Fréttablaðið - 25.11.2021, Side 26
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún
Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Dýrahald
snýst í
eðli sínu
um dýra-
vernd. En
í þessum
efnum hafa
lögin þar
að lútandi
verið þver-
brotin – og
það árum
saman.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
Kíktu í heimsókn!
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is
Verð áður
89.900 kr.
Sjá nánar
á patti.is
SX 7921 hægindastóll
45.000 kr.
SVARTUR FÖSTUDAGUR
Tilboð 22.-27. nóvember
Síðasta ár var metár í uppbyggingu íbúða í
Reykjavík, þegar rúmlega 1.500 nýjar íbúðir
komu inn á markað. Árið þar á undan voru þær
yfir þúsund. Það stefnir í að þær verði í ár vel yfir
þúsund. Meðaltal áranna 2018-2021 er þegar
komið yfir 1.000 íbúðir á ári. Það hefur ekki áður
gerst í sögu borgarinnar, þótt árin í kringum
uppbyggingu Breiðholts og Grafarvogs hafi
vissulega líka verið góð.
Tilraunir Samtaka iðnaðarins til að mála
þetta blómaskeið sem kreppu taka stundum á
sig furðulega mynd. Eins og sá samanburður að
„einungis“ rúmlega 2.000 íbúðir hafi byggst upp
árlega á höfuðborgarsvæðinu, á meðan rúmlega
3.000 vanti á landinu öllu. Reynt er að láta líta út
eins og það sé 1.000 íbúða gat. Staðreyndin er að
ekkert er óeðlilegt við að landsvæði, þar sem 2/3
landsmanna búa, skaffi 2/3 nýrra íbúða.
Ástandið á landinu öllu er raunar einn-
ig ágætt. Samkvæmt Þjóðskrá fjölgaði í fyrra
íbúðum á landinu um tæplega 4.000. Lands-
mönnum fjölgaði um 4.600 svo að það nánast
bættist við ein íbúð fyrir hvern nýjan Íslending.
Með sömu þróun mun hratt saxast á útreiknaða
íbúðaþörf.
Nóg verður hægt að byggja í Reykjavík á næstu
árum. Yfir 2.000 íbúðir eru í byggingu. Yfir
3.000 íbúðir eru á deiliskipulögðum svæðum.
Mörg þúsund íbúðir eru í skipulagsferli og vegur
Ártúnshöfðinn þar þyngst. Lóðir fyrir yfir 1.600
íbúðir gengu kaupum og sölum milli einkaaðila í
seinustu viku. Borgin sjálf hefur sett upp áætlun
um að úthluta lóðum fyrir allt þúsund íbúðir á
ári næsta áratug.
Ábyrgð okkar er fyrst og fremst að sjá til þess
að uppbygging haldist áfram, jafnt og þétt. Sé
horft til nýbyggingarsögu landsins er það varla
lærdómurinn að topparnir í kringum 1970, 1990
og 2007 hefðu mátt vera enn hærri. Mun frekar
að lægðirnar þar á milli hefðu ekki þurft að vera
svona djúpar. Að því þurfum við að vinna. ■
Met í Reykjavík
Pawel Bartoszek
borgarfulltrúi
Viðreisnar og for-
maður skipulags-
og samgönguráðs
Enginn þarf að velkjast í vafa um að
svonefndar blóðmerar eru beittar
harðræði hér á landi, eftir að hafa
horft á hryllilega meðferð á þeim
á myndum sem alþjóðlegu dýra-
verndarsamtökin Animal Welfare Founda-
tion gerðu nýverið opinberar. Þær voru teknar
með földum myndavélum á bæjum íslenskra
hrossabænda sem selja merablóð.
Málið er allt hið ógeðfelldasta, jafnt dýra-
níðið sjálft, sem vanræksla opinberra stofnana
og næsta augljós meðvirkni með harðneskju-
legri græðginni í þessum efnum.
Dýrahald snýst í eðli sínu um dýravernd. En
í þessum efnum hafa lögin þar að lútandi verið
þverbrotin – og það árum saman. Eftir stendur
sködduð ímynd af hrossarækt hér á landi og
harla sprunginn stallur íslenska hestsins, sem
hefur verið eitt af einkennistáknum íslenskrar
þjóðmenningar um aldir, enda einstakur á
heimsvísu fyrir fjölhæfni sína.
Kjarni þessa máls er sá að ómögulegt er
að taka blóð úr ótömdum og hálfvilltum
hryssum í sérstökum blóðtökubásum án þess
að beita þær harðræði, svo sem myndir dýra-
verndarsamtakanna sanna, en dýrin eru þar
bundin í þröngu hólfi, höfuðið reyrt upp og
slám skotið yfir og aftan við þau áður en slag-
æðin á hálsi er rofin og fimm lítrum er tappað
af skelfingu lostinni merinni næstu fimmtán
mínúturnar – og vel að merkja, allan þann
tíma reynir hún allt hvað af tekur að brjótast
úr búri sínu.
Eftir þennan ótuktarskap stendur hryssan
varla undir sér, enda búin að missa 15 prósent
af blóði sínu – og til að bíta höfuðið af skömm-
inni er athæfið svo endurtekið næstu átta
vikur, en þá er búið að tappa af dýrinu sem
nemur heildarblóðmagni þess.
Allt er þetta gert til að svala gróðahyggju
mannsins, ekki aðeins þeirra liðlega hundrað
bænda sem leyfa þennan óskunda á býlum
sínum, heldur líka forkólfa fyrirtækisins Ísteka
sem kaupa árlega um 170 tonn af blóði úr
þúsundum mera til að auka frjósemi gyltna
á svínabúum, en PMSG-hormónið úr fylgju
blóðmerarinnar, sem sprautað er í gylturnar,
rýfur tíðahring þeirra svo hægt er að sæða þær
miklu oftar. Níðingsskapurinn á blóðmerum
er því gerður til að fjölga grísum á færibandi í
iðnaðarframleiðslu.
Matvælastofnun skrifar upp á þessi ósköp.
Því fari fjarri að „augljóslega þurfi að beita
hryssurnar ofbeldi“ við aftöppun blóðsins, eins
og segir í einu svara hennar. Þau orð eru komin
á öskuhauga eftirlitsins. ■
Dýraníð
benediktboas@frettabladid.is
arib@frettabladid.is
Klúðursamband Íslands
Hvernig getur stærsta batterí í
íslenskum íþróttum sífellt klúðrað
málum svo eftir er tekið? Það klúðr-
aði því reyndar ekki að bjóða manni
sem átti að hætta að drekka á fyllerí,
það var viljandi. Íslenskir fjölmiðlar
komust á snoðir um maðk í mys-
unni á mánudag og fóru að herja
á formann KSÍ, landsliðs nefndina
og fleiri starfsmenn sambandsins.
Ekkert var sagt. Ekkert var gefið út.
Svo þegar flestir voru gengnir til
náða birtist yfirlýsing klukkan hálf
tólf þar sem Eiður Smári var búinn
að missa vinnuna sína. Síðast þegar
KSÍ ætlaði að vera sniðugt var fyrir
Króatíuleikinn árið 2013. Þá seldi
það miða um miðja nótt.
Ingi og félagar
Fólksfæðin er loksins almenni-
lega að koma í bakið á okkur,
verkefnin eru orðin svo sérhæfð
að sá eini sem getur haft eftirlit
með eftirlitsmanninum er hann
sjálfur. Sama fólkið starfaði fyrir
undirbúningsnefndina frægu og
landskjörstjórnina, leikur grunur
á að það fólk hafi líka verið að
redda sér aukapeningum með því
að telja atkvæði í Borgarnesi. Ingi
dómari getur svo ekki dæmt Inga
yfirstjórnarmann, sérstaklega ekki
á grundvelli vitnisburðar Inga fast-
eignasala um að allt hafi verið með
felldu. Stefnir allt í að Norðvestur-
kjördæmismálið muni rekja upp
hina yfirborðskenndu íslensku
stjórnsýslu. ■
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR