Heilsuvernd - 01.09.1952, Qupperneq 29

Heilsuvernd - 01.09.1952, Qupperneq 29
HEILSUVERND Hvað er ofstæki? Orðið ofstæki er munntamt mörgum þeim, sem af ýms- um ástæðum, svo sem skorti á þekkingu eða rökum, telja vænlegra að nota sterk vígorð en málefnarök. Brautryðj- endur nýrrar stefnu í heilþrigðis- og næringarmálum hafa hvarvetna fengið að kenna á þeirri bardagaaðferð, bæði af hendi lækna og leikmanna. Og formælendur náttúru- 'lækningastefnunnar hér á landi hafa ekki farið varhluta af þessari tegund „rökræðna“, fyrr og síðar. Hvað er ofstæki? Er það ofstæki að hirða bílinn sinn vel, svo að hann líti jafnan vel út og endist sem lengst, sjá honum fyrir réttu eldsneyti, réttri smurningu og nauð- synlegu viðhaldi? Er það ofstæki að vanda til fóðurs mjólkurkúnna og refanna eftir bezta viti og þekkingu til þess að firra þau sjúkdómum og fá sem mestan arð af þeim? Er það ofstæki að vilja ekki eitra líkama sinn með skaðlegum efnum, svo sem kókaíni, áfengi, nikótíni eða koffeíni? Er það ofstæki að forðast þau matvæli, sem eig- in reynsla, reynsla annarra að fornu og nýju og margvís- legar rannsóknir og athuganir merkra lækna og fræði- manna hafa sýnt að vera skaðlegar? Eða er það máske ofstæki að geta ekki þolað öðrum að haga sér á annan veg en fjöldinn? Fyrir nokkrum árum þótti það versta skammaryrði að vera kallaður hrossakjötsæta. Nú eru þeir menn hafðir að háði og spotti, sem geta ekki borðað hrossakjöt eins og annað kjöt. Ekki eru mörg ár síðan Jónas læknir Krist- jánsson var talinn mesti öfgamaður fyrir að fordæma hvitt hveiti og sykur sem óhæfar og heilsuspillandi fæðu- tegundir, og hann og aðrir, sem honum fylgdu að málum,

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.