Fréttablaðið - 25.11.2021, Page 20

Fréttablaðið - 25.11.2021, Page 20
Þetta er fyrsta alþjóð- lega herferðin sem Íslandsstofa fer af stað með til að leggja áherslu á hugvit, nýsköpun og tækni sem útflutningsgrein. Jarþrúður Ásmundsdóttir, fag­ stjóri hjá Íslandsstofu FJÁRFESTING Í SJÓÐUM ER GÓÐUR VALKOSTUR TIL AÐ ÁVAXTA PENINGA TIL SKEMMRI OG LENGRI TÍMA Kynntu þér árangur og úrval ÍV sjóða á WWW.IV.IS Fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu, segir mikilvægt að Ísland fari að leggja áherslu á hugvit sem útflutningsgrein, því í því felist mikil vaxtartækifæri. magdalena@frettabladid.is Hugvit, nýsköpun og tækni verða burðarásar í verðmætasköpun Íslendinga. Þetta er markmið starfsins í Vísindaþorpinu í Vatns­ mýri eða Reykjavik Science City sem kynnt var formlega í nýju hús­ næði Íslandsstofu í Grósku í gær. Markmið Vísindaþorpsins er að stuðla að því að Ísland verði eftir­ sóttur staður til rannsókna, þróun­ ar og fjárfestinga, auk þess að laða erlend fyrirtæki og sérfræðinga til landsins. Við athöfnina héldu erindi þau Jarþrúður Ásmundsdóttir, fag stjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu, Guðmundur Haf­ steinsson, stofnandi og forstjóri Fractal5 og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Jarþrúður Ásmundsdóttir segir í samtali við Markaðinn að mikil­ vægt sé að Ísland fari að leggja áherslu á hugvit sem útf lutnings­ grein. „Reykjavík Science City er fyrsta alþjóðlega herferðin sem Íslands­ stofa fer af stað með til að leggja áherslu á hugvit, nýsköpun og tækni sem útflutningsgrein,“ segir Jarþrúður og bætir við að miklir vaxtarmöguleikar felist í að leggja áherslu á hugvit. „Það liggja fyrir gögn sem sýna það með óyggjandi hætti að þetta er einn helsti vaxtarmöguleiki íslensks hagkerfis og við bindum því miklar vonir við þetta verkefni. Við vonumst til þess að með þessu framtaki getum við markað Ísland sem land hugvits, nýsköpunar og tækni.“ Guðmundur Hafsteinsson, stofn­ andi og forstjóri Fractal5, segir í samtali við Markaðinn að um þessar mundir séu að eiga sér stað miklar breytingar. „Ég bjó í Kísildalnum í 15 ár og vann meðal annars hjá Google og Apple. Að sjálfsögðu var mjög gaman að upplifa það, en á sama tíma fórnaði ég lífsgæðum á móti. Maður eyddi til dæmis 3 tímum í umferð á hverjum degi,“ segir Guð­ mundur og bætir við að maður kunni ekki að meta Ísland fyrr en maður hefur prófað að búa erlendis og f lytur síðan heim. „Það sem ég áttaði mig á þegar ég f lutti aftur heim var hvað lífs­ gæðin á Íslandi eru svakalega góð. Eftir að ég f lutti hingað batnaði líf mitt heilmikið. Um þessar mundir eru að eiga sér stað miklar breytingar hvað varðar það að fólk getur í raun unnið hvar í heiminum sem er í gegnum heima­ vinnu. Þær breytingar hafa í för með sér að það er liðin tíð að Kísil­ dalurinn, New York eða London þurfi að vera miðjan. Því um þessar mundir getur fólk einfaldlega leitað þangað sem lífsgæðin eru mest og þá er Reykjavík afar fýsilegur kost­ ur. Aukin heimavinna er klárlega framtíðin.“ ■ Tækifæri felist í hugviti og nýsköpun Störfum í hugverkaiðnaði fjölgaði um 14 prósent í miðjum heimsfaraldri Markmið Reykjavík Science City er að styðja við vöxt í greinum tengdum hugviti, nýsköpun og tækni. Samkvæmt rannsókn Íslandsstofu á rekstrarumhverfi slíkra fyrirtækja kom í ljós að á árinu 2020 fjölgaði starfs­ gildum þar um 14% á sama tíma og heimsfaraldur Covid­19 gekk hér yfir, með tilheyrandi upp­ sögnum og atvinnuleysi. „Segja má að Reykjavík sé eitt stærsta vörumerki Íslands og í kringum Vatnsmýrina hafa byggst upp einstakir innviðir í formi háskóla, rannsókna­ stofnana og þekkingarfyrir­ tækja. Við teljum okkur því eiga fjölmörg tækifæri að sækja í þessum efnum,“ segir Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hug­ vits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu. Í Vísindaþorpinu verði lögð áhersla á uppbyggingu svokall­ aðrar grænnar og blárrar tækni (e. Greentech og e. Bluetech) og lífvísinda, en Íslendingar hafi þegar aflað sér mikillar þekk­ ingar á þeim sviðum og eiga þar inni öflug tækifæri. Vísindaþorpið ein meginstoð borgarinnar Í Vatnsmýrinni hefur skapast frjór jarðvegur fyrir fyrirtæki sem drifin eru áfram af hugviti og segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Vísindaþorpið eina meginstoð borgarinnar í atvinnu­ málum. „Við þurfum fjölbreytt atvinnu­ líf og öflugt þekkingarsamfélag er liður í samkeppnishæfni borgarinnar. Öðrum megin í borg­ inni er að vaxa Þorp skapandi greina í