Heilsuvernd - 01.09.1952, Síða 27

Heilsuvernd - 01.09.1952, Síða 27
HEILSUVERND 87 og krít. Það gróf í tannholdinu og undir tönnunum, því að þær fengu enga áreynslu, þar eð ég nærðist eingöngu á mjúkum mat. Eg léttist stöðugt. Innýflafitan, sem veitti innýflunum, maga og þörmum, aðhald, hvarf, svo að þau færðust úr skorðum. Maginn víkkaði mjög mikið út. Og í bugðu í ristlinum mynduðust þrengsli eða einskonar stífla. Að lokum varð heilinn alvarlega sjúkur. Vinnuþrekið hafði farið minnkandi árum saman og þraut nú til fulls. Eg gat enn lesið prentað mál, en hugurinn megnaði ekki lengur að grípa meiningu orðanna, sem ég las. Oft og ein- att gat ég ekki einu sinni ritað nafn mitt. Eg var orðinn vonlaus örkumlamaður. Þegar ég var á ferð með járn- braut, hnipraði ég mig saman úti í horni, og kona mín grátbændi farþegana um að opna ékki glugga, því að „mað- urinn minn þolir það ekki“. Heilu dagana lá ég endilangur á legubekk og örvænti um hag minn. Eg var orðinn sann- færður um, að ég væri ólæknandi, og mér hrakaði svo ört, að ég bjóst ekki við að eiga nema fáeina mánuði ólifaða. Eg var orðinn svo magnþrota, að ég gat ekki gengið. Ef ég var á gangi í fáeinar mínútur, varð ég lémagna og í einu svitabaði. Árum saman þorði ég ekki að fara í kalt bað. Um heitasta sumartímann þorði ég ekki að ferðast uppi á þaki almenningsvagnanna af ótta við kvef, sem ég mundi ekki losna við fyrr en eftir marga mánuði. Eg hafði óþolandi magaverki. Þegar járnbrautarvagn eða almenn- ingsvagn fór af stað eða nam staðar, hélt ég um mag- ann báðum höndum, því að hver minnsti kippur jók á kvalirnar. Þegar ég hafði gefið upp alla von, ráðlagði læknir einn mér að liggja rúmfastur um hríð. Fór ég að ráðum hans, enda þótt ég gerði mér ekki miklar vonir. I sex vikur lá ég á bakinu og nærðist aðallega á náttúrulegri fæðu. Eg komst upp á lag með að melta mjólk, egg, grænmeti o. fl„ án þess að ég þyrfti að nota lyf eða önnur ráð, og þyngdist ég þennan tíma um þau 15 kg, sem ég hafði misst á mörg- um arum.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.