Fréttablaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 16
thorgrimur@frettabladid.is
BANDARÍKIN Þr ír bandar ísk ir
karlmenn, þeir Travis og Gregory
Micha el og William Bryan, voru í
gær dæmdir sekir af kviðdómi, fyrir
morðið á Ahmaud Arbery. Arbery,
sem var 25 ára og þeldökkur, var
skotinn til bana í febrúar í fyrra,
þegar hann var á skokki í gegnum
hverfi í Brunswick í Georgíu.
Morðingjarnir voru allir hvítir
íbúar í hverfinu og hefur þeim
verið gefið að sök að elta og ráðast
á Arbery að tilefnislausu. Vegna
litarhafts aðila málsins hefur víða
verið litið á morðið sem dæmi um
kynþátta níð. Þremenningarnir
héldu því fram að þeir hefðu drepið
Arbery í sjálfsvarnarskyni og höfðu
hann grunaðan um innbrot. n
thorgrimur@frettabladid.is
SVIÞJÓÐ Magdalena Andersson, nýr
forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði af
sér aðeins sjö klukkustundum eftir
að hún tók við embætti í gær. Hún
tók við embætti forsætisráðherra
af Stefan Löfven og varð þá fyrsti
kvenforsætisráðherra í sögu lands
ins.
Andersson tilkynnti afsögn sína
í kjölfar þess að Græningjar ákváðu
að draga til baka stuðning sinn
við stjórn hennar, eftir að fjárlaga
frumvarp hennar náði ekki fram
að ganga innan þingsins. Þess í stað
var fjárlagafrumvarp Miðflokksins,
Kristilegra demókrata og Svíþjóðar
demókrata samþykkt og þótti
Græningjum það ekki ganga nógu
langt varðandi loftslagsmálefni.
Nýi forsætisráðherrann segir
málið snúast um virðingu. „Ég get
ekki leitt ríkisstjórn ef tilefni er
til að efast um lögmæti hennar,“
sagði Andersson, sem hefur þó tjáð
Andreasi Norlén, forseta sænska
þingsins, að hún hafi enn áhuga á
að leiða minnihlutastjórn Jafnaðar
mannaflokksins. n
Ég get ekki leitt ríkis-
stjórn ef tilefni er til að
efast um lögmæti
hennar.
Magdalena
Andersson,
fráfarandi for-
sætisráðherra
Svíþjóðar.
Ríki heimsins ættu að
eyða minni tíma í að
rífast um smáatriði í
nefndum á meðan
heimsfaraldurinn
geisar.
Helen Clark,
fyrrverandi for-
sætisráðherra
Nýja-Sjálands
Ný skýrsla á vegum Alþjóða
heilbrigðismálastofnunarinn
ar sýnir að ríki heimsins voru
ekki undirbúin undir Covid
19 og eru heldur ekki undir
búin undir næsta heims
faraldur. Heilbrigðisráðherrar
heimsins funda í næstu viku
um hvort þörf sé á sáttmála
um faraldra.
kristinnhaukur@frettabladid.is
ALÞJÓÐAMÁL Nefnd sem Alþjóða
heilbrigðismálastofnunin, WHO,
stofnaði til þess að gera úttekt á
vörnum gegn Covid19 og leggja til
úrbætur, telur að of hægt gangi að
bæta viðbragðskerfi heimsins gegn
næstu heimsfaröldrum. Leggur hún
til að varnir gegn þeim næsta sem
muni skella á, hefjist samstundis.
Nefndin var stofnuð í september
árið 2020 og er undir forystu Helen
Clark, fyrrverandi forsætisráðherra
NýjaSjálands, og Ellen Johnson
Sirleaf, fyrrverandi forseta Líberíu.
Hálfsársskýrsla þeirra var opin
beruð á mánudag.
„Heimurinn er að falla á tíma,“
segir í skýrslunni. „Bylgjur sjúk
dóma og dauða halda áfram að
skella á okkur. Á norðurhvelinu
er fólk innandyra, þreytt á sótt
varnaaðgerðum og misbólusett. Í
fátækari löndum hefur fólk nánast
ekkert aðgengi að bóluefnum.“
Við kynningu skýrslunnar sagði
Sirleaf að skilaboðin væru einföld
og skýr. „Núverandi kerfi var ekki
í stakk búið til að verja okkur fyrir
Covid19. Og ef við bregðumst ekki
við núna, mun það heldur ekki geta
varið okkur fyrir næsta heimsfar
aldri, sem getur brotist út hvenær
sem er,“ sagði hún.
Benti hún á að fyrirheit ríkra
landa um að bóluefni myndu skila
sér til hinna fátækari, hafi ekki
raungerst. Aðeins brot af bóluefni
hafi komist til skila, meðal annars
í COVAXsamstarfinu. Sagði hún
að leggja þyrfti 10 milljarða Banda
ríkjadala árlega til varna gegn
heimsfaröldrum og þegar ljóst væri
að slíkur væri að skella á, þyrftu 100
milljarðar að vera til ráðstöfunar.
