Falmouth.
Skipin háðu einvígi í margar klukkustundir, en
um klukkan ellefu um kvöldið missti skipherra
Falmouth þolinmæðina.
Hann tók beina stefnu á Tý og lét setja 30 þúsund
hestafla vélarnar í botn og keyrði beint á miðjan Tý.
Týr var með klippurnar úti og þrír menn úti og fór
skipið alveg á hliðina og mennirnir á bólakaf.
Við ásiglinguna snérist Týr í 180 gráður og stefnið
á Falmouth gekk svo langt inn að það náði yfir
þyrlupallinn. Guðmundur Kjærnested, skipherra
Týs, náði að losa skipið frá og koma vélunum í gang
en þær höfðu báðar stoppað.
Hann sá breskan togara beint fram undan og
klippti aftan úr honum allt saman. Þá gerði Fal
mouth aðra alveg eins aðför og keyrði Tý aftur alveg
á hliðina. Týr var mikið skemmdur og Guðmundur
og áhöfn keyrðu inn á bakborðsvélinni einni.
Breskur dráttarbátur elti Tý og það var keyrt upp
á líf og dauða á einni vél inn fyrir 12 mílurnar. Öll
hin íslensku varðskipin, Baldur og Óðinn komu og
fylgdu Tý inn. Dráttarbáturinn var alveg að ná Tý
en það rétt slapp.
Í samantekt Flosa um atvikið segir að skipherr
ann Guðmundur Kjærnested hafi sagt fyrir dómi
í sjóprófum að ásiglingin hefði komið honum
nokkuð á óvart: „Við áttum eiginlega ekki von
á þessu, við erum svo vanir að sigla langtímum
saman meðfram þessum skipum að svona snögg
breyting eða svona snögg árás er mjög sjaldgæf
en hins vegar eru þessir menn ekki óvanir því að
blotna þarna aftur á.“
Varðskipinu Tý hefur verið lagt eftir þjónustu við landsmenn síðan 1975. Freyja hefur tekið við hlutverki hans og fór í sína fyrstu ferð um Íslandsmiðin á þriðjudag. MYNDIR/LANDHELGISGÆSLAN
fyrir og farnir að láta illa að stjórn.
Flosi bendir á að Geir Hallgrímsson
forsætisráðherra á að hafa kvartað
yfir þessu við sendiherra Noregs á
Íslandi. „Óljóst er þó hvernig norski
sendiherrann átti að bjarga því
máli,“ skrifar Flosi.
Fertugur í Miðjarðarhafi
Þrátt fyrir að Týr hafi upphaflega
verið smíðaður til eftirlits- og björg-
unarstarfa á Íslandsmiðum hefur
skipið farið víða, eða allt frá botni
Miðjarðarhafs til Norfolk í Virginíu
í Bandaríkjunum og norður fyrir
Svalbarða í Norðurhöfum.
Saga Týs við Íslandsmið er nánast
ein samfelld sigurganga. Halldór B.
Nellett, fyrrverandi skipherra, þekk-
ir sögu Týs betur en flestir. Þegar
Týr varð fertugur var hann staddur
í björgun í Miðjarðarhafi og skrifaði
Halldór aðeins um sögu hans á milli
verkefna.
Halldór byrjaði aðeins 16 ára hjá
Landhelgisgæslunni og hefur starfað
nánast á flestum sviðum. „Ætli ég sé
ekki búinn að vinna við flest nema
í vélarúminu,“ segir hann. Halldór
segir að allur aðbúnaður um borð
hafi verið í öðrum gæðaflokki en
áður hafði þekkst. Allir í sérher-
bergjum og brúin hafi verið sérlega
vel hönnuð. Þá var skipið búið bestu
siglingatækjum.
„Mesti munurinn var tölvuradar-
inn. Guðmundur Kjærnested skip-
herra hældi þessu mikið. Hann hafði
þarna smá forskot í þorskastríðinu
og sá hver var að veiða og hver ekki.
Radarinn var mikil bylting.“
Ekki alltaf dans á rósum
Halldór segir að andinn um borð
hafi alltaf verið góður en að sjálf-
sögðu komu dimmir dalir inn á
milli enda skipið sent á staði sem
aðrir vilja helst ekkert vera á. „Þetta
var ekki alltaf dans á rósum enda
fór skipið í mörg alvarleg tilvik sem
mörg hver taka á.
Ekkert tók þó meira á en þegar
Sigurður vinur minn Bergmann lést
um borð í desember 1990. Ég hef
komið að alls konar en það slys situr í
mér. Það var svo skelfileg aðkoma og
var óskaplega sorglegt slys. Það var
mikill missir að Sigurði enda mikill
öðlingur og mikið ljúfmenni,“ segir
Halldór.
Hann segir að tími Týs sé einfald-
lega liðinn og þótt hann vilji halda
þessari fyrrum hetju Íslandsmiða til
haga er hann ekki í neinum vafa um
að Landhelgisgæslan sé komin með
frábær skip í stað þeirra sem eldri
eru. Freyja, nýjasta skip gæslunnar,
hélt einmitt í sína fyrstu eftirlitsferð
á þriðjudag um Íslandsmið.
„Týr var frábært skip en er auð-
vitað barns síns tíma. Það var smíðað
1975 og er eins og Ægir sem var smíð-
að 1968. Þá var ekkert búið að finna
upp skuttogara og bara síðutogarar
við landið.
Í dag ræður Týr ekkert við þessi
stóru skip svo við tölum nú ekki um
stóru skemmtiferðaskipin ef þau
myndu bila. Þó mér þyki vænt um
skipið og vildi helst hafa það áfram
í eigu Íslendinga þá er tími Týs ein-
faldlega liðinn,“ segir Halldór. n
Benedikt Bóas
Hinriksson
benediktboas
@frettabladid.is
1973
var samið um smíði
varðskipsins Týs.
8
skip voru dregin úr
strandi.
3.800
er fjöldi flóttamanna
sem áætlað er að
skipið hafi bjargað frá
2013-2015 við landa-
mæraeftirlit í Mið-
jarðarhafi.
105
skipti voru veiðarfæri
skorin úr skrúfum
fiskiskipa af köfurum
varðskipsins.
40
millimetra fallbyssa,
Bofors L60 MK3, var
um borð.
100
plús skip voru dregin
til hafnar af Tý.
1421
var skipaskráarnúmer
skipsins.
2.881
sjómíla var lengsta
dráttarverkefni Týs
þegar dráttarbáturinn
Hebron Sea var dreg-
inn frá Pictou á Nova
Scotia í Kanada til
Grena í Danmörku.
46
tonna dráttarspil frá
Rolls Royce var sett í
skipið 2006.
14.
mars 1975 var skipið
formlega afhent Land-
helgisgæslu Íslands.
1
milljarð kostaði Týr en
skipið var þá fullkomn-
asta skip Íslands og jafn-
framt það dýrasta.
18
sinnum var herskipum
siglt á Tý í 200 sjómílna
þorskastríðinu.
3
sinnum fór skipið í
viðhald til Póllands þar
sem gerðar voru ýmsar
endurbætur á því.
Halldór að ganga frá togvíraklipp
unum goðsagnakenndu.
Höfðingi
hnígur til viðar
FRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR