Heilsuvernd - 01.09.1952, Page 35

Heilsuvernd - 01.09.1952, Page 35
HEILSUVERND 95 LÆKNIRINN HEFIR ORÐIÐ. Um fjörefna- og steinefnalyf. R. C. Garry, prófessor í lífeðlisfræði við háskólann í Glasgow, sagði í ræðu i félagi brezkra lyfjaifræðinga árið 1948: „Það er óhyggilegt, án knýjandi nauðsynjar, að bæta fjörefnum og stein- efnum í matvæli. Þekking okkar nær enn sem komið er skemmra en svo, að öruggt sé, að slíkar ráðstafanir valdi ekki tjóni“. (Honest hread). B. T. Fraser, enskur náttúrulæknir, kemst svo að orði: „Efna- skortur í líkamanum þarf ekki að stafa af vöntun efna i viður- værinu, heldur af þvi, að líkaminn geti ekki, einhverra orsaka vegna, hagnýtt sér næringarefnin. Þótt nóg sé t. d. af kalki í daglegu fæði, getur ofsýring líkamans hindrað fulla nýtingu þess. En ofsýring er afleiðing af of mikilli neyzlu sýrugæfra fæðuteg- unda (kjöt, fiskur, egg, kornmatur). Meltingartruflanir og skortur á D-fjörefni geta einnig varnað því, að kalkið meltist og síist inn i blóðið. Ennfremur hindra meltingartruflanir meltingu járnsins i fæðumni. Af þessum ástæðum koma járn- eða kalk- iyf ekki að tilætluðum notum, auk þess sem þau standa mjög að baki hinum líifrænu járn- og kalksamböndum i náttúrlegri fæðu“. (Rude Health). Dr. Weston Price, sem rannsakað hefir heilbrigðisástand frum- stæðra þjóða um allan heim, og þar á meðal sérstaklega útbreiðslu tannskemmda, segir: „Það er ekki hægt að fullnægja efnaþörf líkamans með þvi að bœta í fæðið nokkrum tilbúnum efnum, sem vitað er, að líkaminn þarfnast .... Líkami mannsins getur ekki nýtt svo vel sé stein- efni í ólífrænni mynd“. (Rude Health). ÚTBREIÐIÐ BÆKUR N. L. F. í. SAFNIÐ ÁSKRIFENDUM AÐ HEILSUVERND. Garðyrkjusýning verður í KR-skálanum í Kaplaskjóli 2G. sept. til 5. okt. N.L.F.Í. var hoðin þátttaka í sýningunni og sýnir þar m. a. ýmsa rétti og grænmetisdrykki, brauð úr nýju mjöli o. fl. Gefst sýningargestum kostur á að gæða sér á þessum réttum. Hvítlaukur er kominn til landsins og' verður seldur í verzlunum Silla og Valda Vesturg. 29 og Háteigsv. 2. Nýrir áskrifendur, sem greiða áskriftargjald fyrirfram, fá í kaupbæti einhvern af árgöngunum 1947—48 eða 1951.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.