Fréttablaðið - 25.11.2021, Side 33

Fréttablaðið - 25.11.2021, Side 33
GG Sport opnaði nýlega nýja og glæsilega skíðadeild í verslun sinni í Kópavogi. Auk úrvals af þekktum skíðavörumerkjum býður verslunin upp á fjölbreytt úrval af útivistarvörum. GG Sport hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem helsta útivistarverslun landsins. Verslunin býður upp á mikið úrval af skíðabúnaði, göngu- og klifurbúnaði, og vörur sem tengjast ýmsum gerðum af sjó- sporti svo nokkur dæmi séu nefnd. Nýlega opnaði GG Sport nýja og glæsilega skíðadeild í verslun sinni sem staðsett er á Smiðjuvegi 8 í Kópavogi. Þar verður boðið upp á frábær vörumerki, að sögn Leifs Dam Leifssonar, annars eigenda GG Sport, meðal annars Madshus gönguskíðin. „Við erum mjög stolt af nýju skíðadeildinni okkar. Ekki bara vegna þess að við skörtum frábærum vörumerkjum eins og K2, Black Crows og Madshus, heldur vegna þess að við gengum hreinlega í allar framkvæmdir sjálf. Skíðadeildin okkar er því handgerð frá grunni og með þá hugsun að leiðarljósi: „Hvernig skíðadeild myndi ég vilja koma inn í ef ég væri viðskiptavinur?“ Allt til að segja sögu og hámarka upplifun. Við erum afar stolt af búðinni okkar, það er stór hluti af þessu öllu.“ Madshus eitt besta vörumerkið GG Sport keypti Madshus gönguskíðaumboðið í haust af Bobba á Ísafirði, sem var búinn að leggja góðan grunn sem verslunin byggir nú á. „Madshus er eitt besta vörumerkið og í GG Sport verðum við án efa leiðandi á markaðinum. Bobbi hefur sagt það sjálfur að þegar hann sá hvernig við unnum af fagmennsku, þá ákvað hann að slá til, enda framtíðin björt fyrir Madshus á Íslandi. Við erum líka með frábæra endursöluaðila hjá Útisport Akureyri og Ísfell verslun Húsavík. Auk þess opnum við um komandi mánaðarmót skíðadeild hjá og í samstarfi við Ellingsen á Granda. Skíðadeildin kærkomin viðbót Vinsældir skíðaíþróttarinnar vaxa ár frá ári hérlendis og því er nýja skíðadeildin kærkomin viðbót, segir Leifur. Enda hefur verið tals- verð áskorun að þjóna sívaxandi útivistaráhuga Íslendinga undan- farin ár, t.d. þegar kemur að göngu- skíðum og öðrum vetraríþróttum. „Við gerum okkar besta til að fylgja eftir því sem viðskiptavinir okkar vilja sjá í GG Sport. Ekkert hefur vaxið eins hratt hérlendis og áhug- inn á gönguskíðum. Þeim áhuga er fylgt eftir með góðum verslunum, gönguskíðahópum og nýjum og betri leiðum um allt land, sem er vel haldið við.“ Aðgengi að gönguskíðaslóðum er því orðið mjög gott. „Það skapar nýjan heim fyrir okkur sem höfum áhuga á hreyfingu og útivist. Þegar þú eignast par af göngu- skíðum ertu að fjárfesta í vellíðan og upplifun sem skilar sér svo í betra eintaki af sjálfum þér. Það er pínu skrítið að maður er farinn að hlakka til þessa tímabils, sem er jafnan dimmustu mánuði ársins. Vinnudagurinn er alltaf skemmti- legur þegar ég veit hvert ég er að fara að bruna eftir vinnu. Þá förum við yfirleitt saman ég, konan og sjö ára strákurinn, því gönguskíði eru fyrir alla fjölskylduna. Ef ég vil fara hraðar yfir þá geri ég það bara og konan tekur bara næsta hring á meðan ég dúlla mér með stráknum.“ Góðar ráðleggingar Hann segir helstu sérstöðu GG Sport vera, utan þeirra gæða- vara sem verslunin býður upp á, að passa vel upp á viðskiptavini og gefa þeim góðar ráðleggingar. „Salan kemur að sjálfu sér í fram- haldinu. Ef við til dæmis setjum þetta í samhengi við göngu- skíðin, þá skiptir máli að finna rétta spennu miðað við þyngd notandans. Þá fær maður svokall- aða flex-tölu. Við hvikum ekkert út frá þessari tölu. Gönguskíðin eru nefnilega þannig að þegar staðið er jafnfætis á skíðunum snertir miðj- an ekki snjóinn. Undir miðjunni er sóli sem drífur þig áfram þegar sparkað/ýtt er niður á skíðið með öðrum fætinum. Þá þarf spennan að vera hárrétt miðað við hvern og einn og með réttu skíðunum svífur þú áfram.“ Spennandi nýjungar Ýmsar spennandi nýjungar eru í vændum í vetur. „Við ætlum okkur ekkert að gefa eftir þegar kemur að fjallaskíðum og erum að taka inn mjög töff fjallaskíði frá Black Crows, ásamt því að vera með aukið úrval í K2 fjalla- og svigskíð- um og snjóbrettum. Einnig vorum við að taka inn fisléttar fjallaskíða- bindingar frá ATK og íþróttagler- augu frá BlIZ sem henta einkar vel á gönguskíði, í hlaup og hjólreiðar. Þannig að það er stöðugt eitthvað nýtt í gangi hjá okkur.“ Leifur er bjartsýnn á veturinn. „Þjónustan er okkar helsta vara. En auðvitað þarf að fylgja góðri þjónustu eftir með öflugum og áreiðanlegum vörumerkjum. Fyrir hönd viðskiptavinarins þá tikkum við í öll box hvað þetta varðar. Hér eru aldrei vandamál sem ekki er hægt að leysa, við megum aldrei gleyma því fyrir hverja við vinnum. Með þetta að leiðarljósi verður líka vinnan svo gefandi og skemmtileg.“ ■ Gönguskíði eru fyrir alla fjölskylduna Leifur Dam Leifsson (t.v.), annar eigenda GG Sport, og Guðmundur sérfræðingur úr skíðadeildinni. Úrval af Madshus gönguskíðum. Viðskiptavinir fá ráðgjöf við val á skíðum. Ný og glæsileg skíðadeild GG Sport í Kópavogi skartar vönduðum merkjum á borð við Madshus, K2, BlIz og Black Crows. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Í GG Sport er gott úrval af K2 snjóbrettum og svigskíðum fyrir fjölskylduna. Madshus gönguskíðin eru fáanleg á alla fjölskylduna.Vandaður skíðafatnaður frá Peak Performance. K2 fjallaskíðin koma sterk inn í vetur. Við erum afar stolt af búðinni okkar, það er stór hluti af þessu öllu. Leifur Dam Leifsson ALLT kynningarblað 5FIMMTUDAGUR 25. nóvember 2021

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.