Heilsuvernd - 01.09.1952, Síða 33

Heilsuvernd - 01.09.1952, Síða 33
HEILSUVERND 93 að húsráðendur flestir veigra sér við að láta andúð sína í ljósi, af ótta við að verða álitnir ókurteisir eða jafnvel hlægi- legir. Reykingar eru orðnar það almennar, og það hefir svo lengi verið látið óátalið, þótt reykingamenn iðki list þessa næstum hvenær sem er og hvernig sem ástatt er, að þeim er nokkur vorkunn, þótt þeir geri sér ekki grein fyrir þeim óþægindum, er þeir baka hinum, sem ekki reykja. Og svo mjög sem það tíðkast, að foreldrar reyki í heimahús- um yfir eldri sem yngri börnum, jafnvel í svefnherbergj- um, þá er skiljanlegt, að margur reykingamaðurinn geri sig sekan um sömu óhæfu jafnvel hjá ókunnugu fólki. Hitt er óafsakanlegra, þegar menn vitandi vits og þrátt fyrir umtal eða áskoranir reykja af kappi í viðurvist barna eða sjúklinga, eins og t. d. í áætlunarbifreiðum. Þar dugar ekk- ert annað en bann á sama hátt og í kvikmyndahúsum og leikhúsum. En hvað reykingum almennt viðkemur, þarf almenningsálitið að taka í taumana. Það fólk, sem reykir ekki og er illa við reykingar, á að hafa einurð í sér til þess að láta það í ljósi, þegar því býður svo við að horfa. Það er engin ókurteisi að biðja gest sinn að reykja ekki. Og það á einmitt að láta reykingamenn verða þess vara, að því sé ekki tekið sem sjálfsögðum hlut, að þeir eitri andrúms- loftið fyrir öllum, sem nálægt þeim eru. Stundum hefir heyrzt kvartað yfir því, að þeir, sem borða hráan lauk, sérstaklega hvítlauk, séu ekki í húsum hæfir. Reykinga- menn, sem finnst lauklykt litt þolandi, ættu að geta skilið andúð manna á tóbaksreyk, sem er verra að sætta sig við fyrir þá sök, að tókbaksreykurinn er skaðlegur, en það er lauklyktin ekki. B. L. J. Til lesendanna. Heilsuvernd vill mælast til bess við lesendur sína, að þeir sendi henni stuttar og rökstuddar athugasemdir varðandi efni ritsins fyrr og síðar, ekki sízt um það, sem þeim 'þykir miður fara. Æskilegt væri einnig, að lesendur vildu skýra frá reynslu sinni af áhrifum fæðisbreytinga á heilsufar sitt.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.