Í næstu viku fer fram sérstakur
fundur hjá WHO þar sem heil
brigðisráðherrar ræða hvort þörf sé
á sérstökum heimssáttmála um við
brögð við faröldrum. Verður skýrsla
Clark og Sirleaf örugglega til tals á
þeim fundi.
„Ríki heimsins ættu að eyða
minni tíma í að rífast um smáatriði
í nefndum á meðan heimsfaraldur
inn geisar,“ sagði Clark. „Fólk er að
deyja og ný ógn getur sprottið upp
hvenær sem er.“
Meðal þess sem Clark og Sirleaf
hafa lagt til er að tryggja WHO
varanlega fjármögnun til þess að
takast á við heimsfaraldra. Einnig
að gerður verði sáttmáli um faraldra
og stofnað verði sérstakt heimsráð,
sem í sitja þjóðarleiðtogar, sem
vinni samkvæmt honum.
Áætlað er að fátækari löndin muni
hafa fengið 1 milljarð bóluefna
skammta í september síðastliðnum,
sem er langt frá því nóg. Í sumum
löndum eru vel innan við tíu prósent
landsmanna bólusett. Sirleaf benti á
það ranglæti að heilbrigðisstarfsfólk
í mörgum löndum hefði ekki fengið
einn skammt á meðan fólk í ríkum
löndum væri að fá sinn þriðja. n
Heimurinn að falla á tíma
gagnvart næsta faraldri.
Fjöldagreftrun
fórnarlamba
Covid-19 í
héraðinu Mana-
us í Brasilíu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
bth@frettabladid.is
LOFTSLAGSMÁL Evrópubúar þurfa
að búa sig undir meiri hitasveiflur,
öfgafyllri úrkomu, tíðari stórviðri
og ýmsar neikvæðar af leiðingar
þeim tengdar, samkvæmt nýrri
skýrslu sem Umhverfisstofnun Evr
ópu hefur gefið út.
Í skýrslunni segir að vaxandi
hætta steðji að Evrópuríkjum
vegna loftslagsbreytinga á næstu
áratugum. Af leiðingarnar muni
birtast með misjöfnum hætti eftir
svæðum.
Enginn vafi er sagður á að lofts
lagsbreytingar af mannavöldum
skýri tíðari öfgar í veðri. Í öllum
ríkjum Evrópu megi fólk búa sig
undir f leiri daga með miklum hita
og öfgakenndari úrkomu. Íbúar í
grennd við Miðjarðarhafið ættu
sérstaklega að búa sig undir heitari
sumur og tíðari þurrka.
Aukin eldhætta gæti skapast
í SuðurEvrópu vegna úrkomu. Í
NorðurEvrópu er sagt líklegt að
árleg úrkoma og mikil úrkoma í
einu, verði aukinn vandi. Það á
einnig við um Ísland.
Ár f lóð gætu orðið vaxandi
vandi. Áætlað er að yfirborðshiti
sjávar hækki og sýrustig vatns muni
aukast á öllum svæðum í Evrópu.
Breytingar á snjó og ísmyndun
gætu leitt til breytilegra staðbund
inna áhrifa. Hlýnun muni hafa nei
kvæð félags og efnahagsleg áhrif á
sum svæði í Evrópu sem gera út á
skíðasvæði. Hætta á f lóðum muni
aukast á öðrum svæðum.
Þá eru miklar vindhviður sagðar
geta valdið víðtæku tjóni á skógum,
byggingum og samgöngu og orku
mannvirkjum.
Umhverfisstofnun Evrópu segir
að skýrslan nýtist ekki síst stefnu
mótendum og sérfræðingum sem
hafi áhuga á mati á loftslagsáhættu
og aðlögunaráætlunum í Evrópu.n
Stórfelldra veðrabreytinga og öfga að
vænta segir Umhverfisstofnun Evrópu
Frá loftslagsverkfalli ungmenna á Austurvelli. Miklar breytingar á veðurfari
eru í vændum að mati Umhverfisstofnunar Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Dagskrá:
Staða og starfsemi Gildis á árinu 2021
Hækkandi lífaldur, hvernig bregðast lífeyrissjóðirnir við?
Vegna samkomutakmarkana verður fundurinn að fullu rafrænn.
Honum verður streymt á íslensku og ensku en nánari upplýsingar
má finna á www.gildi.is. Sjóðfélagar eru hvattir til að taka þátt
í fundinum og kynna sér stöðu og rekstur sjóðsins.
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs
Í dag, fimmtudaginn 25. nóvember klukkan 17:00
Gildi–lífeyrissjóður
Rafrænn sjóðfélaga-
og fulltrúaráðsfundur
▪
▪
Lífeyrissjóður www.gildi.is
Forsætisráðherra
í sjö klukkutíma
Dæmdir sekir fyrir morðið á Arbery
Mótmælendur fyrir framan dóms-
húsið í Brunswick. MYND/GETTY
16 Fréttir 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