Gufunesi og hinum megin erum við með Vatnsmýrina, sem samanstendur af framúrskarandi rannsóknum á sviði lækna­ vísinda við Landspítalann, að Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Nú þegar eru starfandi framsækin og stöndug fyrirtæki eins og CCP, Decode og Alvogen, auk fjölda lítilla og meðalstórra sprotafyrirtækja, á sviði tækni og vísinda. Við erum staðráðin í að fjölga stórum og öflugum þekkingarfyrirtækjum á svæðinu og auka enn á gróskuna hjá minni fyrirtækjum og sprotum. Fram­ tíðin er því björt í Vatnsmýrinni og hryggjarstykkið verður Vís­ indaþorpið sem við kynnum hér í dag,“ segir Dagur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu og Guðmundur Hafsteinsson, stofnandi og forstjóri Fractal5. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR magdalena@frettabladid.is Sigurður Hannesson, framkvæmda­ stjóri Samtaka iðnaðarins, segir að nýsköpunarfyrirtæki hér á landi hafi komið fram með ýmsar lausnir í loftslagsmálum. „Loftslagsmálin eru mjög stór samfélagsleg áskorun sem allur heimurinn tekst á við og það verður mikil áhersla lögð á þau á komandi árum. Hér á landi er að finna ýmsar lausnir sem taka á þess­ um vanda og má þar nefna lausnir á sviði orkuskipta, kolefnisbindingar og orkuþekkingar,“ segir Sigurður og bætir við að hér hafi ýmis þekk­ ing byggst upp sem getur komið að góðum notum á erlendri grundu. „Ýmis verkefni hjá verkfræðistof­ unum sem snúa að grænum lausnum hafa verið nýtt erlendis. Það sama á við um fyrirtæki eins og Jarðboranir. Nýlegt dæmi er svo fyrirtækið Carb­ fix sem er brautryðjandi á heimsvísu í því að breyta koldíoxíði í stein. Það er lausn sem er mjög áhugaverð og getur nýst bæði okkur og öðrum þjóðum í því að ná loftslagsmark­ miðum. Síðan má ekki gleyma því að fram undan eru þriðju orkuskiptin, en þau tengjast samgöngum. Við þekkjum öll raf bílavæðinguna en fram undan eru stærri breytingar sem snúa að skipum, flugvélum og stærri ökutækjum.“ Hann segir jafnframt að hjá Sam­ tökum iðnaðarins sé nýbúið að stofna Samtök vetnis­ og rafelds­ neytisframleiðenda. „Þetta er hugsað sem sérstakur faghópur fyrirtækja á þessu sviði. Fyrir þá sem hyggja á framleiðslu á vetni eða öðru rafelds­ neyti með það að markmiði að koma á orkuskiptum hér á landi, en einnig alþjóðlega.“ Aðspurður hvernig rekstrarum­ hverfi nýsköpunarfyrirtækja sem leggja áherslu á umhverfismál sé, segir Sigurður að á heildina litið sé það mjög gott. „Það þarf með ein­ hverjum hætti að efla loftslagssjóð. Þannig að hann fjárfesti meira í nýsköpun og þróun, sem nýtist við það verkefni að draga úr losun.“ ■ Ýmsar lausnir að finna hér á Íslandi í loftslagsmálum og orkuskiptum Sigurður Hannesson, framkvæmda­ stjóri Samtaka iðnaðarins helgivifill@frettabladid.is  Stjórn fasteignafélagsins Eikar hefur hækkað arðgreiðsluhlutfallið úr 35 prósentum í 50 prósent, af hand­ bæru fé frá rekstri. Að frádreginni þeirri fjárhæð sem nýtt verður í kaup á eigin bréfum fram að boðun næsta aðalfundar. „Við teljum rekstur félagsins hafa gengið vel og eðlilegt að hlut­ hafar njóti góðs af því. Meðal annars höfum við náð að lækka fjármagns­ kostnað félagsins á undanförnum árum, sem eykur arðgreiðslugetu félagsins,“ segir Garðar Hannes Frið­ jónsson, forstjóri Eikar, við Markað­ inn. Sá fyrirvari er þó sleginn í arð­ greiðslustefnunni, að við mótun tillögu um arðgreiðslu skuli litið til fjárhagsstöðu félagsins, fyrirætlana um fjárfestingar og stöðu efnahags­ mála. ■ Auka arðgreiðslur vegna góðs gengis Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar. helgivifill@frettabladid.is Tempo, hlutdeildarfélag Origo, keypti í gær  Roadmunk, sem er í Ontario, Kanada. Roadmunk hefur þróað hugbúnað sem hjálpar fyrir­ tækjum að byggja upp, hanna og miðla stefnu fyrir hugbúnaðar­ vörur með sjónrænum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kaup­ hallarinnar. Árlegar tekjur Roadmunk eru um 12,5 milljónir Bandaríkjadala, jafn­ virði um 1,6 milljarða króna, og er félagið með jákvætt sjóðsstreymi. Kaupin eru fjármögnuð af Tempo og engin ný hlutabréf eru gefin út vegna viðskiptanna. Hlutabréfaverð Origo hækkaði í gær um tæplega fimm prósent í 173 milljóna króna veltu. Origo seldi 55 prósenta hlut í Tempo til Diversis Capital, fjárfest­ ingafélags frá Los Angeles, sem sér­ hæfir sig í fjárfestingum í hugbún­ aðar­ og tæknifyrirtækjum, í lok árs 2018. Áður en salan gekk í gegn átti Origo Tempo að fullu. ■ Tempo kaupir kanadískt félag 20 Fréttir 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.