Heilsuvernd - 01.09.1952, Síða 25

Heilsuvernd - 01.09.1952, Síða 25
HEILSUVERND 85 Börnin líkjast öpum. Þau herma eftir fullorðna fólk- inu. Það að sjúkdómar reynast ættgengir stafar að miklu leyti af því, að lífsvenjurnar ganga að erfðum. Faðir minn borðaði mjög mikið af allskonar sykri og sætindum, en virti grænmeti að vettugi. Eg „erfði“ frá honum sterka sælgætisfýsn og viðbjóð á nýjum ávöxtum og grænmeti. Faðir minn notaði meðul daglega, og tók ég það einnig eftir honum. Afleiðingarnar af hinu ranga mataræði, sem ég bjó við á heimili foreldra minna, og af þeim vana mínum að skeyta engu kalli náttúrunnar, hlutu að koma í ljós. Eg var enn á barnsaldri, þegar ég tók að þjást af hægðatregðu. Fór ég þá að dæmi föður míns og byrjaði að nota pillur og sölt. Með tíð og tíma versnaði ástandið, og ég varð að taka sterkari meðul. Eg varð magaveikur, og heilsu minni hrak- aði smátt og smátt. Eftir dauða föður míns leitaði ég ráða hjá mörgum læknum, sem gáfu mér hægðalyf, styrkjandi lyf o. s. frv., án þess að minnast á það einu orði, að nokkuð væri athugavert við mataræði mitt. En þeir voru líka áhangendur Liebigs. Þeir þékktu ekki hinar skaðlegu verkanir ónáttúrlegra og einhæfra fæðutegunda, sem sviptar eru þeim aukaefnum, grófefnum og fleiri efn- um, er fylgja þeim náttúrlegu ástandi. Sjúkdómurinn, sem ég þjáðist af, ágerðist smámsaman, en mjög hægt. Melting og hægðir urðu stöðugt lakari og erfiðari. Einn ágætur írskur læknir fyrirskipaði mér aZom-töflur. Það var ógæfa mín. Því að aloin-töflur verka ekki aðeins á þarmana sem hægðalyf, heldur eru þær kröftugt æsilyf, þareð þær hafa inni að halda rúmlega 1 mg af strikníni. Þetta geysisterka meðal virtist gera mér mikið gott — um tíma — og gefa mér nýjan þrótt. Eg tók eina töflu með hverri máltíð. Og þegar áhrifin dofnuðu, þá jók ég bara skammtinn. Eg hlýt að hafa etið aloin-töfl- ur svo þúsundum skipti, nægilegt striknin til að gera út af við heilt herfylki, því að af 50—60 mg getur stafað lífshætta.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.