Fréttablaðið - 25.11.2021, Page 54

Fréttablaðið - 25.11.2021, Page 54
Maður er búinn að sigra daginn kannski bara klukkan sjö eða átta um morguninn og fer góður út í allt annað. odduraevar@frettabladid.is „Ég er súper góður. Afmælishelgin var að klárast, þetta var ótrúlega næs. Ég og kærastan mín fórum á Geysi á föstudaginn og svo fór ég í kósíbú­ stað með strákun­ um daginn eftir,“ segir rappgoð­ sögnin Aron Can. „Maður verður að muna að njóta líka,“ segir rappar­ inn sem hefur verið gríðarlega öfl­ ugur í CrossFit undanfarin ár. „Ég er búinn að vera í CrossFit í næstum þrjú ár. Það er ótrúlega gaman og ég stunda það eða einhvers konar lík­ amsrækt á hverjum degi,“ segir Aron. Hann segir það ekki síst koma sér vel á dimmasta tíma ársins eins og nú. „Það hjálpar gríðarlega að kíkja í ræktina, fara í sánu og skella sér í kalda pottinn. Maður er búinn að sigra daginn kannski bara klukkan sjö eða átta um morguninn og fer góður út í allt annað.“ Aron segir kófið hafa sett strik í reikninginn hjá sér eins og öðrum tónlistarmönnum en hann hefur nýtt tímann vel. „Þetta er auðvitað orðið þreytt, ég ætla ekki að ljúga því. Eitt gigg hjá mér hefur til dæmis frestast í tæpt ár. En þetta er bara staðan og það er eins og það er.“ Hann hefur nýtt tímann til að semja tónlist og segir að þannig hafi hans nýjasta plata, Andi, líf, hjarta, sál, orðið til. „Maður var ekki að spila mikið og nýtti tímann í stúdíóinu frekar, sem í þessu tilfelli var frekar næs. Annars hefði maður eytt kvöld­ unum í að gigga og flakka á milli kannski tveggja, þriggja eða fjögurra staða.“ ■ Ræktin lykillinn að sigri á myrkrinu Aron Can, rappari Íslendingar geta nú loksins brugðið sér í hlutverk áhrifa­ valda og meira að segja stungið vini sína í bakið, þökk sé Ingvari Haraldssyni og félögum að baki áhrifavalda­ spilinu Frægð og frami. odduraevar@frettabladid.is „Við erum allir miklir kvikmynda­ lúðar og upprunalega hugmyndin var að gera kvikmyndaspil,“ segir Ingvar Haraldsson sem hannaði spilið ásamt vinum sínum, þeim Jóni Birni Árnasyni og Daníel Bryn­ jólfssyni. „En svo nenntum við ekki að koma með enn eitt spurningaspilið og þetta endaði einhvern veginn svona í áhrifavöldunum enda vild­ um við gera eitthvað nýtt og ferskt,“ segir Ingvar. Hættuspilið innblástur Hann segir þá félaga meðal annars hafa fengið innblástur frá Hættu­ spilinu. Í Frægð og frama gefst spil­ urum kostur á að bregða sér í hlut­ verk eins af sex áhrifavöldum sem í boði eru. Því næst gefst spilurum kostur á samstarfi eða bakstungu þar sem einungis einn getur sigrað. „Áhrifavaldarnir eru alls staðar þessa dagana og okkur fannst kjörið tækifæri að tækla þetta í spilinu, enda er þetta mjög áhuga­ verður heimur og við höfum klár­ lega húmor fyrir því og gerum grín að því hve kjánalegur hann getur verið í spilinu,“ segir Ingvar. Í spilinu er þó hvergi að finna áhrifavalda úr raunheimum eins og Birgittu Líf eða Binna Glee. „Upprunalega datt okkur í hug að heyra í alvöru fólki en ákváðum svo á endanum að hafa frekar mis­ skrautlegar persónur,“ segir Ingvar. Þar má meðal annars nefna Lísu Dís og Helga Hansen og minna per­ sónurnar um margt á persónur úr Hættuspilinu. Mikil áhersla á bakstungur Ingvar segir að öll áherslan í spilinu sé á bakstungur. Kunni fólk vel að meta hressileg rifrildi við vini og vandamenn sé þetta rétta spilið. „Þetta er ógeðslega skemmtilegt og einfalt spil. Þú getur annaðhvort aðstoðað aðra leikmenn á meðan það hentar þér, eða stungið þá í bakið ef það hentar þér betur. Þú gætir sömuleiðis gert hvoru tveggja og svo stungið viðkomandi í bakið á þeim tíma sem hentar þér og stolið verðlaununum,“ segir Ingvar. „Eins og við grínumst með: Það er ekkert heilagt í heimi áhrifavalda.“ ■ Eins og við grínumst með: Það er ekkert heilagt í heimi áhrifa- valda. Ingvar Haraldsson Það er ekkert heilagt í heimi áhrifavalda Frá vinstri: Erla Brynjarsdóttir er Dagný, Jón Hjörtur Emils- son er Helgi Hansen, Hekla Lydía Gísladóttir er Lísa Dís, Ahd Tamimi er Siggi, Hólmar Freyr Sigfússon er Búi og Melína Kolka er Bára. MYNDIR/AÐSENDAR Spilarar geta unnið saman í #samstarfi eða stungið hverjir aðra í bakið. Þeir félagar sóttu innblástur í eitt frægasta spil íslensks samtíma, sjálft Hættuspilið. Chelsea Evolution öryggisskórnir frá HH workwear henta einkar vel í baráttunni við íslenska slabbið! is.rubix.com | Dalvegur 32a Tásukuldi og blautir sokkar? Verð á háum skóm 33.356 kr. Verð á lágum skóm 30.876 kr. HH-78262 HH-78224 46 Lífið 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 25. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.