Heilsuvernd - 01.06.1953, Page 13

Heilsuvernd - 01.06.1953, Page 13
HEILSUVERND 41 40—50 flöskur á dag eða meira. Einn hældi sér af því að hafa drukkið 96 flöskur á einum degi. Af tilraununum í bifreiðaakstri dregur Goldberg m. a. þá ályktun, að maltdrykkir, sem nema 3—4 flöskum af 3,2% öli, eða brennd vín, sem nema 1,0—1,3 dl af brennivini, minnka hæfni æfðs bílstjóra að aka bifreið um hér um bil 25—30%, og er þá áfengismagnið í blóðinu 0,4—0,6 pro mille. Þessi áhrif koma greinilega í ljós og verða aðgreind frá þeim, sem þreyta veldur og æfingar, þegar borið er saman við hóp bifreiðastjóra, sem látnir eru leysa af bendi sömu prófraunir án þess að hafa bragðað áfengi. Áfengismagnið í blóðinu ræður úrslitum um stig áfengis- áhrifanna. Neðri mörk áfengisáhrifa við bifreiðaakstur eru að meðaltali um 0,35—0,40 pro mille. En þetta alkóhól- innihald verður að jafnaði í blóðinu, þegar maðurinn hefir drukkið þrjár flöskur af 3,2% öli eða um það bil fjórar flöskur af öli í öðrum flokki, það er 2,6% öli, eða þegar maðurinn hefir drukkið %—1 1 af brennivíni. Þegar illa stendur á og líkaminn tekur mjög fljótt við vínandanum, getur enn minna áfengismagn minnkað starfshæfni. Annars verður minna alkóhól í blóðinu og áhrifin minni af öli en af sama magni áfengis í brenndum vínum. Vínandinn hverfur skjótast úr líkamanum, þegar hans hefir verið neytt í öli, en seinast, þegar hans er neytt í brenndu víni. I þessu felst skýringin á því, að 'bjórvambir geta hellt í sig slíkum kynstrum af öli á stuttri stundu. Áhrif af 0,2 pro mille. Um lágmarkið, sem áfengismagnið í blóðinu þarf að ná til þess að áhrifa gæti, hefir áður verið sannað, að þetta hlutfall getur verið mismunandi hjá einstaklingum innan ákveðinna takmarka og að það hækkar eftir því sem mað- urinn er vanari neyzlu áfengis. Hjá hófdrykkjumönnum mun lágmarkið við tilteknar tilraunir í rannsóknarstofum vera 0,2—0,4 pro mille. Ef þetta er umreiknað í áfengis-

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.