Heilsuvernd - 01.09.1952, Qupperneq 10

Heilsuvernd - 01.09.1952, Qupperneq 10
70 HEILSUVERND eyrum fleiri manna og helzt allrar þjóðarinnar, með ómót- mælanlegum sönnunum um afglöp og mistök í meðferð þeirra matvæla, sem hún hefir daglega á milli handa. — Því betur sem ágengt verður um þá fræðslu, því meiri likur verða fyrir því, að fleiri en ella hneigist að gagn- gerðum breytingum á mataræði, jafnframt því að sú sama aukna þekking og fræðsla vinnur smámsaman á um holl- ustusamlegri matargerð allra hinna, sem þó halda í aðal- atriðum við sama fæðuval. FÖSTUR. Föstur eru gamalt og gott læknisráð. Á síðari tímum hafa þær aft- ur komizt til vegs og virðingar og verið allmikið um þær ritað. Meðal þeirra, sem það hafa gert, er hinn þekkti næringarfræðingur Ragnar Berg. Hann telur föstuna verða áhrifaríkari, ef menn drekki einhverja lútargæfa drykki, meðan á henni stendur, svo sem seyði af grænmeti eða hráa grænmetis- og aldinsafa. Meðan fastað er, lifir líkaminn á sjálfum sér. Við þau efnaskipti myndast sýrur og úrgangsefni. En þau brenna þeim mun fljótar og tæm- ast þeim mun örar út úr líkamanum sem hann hefir meira af lútarefnum til umráða. Ofannefndir drykkir hafa því hin beztu áhrif og flýta mjög fyrir hreinsunarstarfinu. Auk lútarefnanna flytja þeir likamanum fjörefni og steinefni. Talið er hæfilegt að drekka um tvo lítra á dag (vatn eða jurtaseyði eða grænmetis- og aldinsafa), meðan fastað er. Þann tíma er og nauð.synlegt að skola ristilinn dag- lega með 1—2 litrum af volgu vatni. — 1 2. hefti 1940 er grein um föstur eftir franskan lækni með nokkrum frásögnum af áhrifum þeirra á sykursýki o. fl. sjúkdóma. ÞEIR LOKA AUGUNUM. James C. Thomson, forstöðumaður við Kingston Clinic í Edin- borg, þar sem eingöngu er beitt náttúrlegum lækningaaðferðum, að mestu án venjulegra lyfja eða skurðaðgerða, segir í bók sinni „Why chronic disease?“ (Af hverju stafa langvinnir sjúkdómar?): „Eg hefi margsinnis boðið læknum og rannsóknarnefndum að rannsaka sjúklinga mína, meðan þeir eru undir minni hendi og eítir að þeir hafa hlotið bata. Oftast hefi ég ekki einu sinni verið virtur svars“.

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.